Ferrari kynnti nýja bílinn sinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2014 22:15 Alonso og Raikkonen við nýja bílinn. Mynd/Ferrari Fernando Alonso og Kimi Raikkonen voru að sjálfsögðu rauðklæddir þegar ítalski risinn Ferrari kynnti F14 T bílinn sem kapparnir munu notast við á tímabilinu sem senn fer í hönd. Bíllinn sem sá sextándi sem Ferrari smíðar til keppni í Formúlu 1 en hann hefur verið í hönnun undanfarin tvö ár. Kosning um nafn á bílinn fór fram á heimasíðu félagsins. Nýi bíllinn er með 1,6 lítra túrbó V6 vél og með nýtt nef í takt við breytingar á reglum keppninnar. McLaren kynnti einmitt nýjan bíl sinn í gær með öðruvísi útfærslu á nefinu. Nýju reglurnar miða að því að auka öryggi ökuþóra. Illa hefur gengið hjá Ferrari undanfarin ár. Alonso hefur mátt sætta sig við að hafna þrívegis í öðru sæti og einu sinni í fjórða sæti á árum sínum fjórum hjá Ferrari. Hann tók sæti Raikkonen árið 2010 en Finninn er nú mættur aftur í herbúðir ítalska félagsins.Hér má sjá myndband sem Ferrari sendi frá sér í tilefni dagsins. Það er skyggnst á bak við tjöldin í hönnunarferli nýja ökutækisins. Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fernando Alonso og Kimi Raikkonen voru að sjálfsögðu rauðklæddir þegar ítalski risinn Ferrari kynnti F14 T bílinn sem kapparnir munu notast við á tímabilinu sem senn fer í hönd. Bíllinn sem sá sextándi sem Ferrari smíðar til keppni í Formúlu 1 en hann hefur verið í hönnun undanfarin tvö ár. Kosning um nafn á bílinn fór fram á heimasíðu félagsins. Nýi bíllinn er með 1,6 lítra túrbó V6 vél og með nýtt nef í takt við breytingar á reglum keppninnar. McLaren kynnti einmitt nýjan bíl sinn í gær með öðruvísi útfærslu á nefinu. Nýju reglurnar miða að því að auka öryggi ökuþóra. Illa hefur gengið hjá Ferrari undanfarin ár. Alonso hefur mátt sætta sig við að hafna þrívegis í öðru sæti og einu sinni í fjórða sæti á árum sínum fjórum hjá Ferrari. Hann tók sæti Raikkonen árið 2010 en Finninn er nú mættur aftur í herbúðir ítalska félagsins.Hér má sjá myndband sem Ferrari sendi frá sér í tilefni dagsins. Það er skyggnst á bak við tjöldin í hönnunarferli nýja ökutækisins.
Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira