Audi seldi meira en Benz Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2014 15:15 Q-lína Audi seldist vel á síðasta ári. Þýska lúxusbílasmiðnum Audi gekk vel á síðasta ári og seldi 8,3% fleiri bíla en árið áður. Heildarsalan var 1,57 milljón bílar, sem er meira en Mercedes Benz seldi á árinu. Audi setti sér það markmið fyrir nokkrum árum að ná 1,5 milljón bíla sölu árið 2015, en náði því og gott betur tveimur árum fyrr. Markmiðið er reyndar að selja 2 milljónir bíla á ári þegar 2020 gengur í garð. Stærstan hluta í þessari góðu sölu Audi eiga A3 bíllinn og öll Q-línan. Söluaukningin í Q jepplinga- og jeppalínu Audi á árinu nam 23,8%, en 18,6% í A3, sem seldist í 202.300 eintökum, en Q-línan í heild í 438.400 eintökum. Gengi Audi var æði misjafnt milli landa og víða í Evrópu var salan minni en 2012. Í Þýskalandi féll salan um 5%, 8% í Frakklandi, 6% á ítalíu og 3% á Spáni. Hinsvegar óx hún um 15% í Bretlandi og 8% í Rússlandi, en salan í Evrópu í heild féll um 0,9%. Það gekk gríðarvel á ýmsum öðrum mörkuðum. Í Bandaríkjunum óx salan um 13,5%, 23,5% í Mexíkó, 21,2% í Kína, 20,2% í Japan, 32,7% í S-Kóreu og 11,1% í Indlandi. Salan í Kína skiptir Audi gríðarmiklu máli því fast að þriðjungur allra Audi bíla seljast þar og nam salan þar í fyrra 491.989 bílum. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent
Þýska lúxusbílasmiðnum Audi gekk vel á síðasta ári og seldi 8,3% fleiri bíla en árið áður. Heildarsalan var 1,57 milljón bílar, sem er meira en Mercedes Benz seldi á árinu. Audi setti sér það markmið fyrir nokkrum árum að ná 1,5 milljón bíla sölu árið 2015, en náði því og gott betur tveimur árum fyrr. Markmiðið er reyndar að selja 2 milljónir bíla á ári þegar 2020 gengur í garð. Stærstan hluta í þessari góðu sölu Audi eiga A3 bíllinn og öll Q-línan. Söluaukningin í Q jepplinga- og jeppalínu Audi á árinu nam 23,8%, en 18,6% í A3, sem seldist í 202.300 eintökum, en Q-línan í heild í 438.400 eintökum. Gengi Audi var æði misjafnt milli landa og víða í Evrópu var salan minni en 2012. Í Þýskalandi féll salan um 5%, 8% í Frakklandi, 6% á ítalíu og 3% á Spáni. Hinsvegar óx hún um 15% í Bretlandi og 8% í Rússlandi, en salan í Evrópu í heild féll um 0,9%. Það gekk gríðarvel á ýmsum öðrum mörkuðum. Í Bandaríkjunum óx salan um 13,5%, 23,5% í Mexíkó, 21,2% í Kína, 20,2% í Japan, 32,7% í S-Kóreu og 11,1% í Indlandi. Salan í Kína skiptir Audi gríðarmiklu máli því fast að þriðjungur allra Audi bíla seljast þar og nam salan þar í fyrra 491.989 bílum.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent