Ætlar að verja verðlaunafénu í að hjálpa systur sinni
Hermann Helenuson, töframaður kom, sá og sigraði í öðrum þætti af Ísland Got Talent í gær.
Hermann er þrettán ára gamall, og aðspurður sagðist hann ætla að verja verðlaunafénu í að hjálpa systur sinni sem þarf að fara í aðgerð til útlanda og bjóða mömmu sinni og systrum til Spánar, ef hann skyldi vinna keppnina.
„Það er heill bekkur á bak við,“ sagði Hermann þegar Þorgerður Katrín, einn dómaranna, spurði hvort fjölskyldan væri með í för í áheyrnarprufunum.
Hermann komst áfram í keppninni og má því búast við að sjá meira frá töframanninum hæfileikaríka.