Óánægja með eyðsluþak í Formúlunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2014 10:45 Horner með þeim Sebastian Vettel og Mark Webber, ökuþórum Red Bull í fyrra. Vísir/Getty Christian Horner, einn forráðamanna Red Bull í Formúlu 1, hefur bæst í hóp þeirra sem setja spurningamerki við áætlanir forráðamanna mótaraðarinnar um að setja liðum fjárhagslegar skorður.Sam Michael hjá McLaren hefur einnig mótmælt þessum hugmyndum en miðað við umræður virðist sem að vilji sé til þess að kostnaður liðanna fari ekki yfir 200 milljónir dala hvert ár - um 23 milljarða króna. Forráðamenn liðanna eru þó sammála um að skera þurfi niður kostnað liðanna sem taka þátt í Formúlunni en þeir Horner og Michael eru sammála um að eyðsluþak sé ekki rétta leiðin. Red Bull, Ferrari og Mercedes eyða öll yfir 200 milljónum sterlingspunda ár hvert samkvæmt frétt BBC, um 38 milljörðum króna. Marussia og Catherham, sem náði lökustum árangri í fyrra, eru rekin fyrir minna en þriðjung þeirrar upphæðar. Horner vill aðra nálgun á að jafna leikinn - aðra en að þvinga stærstu liðin til að fara undir ákveðna upphæð í eyðslunni. 200 milljónir dala væru hvort eð er langt frá því sem minnstu keppnisliðin hefðu til umráða. „Það er þó algjör fásinna að halda því fram að við séum ósammála því að grípa þurfi til kostnaðarminnkandi aðgerða,“ sagði Horner við BBC. Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Christian Horner, einn forráðamanna Red Bull í Formúlu 1, hefur bæst í hóp þeirra sem setja spurningamerki við áætlanir forráðamanna mótaraðarinnar um að setja liðum fjárhagslegar skorður.Sam Michael hjá McLaren hefur einnig mótmælt þessum hugmyndum en miðað við umræður virðist sem að vilji sé til þess að kostnaður liðanna fari ekki yfir 200 milljónir dala hvert ár - um 23 milljarða króna. Forráðamenn liðanna eru þó sammála um að skera þurfi niður kostnað liðanna sem taka þátt í Formúlunni en þeir Horner og Michael eru sammála um að eyðsluþak sé ekki rétta leiðin. Red Bull, Ferrari og Mercedes eyða öll yfir 200 milljónum sterlingspunda ár hvert samkvæmt frétt BBC, um 38 milljörðum króna. Marussia og Catherham, sem náði lökustum árangri í fyrra, eru rekin fyrir minna en þriðjung þeirrar upphæðar. Horner vill aðra nálgun á að jafna leikinn - aðra en að þvinga stærstu liðin til að fara undir ákveðna upphæð í eyðslunni. 200 milljónir dala væru hvort eð er langt frá því sem minnstu keppnisliðin hefðu til umráða. „Það er þó algjör fásinna að halda því fram að við séum ósammála því að grípa þurfi til kostnaðarminnkandi aðgerða,“ sagði Horner við BBC.
Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira