Íslenski boltinn

Ísland byrjar og endar gegn Tyrklandi | Leikdagar í undankeppni EM 2016

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins.
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. Vísir/Vilhelm
Búið er að ákveða leikdaga fyrir undankeppni EM 2016 í fótbolta en dregið var í riðla fyrr í dag. Ísland er í A-riðli með Hollandi, Tyrklandi, Lettlandi, Kasakstan og Tékklandi.

Fyrsti leikur Íslands fer fram á Laugardalsvellinum 9. september á þessu ári en þá koma Tyrkir í heimsókn. Íslenska liðið lýkur svo undankeppninni í Tyrklandi í október á næsta ári.

Þrír tvíhöfðar eru á dagskrá. Ísland heimsækir Letta 10. október í ár og fær svo stórlið Hollands í heimsókn í Dalinn þremur dögum síðar.

Fimmtudaginn 3. september á næsta ári heimsækir Ísland svo Holland og þremur dögum síðar koma Kasakar í heimsókn.

Fyrri leikurinn gegn Kasakstand er stakur leikur 28. mars á næsta ári þannig þar voru strákarnir heppnir með leikdag. Það hefði verið erfitt að fljúga aftur heim í annan leik eftir svo langt ferðalag.

Undankeppninni lýkur svo á tvíhöfða 10. og 13. október. Síðasti heimaleikurinn er gegn Lettlandi en síðasti leikurinn í undankeppninni verður gegn Tyrkjum 13. október.

Leikir Íslands í undankeppni EM 2016:

Þri. 9. sep 2014

Ísland - Tyrkland

Fös. 10. okt 2014

Lettland - Ísland

Mán. 13. okt 2014

Ísland - Holland

Sun. 16. nóv 2014

Tékkland - Ísland

Lau. 28. mars 2015

Kasakstan - Ísland

Fös. 12. jún 2015

Ísland - Tékkland

Fim. 3. sep 2015

Holland - Ísland

Sun. 6. sep 2015

Ísland - Kasakstan

Lau. 10. okt 2015

Ísland - Lettland

Þri. 13. okt 2015

Tyrkland - Ísland


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×