Fótbolti

Van Persie: Liðsfélagarnir eru fyrir mér

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Van Persie er hér til hægrl.
Van Persie er hér til hægrl. Vísir/Getty
Robin van Persie segist neyddur til að breyta um leikstíl því leikmenn Manchester United séu að þvælast fyrir honum inn á vellinum.

Ummælin lét hann falla eftir tap Manchester United gegn gríska liðinu Olympiakos í Meistaradeild Evrópu í gær. Grikkirnir unnu 2-0 en síðari leikur liðanna í 16-liða úrslitum fer fram á Old Trafford þann 19. mars.

Van Persie átti erfitt uppdráttar eins og fleiri leikmenn United en fékk þó gott færi undir lok leiksins þegar skaut yfir af stuttu færi.

„Þetta var þó nokkuð erfitt því liðsfélagarnir mínir eru oft í þeim svæðum þar sem ég vil spila,“ sagði hann eftir leikinn í gær.

„Þess vegna þarf ég að breyta um leikstíl hjá mér. Þeir eru því miður oft í mínum svæðum.“

„En þetta var of hægt hjá okkur og við áttum aðeins eitt skot á markið í öllum leiknum. Það er of lítið og þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur alla.“


Tengdar fréttir

Carrick: Þetta er ekki búið

Man. Utd olli miklum vonbrigðum gegn Olympiakos í Grikklandi í kvöld er liðið tapaði 2-0 í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Gjaldþrot hjá Man. Utd í Grikklandi | Myndband

Man. Utd bauð upp á enn eina hörmungarframmistöðuna er það sótti gríska liðið Olympiakos heim í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Grikkirnir unnu sanngjarnan 2-0 sigur og eru í góðri stöðu fyrir síðari leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×