Ásgeir kemur fram á Ebba-verðlaununum Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. janúar 2014 11:30 Ásgeir kemur fram á Ebba-verðlaunahátíðinni í dag. Fréttablaðið/Vilhelm Ebba-verðlaunin fara fram síðar í dag við hátíðlega athöfn í Groningen í Hollandi. Þar koma fram sigurvegarar hátíðarinnar og á meðal þeirra er okkur maður, Ásgeir Trausti. Aðrir sem koma fram eru Kodaline, Jacco Gardner, GuGabriel, Nico & Vinz, Lukas Graham og Maria Mena. Þá mun fyrrum sigurvegari hátíðarinnar Caro Emerald einnig stíga á stokk.Kynnir verður breski sjónvarpsmaðurinn Jools Holland. Verðlaunin eru veitt því tónlistarfólki sem þykir hafa náð framúrskarandi árangri með tónlist sinni út yfir landamæri heimalandsins. Sigurvegararnir eru valdir annars vegar af markaðsgreiningarfyrirtækinu Nielsen Music Control á grundvelli tónlistarsölu og útvarpsspilunar og hins vegar með atkvæðagreiðslu innan Samtaka evrópskra útvarpsstöðva (EBU) og tengslanets evrópskra tónlistarhátíða. Verðlaunin eru nú haldin í ellefta sinn og er þetta einungis í annað sinn sem íslensku tónlistarfólki hlotnast þessi heiður en í fyrra hlaut hljómsveitin Of Monsters and Men verðlaunin. Á meðal annarra sem hafa hlotið þessi verðlaun eru Adele, Lykke Li, Mumford & Sons, Damien Rice, C2C og Katie Melua.Hér fyrir neðan mun svo hefjast bein útsending frá hátíðinni en hún hefst klukkan 17.00 á íslenskum tíma. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Ebba-verðlaunin fara fram síðar í dag við hátíðlega athöfn í Groningen í Hollandi. Þar koma fram sigurvegarar hátíðarinnar og á meðal þeirra er okkur maður, Ásgeir Trausti. Aðrir sem koma fram eru Kodaline, Jacco Gardner, GuGabriel, Nico & Vinz, Lukas Graham og Maria Mena. Þá mun fyrrum sigurvegari hátíðarinnar Caro Emerald einnig stíga á stokk.Kynnir verður breski sjónvarpsmaðurinn Jools Holland. Verðlaunin eru veitt því tónlistarfólki sem þykir hafa náð framúrskarandi árangri með tónlist sinni út yfir landamæri heimalandsins. Sigurvegararnir eru valdir annars vegar af markaðsgreiningarfyrirtækinu Nielsen Music Control á grundvelli tónlistarsölu og útvarpsspilunar og hins vegar með atkvæðagreiðslu innan Samtaka evrópskra útvarpsstöðva (EBU) og tengslanets evrópskra tónlistarhátíða. Verðlaunin eru nú haldin í ellefta sinn og er þetta einungis í annað sinn sem íslensku tónlistarfólki hlotnast þessi heiður en í fyrra hlaut hljómsveitin Of Monsters and Men verðlaunin. Á meðal annarra sem hafa hlotið þessi verðlaun eru Adele, Lykke Li, Mumford & Sons, Damien Rice, C2C og Katie Melua.Hér fyrir neðan mun svo hefjast bein útsending frá hátíðinni en hún hefst klukkan 17.00 á íslenskum tíma.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira