Íslenskar bókmenntir á Spáni Jakob Bjarnar skrifar 10. febrúar 2014 11:24 Enrique Bernárdez fjallar um stöðu íslenskra bókmennta á Spáni frá sjónarhóli þýðandans. Á morgun er athyglisverður fyrirlestur, fyrir þá sem velta fyrir sér stöðu íslenskra bókmennta á heimsvísu, í Lögbergi í Háskóla Íslands. Þá mun Enrique Bernárdez, „þýðandi og prófessor við Complutense-háskóla í Madríd, fjalla um stöðu íslenskra bókmennta á Spáni frá sjónarhóli þýðandans, hvernig verk eru valin til þýðingar, hvernig þýðingum á íslenskum bókmenntaverkum er tekið af spænskumælandi gagnrýnendum og lesendum og hvaða helstu vandamál koma á borð útgefenda og þýðanda í þessu samhengi,“ eins og segir í tilkynningu frá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur sem stendur fyrir uppákomunni. Þar segir jafnframt að Bernárdez hefur ritað bækur og fræðigreinar um málvísindi og þýtt fjölda íslenskra skáldverka, bæði miðaldabókmenntir, t.d. Njálu, Eglu, Hrafnkötlu og hluta af Eddu, sem og verk nútíma- og samtímahöfunda, þ.m.t. Laxness, Sjón, Guðberg Bergsson, Auði Övu Ólafsdóttur, Arnald Indriðason, Jón Kalman Stefánsson og Thor Vilhjálmsson. Vegur Arnaldar á Spáni hefur farið vaxandi og er sérstaklega eftirtektarverður. Skemmst er að minnast þess að að í september hlaut hann RBA-bókmenntaverðlaunin spænsku. Verðlaunin hlaut hann fyrir bókina Skuggasund, nýjustu bók sína en útgefandi Arnaldar, Forlagið, hefur lagt mikla vinnu í að nema ný lönd, ekki síst á Spáni.Fyrirlestur Bernárdez fer fram á ensku og er, eins og áður sagði, í Lögbergi klukkan 16. Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Á morgun er athyglisverður fyrirlestur, fyrir þá sem velta fyrir sér stöðu íslenskra bókmennta á heimsvísu, í Lögbergi í Háskóla Íslands. Þá mun Enrique Bernárdez, „þýðandi og prófessor við Complutense-háskóla í Madríd, fjalla um stöðu íslenskra bókmennta á Spáni frá sjónarhóli þýðandans, hvernig verk eru valin til þýðingar, hvernig þýðingum á íslenskum bókmenntaverkum er tekið af spænskumælandi gagnrýnendum og lesendum og hvaða helstu vandamál koma á borð útgefenda og þýðanda í þessu samhengi,“ eins og segir í tilkynningu frá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur sem stendur fyrir uppákomunni. Þar segir jafnframt að Bernárdez hefur ritað bækur og fræðigreinar um málvísindi og þýtt fjölda íslenskra skáldverka, bæði miðaldabókmenntir, t.d. Njálu, Eglu, Hrafnkötlu og hluta af Eddu, sem og verk nútíma- og samtímahöfunda, þ.m.t. Laxness, Sjón, Guðberg Bergsson, Auði Övu Ólafsdóttur, Arnald Indriðason, Jón Kalman Stefánsson og Thor Vilhjálmsson. Vegur Arnaldar á Spáni hefur farið vaxandi og er sérstaklega eftirtektarverður. Skemmst er að minnast þess að að í september hlaut hann RBA-bókmenntaverðlaunin spænsku. Verðlaunin hlaut hann fyrir bókina Skuggasund, nýjustu bók sína en útgefandi Arnaldar, Forlagið, hefur lagt mikla vinnu í að nema ný lönd, ekki síst á Spáni.Fyrirlestur Bernárdez fer fram á ensku og er, eins og áður sagði, í Lögbergi klukkan 16.
Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira