Vilja færa öllum heiminum internetið Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 25. febrúar 2014 13:38 MYND/AFP „Við viljum búa til hringitón fyrir internetið,“ sagði Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri samfélagsmiðilsins Facebook í gær, á heimsráðstefnu um síma, the Mobile World Congress, um framtíðaráform Facebook. „Fæstir í heiminum hafa aðgang að internetinu.“ Faecbook vinnur verkefnið með nokkrum fyrirtækjum sem eru staðsett víðsvegar um heiminn en Zuckerberg vonast eftir að fleiri fyrirtæki bætist við á næstu árum. Á vefsíðu verkefnisins er því lýst sem hnattrænni samvinnu milli tæknifyrirtækja, leiðtoga, góðgerðarsamtaka, einstakra svæða og sérfræðinga sem ætla að vinna saman að því að færa öllum heiminum internetið. „Facebook hefur náð því takmarki að fá einn milljarð notenda. Eftir að því takmarki var náð fórum við að hugsa hvernig við gætum náð til hinna,“ sagði Zuckerberg á ráðstefnunni í gær. Facebook og Zuckerberg hafa verið talsvert í fréttum undanfarið. Fyrir helgi keypti Facebook farsímaforritið WhatsApp og voru kaupin talin liður í því að auka vinsældir Facebook á meðal ungs fólks. Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
„Við viljum búa til hringitón fyrir internetið,“ sagði Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri samfélagsmiðilsins Facebook í gær, á heimsráðstefnu um síma, the Mobile World Congress, um framtíðaráform Facebook. „Fæstir í heiminum hafa aðgang að internetinu.“ Faecbook vinnur verkefnið með nokkrum fyrirtækjum sem eru staðsett víðsvegar um heiminn en Zuckerberg vonast eftir að fleiri fyrirtæki bætist við á næstu árum. Á vefsíðu verkefnisins er því lýst sem hnattrænni samvinnu milli tæknifyrirtækja, leiðtoga, góðgerðarsamtaka, einstakra svæða og sérfræðinga sem ætla að vinna saman að því að færa öllum heiminum internetið. „Facebook hefur náð því takmarki að fá einn milljarð notenda. Eftir að því takmarki var náð fórum við að hugsa hvernig við gætum náð til hinna,“ sagði Zuckerberg á ráðstefnunni í gær. Facebook og Zuckerberg hafa verið talsvert í fréttum undanfarið. Fyrir helgi keypti Facebook farsímaforritið WhatsApp og voru kaupin talin liður í því að auka vinsældir Facebook á meðal ungs fólks.
Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira