Fótbolti

Stuðningsmenn Dortmund fá te og heitar bökur

Petrovsky-völlurinn þar sem leikurinn fer fram. Þar verður kalt.
Petrovsky-völlurinn þar sem leikurinn fer fram. Þar verður kalt. vísir/getty
Það verður frekar kalt í Rússlandi annað kvöld er Zenit St. Petersburg tekur á móti Borussia Dortmund í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Forráðamenn Zenit ætla að gera sitt besta til þess að stuðningsmönnum Dortmund verði ekki kalt á vellinum.

"Við munum sýna þeim sanna, rússneska gestrisni í kuldanum. Þeir munu fá heitt te og rússneskar bökur," sagði Maxim Mitrofanov, framvæmdastjóri Zenit.

Það hafa ekki margir trú á Zenit í þessari viðureign. Liðið komst í sextán liða úrslit þrátt fyrir að hafa aðeins fengið sex stig í riðlakeppninni. Ekkert lið hefur áður komist í sextán liða úrslit með eins fá stig eftir riðlakeppnina.

Þess utan hefur liðið verið í tveggja mánaða vetrarfríi. Rússneska liðið ætlar engu að síður að selja sig dýrt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×