Lesendur Radio Times hafa valið tíu bestu tökustaði síðasta árs fyrir sjónvarpsseríur. Ísland trónir á toppnum vegna þess að sjónvarpsserían Game of Thrones var tekin upp að miklu leyti hér á landi.
Taka lesendur sérstaklega fram að mikilvægt sé að heimsækja Skaftafell og Höfðabrekkuheiði.
Aðrir staðir sem komast á blað eru Ítalía, New York og Sikiley.