Perez fljótastur | Red Bull enn í vanda 27. febrúar 2014 22:21 Perez í brautinni. vísir/getty Mexíkóski ökuþórinn Sergio Perez, sem ekur fyrir Force India liðið, átti besta brautartíma dagsins í Bahrain. Síðasta æfingavika fyrir tímabilið hófst þar í morgun. Tími Perez var 1:35.290 en næstur á eftir honum var Valtteri Bottas á Williams á tímanum 1:36.184. Þriðji var Kimi Raikkonen á Ferrari, hans besti tími var 1:36.432. Raikkonen ók þó aðeins 43 hringi. Ferrari vildi ekki gefa upp hvers vegna, líklega komu upp einhver vandamál hjá þeim. Flest einblína liðin enn á áreiðanleika bílanna. Ekki er því hægt að lesa mikið út úr uppröðun hröðustu hringja. Perez ók 105 hringi í dag, Bottas ók 128 hringi sem var lengst allra. Kevin Magnussen ók 109 hringi á McLaren bíl sínum. Helstu tíðindi dagsins eru þau að ríkjandi heimsmeistarar, Red Bull virðast enn í vanda. Daniel Ricciardo ók bílnum aðeins 36 hringi og endaði með sjöunda besta tíma dagsins. Lotus hætti snemma í dag vegna vandamála með nýja pústútfærslu, þeir óku aðeins 31 hring. Caterham liðið fór fæsta hringi í dag en Kamui Kobayashi tókst aðeins að aka 19 hringi. Æfingar halda áfram í fyrramálið. Formúla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Mexíkóski ökuþórinn Sergio Perez, sem ekur fyrir Force India liðið, átti besta brautartíma dagsins í Bahrain. Síðasta æfingavika fyrir tímabilið hófst þar í morgun. Tími Perez var 1:35.290 en næstur á eftir honum var Valtteri Bottas á Williams á tímanum 1:36.184. Þriðji var Kimi Raikkonen á Ferrari, hans besti tími var 1:36.432. Raikkonen ók þó aðeins 43 hringi. Ferrari vildi ekki gefa upp hvers vegna, líklega komu upp einhver vandamál hjá þeim. Flest einblína liðin enn á áreiðanleika bílanna. Ekki er því hægt að lesa mikið út úr uppröðun hröðustu hringja. Perez ók 105 hringi í dag, Bottas ók 128 hringi sem var lengst allra. Kevin Magnussen ók 109 hringi á McLaren bíl sínum. Helstu tíðindi dagsins eru þau að ríkjandi heimsmeistarar, Red Bull virðast enn í vanda. Daniel Ricciardo ók bílnum aðeins 36 hringi og endaði með sjöunda besta tíma dagsins. Lotus hætti snemma í dag vegna vandamála með nýja pústútfærslu, þeir óku aðeins 31 hring. Caterham liðið fór fæsta hringi í dag en Kamui Kobayashi tókst aðeins að aka 19 hringi. Æfingar halda áfram í fyrramálið.
Formúla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira