Ofurhljómsveit með tónleika til heiðurs Metallica Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. febrúar 2014 19:00 Hljómsveitin Melrakkar heldur tónleika til heiðurs Metallica. mynd/íris dögg einarsdóttir Þetta er hljómsveit sem ætlar að spila plötuna Kill'em all frá upphafi til enda," segir Snæbjörn Ragnarsson, betur þekktur sem Bibbi í Skálmöld. Hann hefur ásamt þeim Birni Stefánssyni trommuleikara, Bjarna Sigurðarsyni gítarleikara, sem báðir eru úr Mínus, Flosa Þorgeirssyni bassaleikara úr HAM og Aðalbirni Tryggvasyni söngvara úr Sólstöfum, stofnað hljómsveitina Melrakka. Melrakkar ætla sem fyrr segir að leika fyrstu plötu Metallica, Kill'em all í heild sinni á tvennum tónleikum, á Græna hattinum, Akureyri, föstudaginn 7. mars og svo á Gamla Gauknum í Reykjavík daginn eftir. „Það er líklegt að við tökum fleiri Metallica-plötur fyrir eftir þessa tónleika. Ég yrði í raun hissa ef við færum ekki lengra," segir Bibbi spurður út í framhaldið. Meðlimir sveitarinnar eru allir miklir Metallica-aðdáendur og þekkja efnið gríðarlega vel. „Þetta er rosalega skemmtilegt og við höfum þessa gömlu plötu í blóðinu."Kill'em all er í uppáhaldi meðlima sveitarinnar. „Erfitt að færa rök gegn því að hún sé ekki í uppáhaldi, allavega þangað til við tökum Ride The Lightning." Tónlist Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Þetta er hljómsveit sem ætlar að spila plötuna Kill'em all frá upphafi til enda," segir Snæbjörn Ragnarsson, betur þekktur sem Bibbi í Skálmöld. Hann hefur ásamt þeim Birni Stefánssyni trommuleikara, Bjarna Sigurðarsyni gítarleikara, sem báðir eru úr Mínus, Flosa Þorgeirssyni bassaleikara úr HAM og Aðalbirni Tryggvasyni söngvara úr Sólstöfum, stofnað hljómsveitina Melrakka. Melrakkar ætla sem fyrr segir að leika fyrstu plötu Metallica, Kill'em all í heild sinni á tvennum tónleikum, á Græna hattinum, Akureyri, föstudaginn 7. mars og svo á Gamla Gauknum í Reykjavík daginn eftir. „Það er líklegt að við tökum fleiri Metallica-plötur fyrir eftir þessa tónleika. Ég yrði í raun hissa ef við færum ekki lengra," segir Bibbi spurður út í framhaldið. Meðlimir sveitarinnar eru allir miklir Metallica-aðdáendur og þekkja efnið gríðarlega vel. „Þetta er rosalega skemmtilegt og við höfum þessa gömlu plötu í blóðinu."Kill'em all er í uppáhaldi meðlima sveitarinnar. „Erfitt að færa rök gegn því að hún sé ekki í uppáhaldi, allavega þangað til við tökum Ride The Lightning."
Tónlist Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira