Vettel vonast enn eftir Schumacher-kraftaverki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2014 23:30 Sebastian Vettel. Vísir/NordicPhotos/Getty Þjóðverjinn Sebastian Vettel var spurður út í skíðaslys landa síns Michael Schumacher á blaðamannafundi á Spáni í dag en heimsmeistarinn var þá að prufukeyra nýja Red Bull bílinn. „Ég var í sjokki yfir þessu eins og allir aðrir. Ég hef þekkt hann í langan tíma og hann er búinn að vera fyrirmyndin mín alla tíð. Ég kynntist honum enn betur þegar hann kom til baka og við töluðumst við reglulega," sagði Sebastian Vettel. Michael Schumacher er enn í dái og ástand hans er sagt vera stöðugt. Hann fékk mikið höfuðhögg þegar hann datt á skíðum í Frakklandi í lok síðasta árs. „Við vitum ekki enn í hvernig ástandi hann verður þegar hann vaknar sem er skelfilegt fyrir vini hans og ættingja. Ég er enn í sjokki yfir þessu en vonandi upplifum við kraftaverk og hann verður áfram sami maður og áður," sagði Sebastian Vettel. Sebastian Vettel viðurkenndi ennfremur að hann hafi ekki heimsótt Michael Schumacher á spítalann í Grenoble en að hugur hans sé hjá Schumi og fjölskyldu hans. Sebastian Vettel og Michael Schumacher.Vísir/NordicPhotos/Getty Sebastian Vettel og Michael Schumacher.Vísir/NordicPhotos/Getty Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel var spurður út í skíðaslys landa síns Michael Schumacher á blaðamannafundi á Spáni í dag en heimsmeistarinn var þá að prufukeyra nýja Red Bull bílinn. „Ég var í sjokki yfir þessu eins og allir aðrir. Ég hef þekkt hann í langan tíma og hann er búinn að vera fyrirmyndin mín alla tíð. Ég kynntist honum enn betur þegar hann kom til baka og við töluðumst við reglulega," sagði Sebastian Vettel. Michael Schumacher er enn í dái og ástand hans er sagt vera stöðugt. Hann fékk mikið höfuðhögg þegar hann datt á skíðum í Frakklandi í lok síðasta árs. „Við vitum ekki enn í hvernig ástandi hann verður þegar hann vaknar sem er skelfilegt fyrir vini hans og ættingja. Ég er enn í sjokki yfir þessu en vonandi upplifum við kraftaverk og hann verður áfram sami maður og áður," sagði Sebastian Vettel. Sebastian Vettel viðurkenndi ennfremur að hann hafi ekki heimsótt Michael Schumacher á spítalann í Grenoble en að hugur hans sé hjá Schumi og fjölskyldu hans. Sebastian Vettel og Michael Schumacher.Vísir/NordicPhotos/Getty Sebastian Vettel og Michael Schumacher.Vísir/NordicPhotos/Getty
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira