Kreditkortaupplýsingum stolið frá helmingi Suður-Kóreubúa Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. janúar 2014 13:30 Yfirmenn þriggja suður-kóreskra kreditkortafyrirtækja biðjast afsökunar og hneigja sig djúpt. Vísir/AP Tölvufræðingur, sem starfaði sem verktaki hjá suður-kóresku kortafyrirtæki, hefur frá árinu 2012 stolið kreditkortaupplýsingum frá um það bil helmingi íbúa Suður-Kóreu. Upplýsingarnar er hann sagður hafa selt lánafyrirtækjum. Upp um þetta komst í síðustu viku en í dag báðust yfirmenn þriggja stærstu kreditkortafyrirtækja Suður-Kóreu opinberlega afsökunar á blaðamannafundi. Verktakinn, sem vann við að þróa hugbúnað sem átti að koma í veg fyrir kreditkortasvindl, er talinn hafa stolið upplýsingum um 80 milljónir kreditkorta. Þetta gerði hann með því að afrita upplýsingarnar á USB-lykil. Verktakinn starfaði hjá fyrirtæki, sem heitir Korea Credit Bureau, en stal upplýsingunum frá kreditkortafyrirtækinu Lotte Card og tveimur bönkum, KB Financial Group og Nong-Hyup Bank, sem báðir gefa út kreditkort. Fjármálaeftirlitið í Suður-Kóreu segir að fyrirtækin þrjú muni standa straum af öllu fjártjóni, sem viðskiptavinir þeirra kunna að hafa orðið fyrir af völdum þjófnaðarins. Að sögn fjármálaeftirlitsins vissu fyrirtækin þrjú ekkert af þessu fyrr en rannsókn var hafin hjá saksóknara ríkisins. Yfirmenn fyrirtækjanna þriggja hafa nú heitið því að efla til muna öryggi þjónustu sinnar. Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tölvufræðingur, sem starfaði sem verktaki hjá suður-kóresku kortafyrirtæki, hefur frá árinu 2012 stolið kreditkortaupplýsingum frá um það bil helmingi íbúa Suður-Kóreu. Upplýsingarnar er hann sagður hafa selt lánafyrirtækjum. Upp um þetta komst í síðustu viku en í dag báðust yfirmenn þriggja stærstu kreditkortafyrirtækja Suður-Kóreu opinberlega afsökunar á blaðamannafundi. Verktakinn, sem vann við að þróa hugbúnað sem átti að koma í veg fyrir kreditkortasvindl, er talinn hafa stolið upplýsingum um 80 milljónir kreditkorta. Þetta gerði hann með því að afrita upplýsingarnar á USB-lykil. Verktakinn starfaði hjá fyrirtæki, sem heitir Korea Credit Bureau, en stal upplýsingunum frá kreditkortafyrirtækinu Lotte Card og tveimur bönkum, KB Financial Group og Nong-Hyup Bank, sem báðir gefa út kreditkort. Fjármálaeftirlitið í Suður-Kóreu segir að fyrirtækin þrjú muni standa straum af öllu fjártjóni, sem viðskiptavinir þeirra kunna að hafa orðið fyrir af völdum þjófnaðarins. Að sögn fjármálaeftirlitsins vissu fyrirtækin þrjú ekkert af þessu fyrr en rannsókn var hafin hjá saksóknara ríkisins. Yfirmenn fyrirtækjanna þriggja hafa nú heitið því að efla til muna öryggi þjónustu sinnar.
Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira