„Auðvitað misnotaði Woody ekki systur mína“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. febrúar 2014 17:00 „Móðir mín stimplaði því inn í hausinn á mér að ég ætti að hata föður minn fyrir að sundra fjölskyldunni og misnota systur mína kynferðislega. Og ég hataði hann í mörg ár. Nú sé ég að þetta var hennar leið til að ná sér niður á honum því hann varð ástfanginn af Soon-Yi,“ segir Moses Farrow, sonur leikkonunnar Miu Farrow og leikstjórans Woody Allen í samtali við tímaritið People. Eru þetta viðbrögð hans við bréfinu sem systir hans Dylan Farrow birti á bloggvef New York Times um helgina þar sem hún sagði föður sinn hafa misnotað sig í æsku. Moses, Dylan og bróðir þeirra Ronan lentu í miðjunni í hatrammri forræðisdeilu milli foreldra sinna árið 1993, eftir að Mia fann nektarmyndir af ættleiddri dóttur sinni, Soon-Yi Previn, í fórum Woodys en þau Soon-Yi giftu sig árið 1997. Mia fékk forræði yfir börnunum þremur þegar deilunum lauk. Meint misnotkun Woody á Dylan var rannsökuð um svipað leiti en hann var aldrei kærður. Hann hefur staðfastlega neitað því að hafa misnotað dóttur sína. Ronan Farrow, Lark Previn, Woody Allen, Dylan Farrow, Fletcher Previn, Daisy Previn, Soon-Yi Previn, Moses Farrow og Mia Farrow og Leníngrad árið 1987. Dylan elskaði Woody Í bréfinu sem Dylan skrifaði sagði hún frá misnotkun sem átti sér stað á heimili móður sinnar þegar hún var sjö ára. Hún segir Woody hafa leitt sig upp á háaloft og misnotað sig er hún lá á maganum. Moses segir ekkert hæft í því „Auðvitað misnotaði Woody ekki systur mína. Hún elskaði hann og hlakkaði til að sjá hann þegar hann kom í heimsókn. Hún faldi sig aldrei fyrir honum fyrr en móðir okkar náði að skapa andrúmsloft ótta og haturs í hans garð. Við vorum sex eða sjö í húsinu daginn sem hún minnist á í bréfinu. Við vorum öll í opnu rými og enginn, ekki faðir minn og systir, fóru afsíðis í einkaherbergi. Móðir mín var var úti að versla. Ég veit ekki hvort systir mín trúi því í raun að hún hafi verið misnotuð eða hvort hún sé að reyna að geðjast móður sinni. Að geðjast móður minni var mikill hvati því það var ömurlegt að gera henni á móti skapi,“ bætir Moses við. „Bróðir minn er dauður fyrir mér“ Dylan hefur svarað Moses og heldur því fram að það sem standi í bréfinu sé sannleikanum samkvæmt. „Þetta eru mikil svik við mig og alla fjölskylduna mína. Minningar mínar eru sannar og þær eru mínar og ég mun lifa með þær alla ævi. Móðir mín þjálfaði mig aldrei. Hún setti engar falskar minningar inní heilann á mér. Minningarnar mínar eru mínar. Ég man þetta. Henni brá þegar ég sagði henni frá þessu. Hún vonaðist til að ég hefði búið þetta til þegar ég sagði henni sögu mína. Hún settist niður með mér og spurði mig hvort ég væri að segja satt í einu átakanlegasta samtali sem ég hef átt. Hún sagði að pabbi hefði neitað þessu og ég sagði: „Hann lýgur.““ Dylan er í engu sambandi við Moses núna. „Ég vil ekki sjá fjölskyldu mína dregna niður í svaðið á þennan hátt. Ég get ekki verið þögul þegar fjölskylda mín þarf á mér að halda og ég mun ekki yfirgefa þau eins og Soon-Yi og Moses gerðu. Bróðir minn er dauður fyrir mér. Móðir mín er svo hugrökk og hún kenndi mér hvað það þýðir að vera sterkur og hugrakkur og segja sannleikann þó þessar svakalegu lygar séu á sveimi,“ segir Dylan. Dylan segir minningar sínar vera sínar. Ánægjulegir endurfundir við Woody Moses er fjölskylduráðgjafi í dag og segir líf sitt hafa orðið betra vegna þess að hann eyddi miklum tíma með Woody. „Ég held að systir mín sé að missa af miklu í lífinu því hún er ekki í sambandi við föður sinn sem hefur alltaf dáð hana. Það er mikilvægt að hún krefjist sjálfstæðis frá móður okkar og fari ekki í gegnum lífið með þá hugmynd að hún hafi verið misnotuð af föður mínum. Ég er mjög hamingjusamur að ég hafi tekið stjórnina og slitið sambandi við móður mína sem hefur leitt af sér ánægjulega endurfundi við föður minn,“ segir Moses. Mál Woody Allen Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fékk veipeitrun Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Sjá meira
„Móðir mín stimplaði því inn í hausinn á mér að ég ætti að hata föður minn fyrir að sundra fjölskyldunni og misnota systur mína kynferðislega. Og ég hataði hann í mörg ár. Nú sé ég að þetta var hennar leið til að ná sér niður á honum því hann varð ástfanginn af Soon-Yi,“ segir Moses Farrow, sonur leikkonunnar Miu Farrow og leikstjórans Woody Allen í samtali við tímaritið People. Eru þetta viðbrögð hans við bréfinu sem systir hans Dylan Farrow birti á bloggvef New York Times um helgina þar sem hún sagði föður sinn hafa misnotað sig í æsku. Moses, Dylan og bróðir þeirra Ronan lentu í miðjunni í hatrammri forræðisdeilu milli foreldra sinna árið 1993, eftir að Mia fann nektarmyndir af ættleiddri dóttur sinni, Soon-Yi Previn, í fórum Woodys en þau Soon-Yi giftu sig árið 1997. Mia fékk forræði yfir börnunum þremur þegar deilunum lauk. Meint misnotkun Woody á Dylan var rannsökuð um svipað leiti en hann var aldrei kærður. Hann hefur staðfastlega neitað því að hafa misnotað dóttur sína. Ronan Farrow, Lark Previn, Woody Allen, Dylan Farrow, Fletcher Previn, Daisy Previn, Soon-Yi Previn, Moses Farrow og Mia Farrow og Leníngrad árið 1987. Dylan elskaði Woody Í bréfinu sem Dylan skrifaði sagði hún frá misnotkun sem átti sér stað á heimili móður sinnar þegar hún var sjö ára. Hún segir Woody hafa leitt sig upp á háaloft og misnotað sig er hún lá á maganum. Moses segir ekkert hæft í því „Auðvitað misnotaði Woody ekki systur mína. Hún elskaði hann og hlakkaði til að sjá hann þegar hann kom í heimsókn. Hún faldi sig aldrei fyrir honum fyrr en móðir okkar náði að skapa andrúmsloft ótta og haturs í hans garð. Við vorum sex eða sjö í húsinu daginn sem hún minnist á í bréfinu. Við vorum öll í opnu rými og enginn, ekki faðir minn og systir, fóru afsíðis í einkaherbergi. Móðir mín var var úti að versla. Ég veit ekki hvort systir mín trúi því í raun að hún hafi verið misnotuð eða hvort hún sé að reyna að geðjast móður sinni. Að geðjast móður minni var mikill hvati því það var ömurlegt að gera henni á móti skapi,“ bætir Moses við. „Bróðir minn er dauður fyrir mér“ Dylan hefur svarað Moses og heldur því fram að það sem standi í bréfinu sé sannleikanum samkvæmt. „Þetta eru mikil svik við mig og alla fjölskylduna mína. Minningar mínar eru sannar og þær eru mínar og ég mun lifa með þær alla ævi. Móðir mín þjálfaði mig aldrei. Hún setti engar falskar minningar inní heilann á mér. Minningarnar mínar eru mínar. Ég man þetta. Henni brá þegar ég sagði henni frá þessu. Hún vonaðist til að ég hefði búið þetta til þegar ég sagði henni sögu mína. Hún settist niður með mér og spurði mig hvort ég væri að segja satt í einu átakanlegasta samtali sem ég hef átt. Hún sagði að pabbi hefði neitað þessu og ég sagði: „Hann lýgur.““ Dylan er í engu sambandi við Moses núna. „Ég vil ekki sjá fjölskyldu mína dregna niður í svaðið á þennan hátt. Ég get ekki verið þögul þegar fjölskylda mín þarf á mér að halda og ég mun ekki yfirgefa þau eins og Soon-Yi og Moses gerðu. Bróðir minn er dauður fyrir mér. Móðir mín er svo hugrökk og hún kenndi mér hvað það þýðir að vera sterkur og hugrakkur og segja sannleikann þó þessar svakalegu lygar séu á sveimi,“ segir Dylan. Dylan segir minningar sínar vera sínar. Ánægjulegir endurfundir við Woody Moses er fjölskylduráðgjafi í dag og segir líf sitt hafa orðið betra vegna þess að hann eyddi miklum tíma með Woody. „Ég held að systir mín sé að missa af miklu í lífinu því hún er ekki í sambandi við föður sinn sem hefur alltaf dáð hana. Það er mikilvægt að hún krefjist sjálfstæðis frá móður okkar og fari ekki í gegnum lífið með þá hugmynd að hún hafi verið misnotuð af föður mínum. Ég er mjög hamingjusamur að ég hafi tekið stjórnina og slitið sambandi við móður mína sem hefur leitt af sér ánægjulega endurfundi við föður minn,“ segir Moses.
Mál Woody Allen Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fékk veipeitrun Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Sjá meira