Snapchat í stríði við Facebook Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2014 14:35 Evan Spiegel, annar stofnenda Snapchat. Mynd/AP Evan Spiegel og Bobby Murphy stofnendur forritsins Snapchat, höfnuðu þriggja milljarða dala tilboði frá Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, í forritið á síðasta ári. Tilboðið þykir hátt fyrir forrit með enga tekjulind og jafnframt engar áætlanir um að öðlast tekjur. Farið er yfir sögu Snapchat og ástæðu þess að Spiegel hafnaði tilboðinu frá Zuckerberg á vef tímaritsins Forbes. Zuckerberg sendi Spiegel tölvupóst og bað hann um að koma og hitta sig. Svarið sem hann fékk var þó á þann veg að Spiegel væri alveg til í að hitta hann. Zuckerberg þyrfti þó sjálfur að koma til Spiegel. Á fundi þeirra sagði Zuckerberg að forritið Poke væri að koma á markað eftir nokkra daga. Spiegel segir blaðamanni Forbes að í raun hafi Zuckerberg verið að segjast ætla að kremja Snapchat. Það fyrsta sem Spiegel og Bobby Murphy samstofnandi Snapchat gerðu þegar þeir komu upp á skrifstofu eftir fundinn var að kaupa eitt eintak af bókinni The Art of War eftir Sun Tzu handa öllum sex starfsmönnum sínum. Forbes segir Snapchat vera helstu ógn Facebook, því unglingar hafi áttað sig á að það sem sett er á samfélagsmiðla verði þar að eilífu og séu farnir að snúa sér í meira mæli að Snapchat forritinu. Þar hverfa myndir og myndbönd eftir ákveðinn sekúndufjölda. Þrátt fyrir það er þó mjög auðvelt að sækja sér annað forrit sem vistar öll skilaboð á Snapchat í síma. Forrit Facebook, Poke, stóðst þó ekki væntingar og er lítið notað. Þá bauð Mark Zuckerbeg þrjá milljarða í Snapchat. Blaðamaður Forbes telur helsta áhrifavald ákvörðunar þeirra Spiegel og Murphy að hafna boðinu vera bókina sem allir starfsmenn fyrirtækisins lásu. Í sjötta kafla The Art of War, segir að ráðast eigi á óvininn, þegar og þar sem hann sýnir veikleika. Með tilboðinu sýndi Mark Zuckerberg veikleika og Spiegel og Murphu vildu ekki fórna mögulegum langtímahagnaði fyrir skjótan gróða. Frekar er hægt að lesa um söguna hér. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Evan Spiegel og Bobby Murphy stofnendur forritsins Snapchat, höfnuðu þriggja milljarða dala tilboði frá Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, í forritið á síðasta ári. Tilboðið þykir hátt fyrir forrit með enga tekjulind og jafnframt engar áætlanir um að öðlast tekjur. Farið er yfir sögu Snapchat og ástæðu þess að Spiegel hafnaði tilboðinu frá Zuckerberg á vef tímaritsins Forbes. Zuckerberg sendi Spiegel tölvupóst og bað hann um að koma og hitta sig. Svarið sem hann fékk var þó á þann veg að Spiegel væri alveg til í að hitta hann. Zuckerberg þyrfti þó sjálfur að koma til Spiegel. Á fundi þeirra sagði Zuckerberg að forritið Poke væri að koma á markað eftir nokkra daga. Spiegel segir blaðamanni Forbes að í raun hafi Zuckerberg verið að segjast ætla að kremja Snapchat. Það fyrsta sem Spiegel og Bobby Murphy samstofnandi Snapchat gerðu þegar þeir komu upp á skrifstofu eftir fundinn var að kaupa eitt eintak af bókinni The Art of War eftir Sun Tzu handa öllum sex starfsmönnum sínum. Forbes segir Snapchat vera helstu ógn Facebook, því unglingar hafi áttað sig á að það sem sett er á samfélagsmiðla verði þar að eilífu og séu farnir að snúa sér í meira mæli að Snapchat forritinu. Þar hverfa myndir og myndbönd eftir ákveðinn sekúndufjölda. Þrátt fyrir það er þó mjög auðvelt að sækja sér annað forrit sem vistar öll skilaboð á Snapchat í síma. Forrit Facebook, Poke, stóðst þó ekki væntingar og er lítið notað. Þá bauð Mark Zuckerbeg þrjá milljarða í Snapchat. Blaðamaður Forbes telur helsta áhrifavald ákvörðunar þeirra Spiegel og Murphy að hafna boðinu vera bókina sem allir starfsmenn fyrirtækisins lásu. Í sjötta kafla The Art of War, segir að ráðast eigi á óvininn, þegar og þar sem hann sýnir veikleika. Með tilboðinu sýndi Mark Zuckerberg veikleika og Spiegel og Murphu vildu ekki fórna mögulegum langtímahagnaði fyrir skjótan gróða. Frekar er hægt að lesa um söguna hér.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira