Ferrari á réttri leið Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. febrúar 2014 16:00 Kimi Raikkönen á Ferrari-bifreið sinni. Vísir/Getty Ferrari á enn eftir að koma fram með aðal uppfærsluna fyrir tímabilið samkvæmt Pat Fry, yfirverkfræðingi, liðsins. Hann segir liðið ánægt með þann árangur sem þegar hefur náðst á æfingum. Uppfærslurnar munu koma í skömmtum yfir næsta æfingatímabil sem hefst í fyrramálið og lýkur á sunnudag í Bahrain. Tæknistjóri Ferrari, James Allison, segir að liðið hafi orðið vart við vandamál á mörgum sviðum. Lausnir á þeim séu í bígerð og komi til nota strax í þessari viku. Allison nefnir vinnu í tengslum við kúplingu nýja bílsins, liðið sé að læra á hana. Eitt af aðalsmerkjum Ferrari undanfarin ár hafa einmitt verið vel heppnuð viðbrögð af ráslínu. Þau eru helst að þakka skilningi á kúplingunni og góðum viðbrögðum ökumanna. Annað sem Allison nefnir er skilningur á kæliþörf bílanna sem virðist vera áhyggjuefni allra liða. Vélin frá Ferrari virðist þó hafa minni kæliþörf en aðrar ef marka minni loftinntök en annarra liða. Ferrari mun hefja vinnu við að öðlast skilning á aksturseiginleikum bílsins í vikunni. Þar skiptir máli að uppstilling hans passi við dekkin og brautina sem glímt er við í hverri keppni. Loftflæðið þarf að vera rétt og gripið nægjanlegt til að sem bestur árangur náist. Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ferrari á enn eftir að koma fram með aðal uppfærsluna fyrir tímabilið samkvæmt Pat Fry, yfirverkfræðingi, liðsins. Hann segir liðið ánægt með þann árangur sem þegar hefur náðst á æfingum. Uppfærslurnar munu koma í skömmtum yfir næsta æfingatímabil sem hefst í fyrramálið og lýkur á sunnudag í Bahrain. Tæknistjóri Ferrari, James Allison, segir að liðið hafi orðið vart við vandamál á mörgum sviðum. Lausnir á þeim séu í bígerð og komi til nota strax í þessari viku. Allison nefnir vinnu í tengslum við kúplingu nýja bílsins, liðið sé að læra á hana. Eitt af aðalsmerkjum Ferrari undanfarin ár hafa einmitt verið vel heppnuð viðbrögð af ráslínu. Þau eru helst að þakka skilningi á kúplingunni og góðum viðbrögðum ökumanna. Annað sem Allison nefnir er skilningur á kæliþörf bílanna sem virðist vera áhyggjuefni allra liða. Vélin frá Ferrari virðist þó hafa minni kæliþörf en aðrar ef marka minni loftinntök en annarra liða. Ferrari mun hefja vinnu við að öðlast skilning á aksturseiginleikum bílsins í vikunni. Þar skiptir máli að uppstilling hans passi við dekkin og brautina sem glímt er við í hverri keppni. Loftflæðið þarf að vera rétt og gripið nægjanlegt til að sem bestur árangur náist.
Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira