Viðskipti erlent

Alvarlegur öryggisgalli í vörum frá Apple vekur óhug

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/AFP
Fyrir helgi leiddu rannsóknir í ljós að alvarlegan öryggisgalla mætti finna í ýmsu vörum frá Apple, til að mynda iPhone símum og iPad spjaldtölvum.

Gallinn virðist einnig hrjá tölvur fyrirtækisins, fartölvur jafnt sem borðtölvur, sem keyra á Mac OS X stýrikerfinu.

Gallinn lýsir sér í því að hægðarleikur er fyrir tölvuþrjóta að nálgast viðkvæmar upplýsingar í raftækjunum, svo sem tölvupósta og bankaupplýsingar.



Apple sagði um helgina að von væri á hugbúnaðaruppfærslu á næstu dögum til að vinna bug á vandamálinu.

Þeir sem nýta sér gallann, sem snýst um getu hugbúnaðarins til að lesa úr rafrænum auðkennum, geta ekki einungis komist inn í öll rafræn samskipti til og frá Apple vörum heldur geta þeir einnig komið fyrir sýktum hlekkjum í venjulegum tölvupóstum.



Tölvuþrjótarnir þurfa þó að tengjast sama netið og fórnarlambið og hvetur Appla eigendur raftækja frá fyrirtækinu að forðast óöruggar nettengingar meðan unnið er að lausn vandans.



Nánari upplýsingar má nálgast á vef Reuters.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×