Guinness á föstunni Úlfar Linnet skrifar 10. janúar 2014 16:24 Úlfar Linnet. Þegar nýtt ár hefur gengið í garð markar fyrsta líkamsræktarauglýsingin upphaf lengstu föstu nútíma Íslendinga. Í ár ákvað ég að taka þátt. Minnugur þess að hafa dæmt leðurhanska frá tengdaforeldrunum of litla á aðfangadag en dómurinn reyndist vera rangur og var seinna rakin til bjúgmyndunar. Ég hef verið nokkuð duglegur við að hreifa mig og slakað á í lystisemdunum en í dag eru 10 dagar liðnir og komin tími á að losa aðeins um. Gleðja sálina örlítið án þess að kvelja líkamann mikið. Í því samhengi hefur Guinness eiginleika sem koma á óvart. Þrátt fyrir að vera bragðmikill er bjórinn svo hitaeiningasnauður að hann er léttari en Lite. Í hverjum 100 ml af Guinness eru 27 kaloríur borið saman við 29 í venjulegum „lite“ bjórum. Guinnes er kolbikasvartur bjór með rjómakennda froðu. Sérstöðu froðunnar má rekja til þess að í honum er ekki aðeins kolsýra heldur einnig nitur. Þegar bjórnum er helt í glas sleppur allt nitrið út á örskotsstundu og myndar froðuna. Korn ristað á svipaðan máta og kaffibaunir leikur stórt hlutverk í Guinness. Það gefur honum dökkan lit og ilm sem einkennist af ristuðum tónum. Í bragði er ristin aftur í forgrunni og gefur bjórnum í samleik við sýru fyllt bragð. Ástæður þess að bjórinn er hitaeiningasnauðari en flestir bjórar má greina í bragðinu. Hann er mjög þurr (lítið sætur) sem gerir hann snarpan og ferskan. Til eru margar flökkusögur um Guinness. Ein segir að eitt glas af Guinness sé heil máltíð. Í ljósi þess að hvert glas inniheldur 135 kaloríur verður það að teljast ansi lítil máltíð. Svo eftir stendur spurningin, hversu marga Guinnes þarf í heila máltíð? Matur Úlfar Linnet Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Þegar nýtt ár hefur gengið í garð markar fyrsta líkamsræktarauglýsingin upphaf lengstu föstu nútíma Íslendinga. Í ár ákvað ég að taka þátt. Minnugur þess að hafa dæmt leðurhanska frá tengdaforeldrunum of litla á aðfangadag en dómurinn reyndist vera rangur og var seinna rakin til bjúgmyndunar. Ég hef verið nokkuð duglegur við að hreifa mig og slakað á í lystisemdunum en í dag eru 10 dagar liðnir og komin tími á að losa aðeins um. Gleðja sálina örlítið án þess að kvelja líkamann mikið. Í því samhengi hefur Guinness eiginleika sem koma á óvart. Þrátt fyrir að vera bragðmikill er bjórinn svo hitaeiningasnauður að hann er léttari en Lite. Í hverjum 100 ml af Guinness eru 27 kaloríur borið saman við 29 í venjulegum „lite“ bjórum. Guinnes er kolbikasvartur bjór með rjómakennda froðu. Sérstöðu froðunnar má rekja til þess að í honum er ekki aðeins kolsýra heldur einnig nitur. Þegar bjórnum er helt í glas sleppur allt nitrið út á örskotsstundu og myndar froðuna. Korn ristað á svipaðan máta og kaffibaunir leikur stórt hlutverk í Guinness. Það gefur honum dökkan lit og ilm sem einkennist af ristuðum tónum. Í bragði er ristin aftur í forgrunni og gefur bjórnum í samleik við sýru fyllt bragð. Ástæður þess að bjórinn er hitaeiningasnauðari en flestir bjórar má greina í bragðinu. Hann er mjög þurr (lítið sætur) sem gerir hann snarpan og ferskan. Til eru margar flökkusögur um Guinness. Ein segir að eitt glas af Guinness sé heil máltíð. Í ljósi þess að hvert glas inniheldur 135 kaloríur verður það að teljast ansi lítil máltíð. Svo eftir stendur spurningin, hversu marga Guinnes þarf í heila máltíð?
Matur Úlfar Linnet Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira