Swansea hélt jöfnu gegn ítalska liðinu Napoli í fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA í kvöld.
Heimamenn byrjuðu betur í Wales í kvöld. Wilfried Bony, Wayne Routledge og Angel Rangel komust allir í færi en Rafael, markvörður Napoli, varði vel frá þeim.
Pepe Reina kom svo inn á fyrir Rafael í síðari hálfleik og kláraði leikinn með að halda hreinu. Napoli er því í ágætri stöðu fyrir síðari leikinn sem fer fram á Ítalíu í næstu viku.
Fiorentina, Juventus, Valencia, Benfica, AZ Alkmaar og Red Bull Salzburg standa vel að vígi eftir leiki kvöldsins en úrslitin úr leikjunum má sjá hér fyrir neðan. Þá tapaði Lazio nokkuð óvænt á heimavelli fyrir Ludogorets Razgrad frá Búlgaríu, 1-0.
Markalaust hjá Swansea og Napoli | Úrslit kvöldsins

Tengdar fréttir

Kolbeinn og félagar niðurlægðir á heimavelli
Ajax frá Amsterdam er nánast úr leik í Evrópudeild UEFA eftir 3-0 tap á heimavelli í kvöld.

Fyrirliðinn tryggði AZ dramatískan sigur
AZ Alkmaar er í góðri stöðu efitr 1-0 sigur á tékkneska liðinu Slovan Liberec í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA.

Dýrkeypt mistök Soldado
Tottenham tapaði fyrir úkraínska liðinu Dnipro í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA í kvöld.