Opnar Gallerí Gest jafnvel í jógatíma Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. janúar 2014 14:00 "Þeir listamenn sem eru vanir að vinna í stór form verða að gjöra svo vel að skala sig niður,“ segir Magnús sem hér sýnir verk G.ERLU. Fréttablaðið/GVA „Heimspeki gallerísins er sú að sýna reglulega list eftir breska og íslenska listamenn og síðan galleríið var opnað fyrir tveimur árum hafa um 30 sýningar verið í því. Flestar úti á Bretlandi. Þetta er hobbí hjá mér, meðfram fyrirlestrum, kennslu og umfjöllun um myndlist,“ segir Magnús Gestsson, doktor í safnafræði, um farandgallerí sitt, Gallerí Gest, sem rúmast í silfurlitri tösku. Alltaf er ný sýning opnuð á fjögurra vikna fresti og þá eru listamennirnir viðstaddir. „Nokkrar sýningar hafa verið opnaðar á veitingastaðnum Babalú á Skólavörðustíg,“ segir Magnús sem auglýsir aldrei heldur hefur viðburðinn óvæntan fyrir þá sem eru viðstaddir hverju sinni. Hann segir nóg framboð af listamönnum sem vilja sýna. „Þeir listamenn sem eru vanir að vinna í stór form verða að gjöra svo vel að skala sig niður, hugsa upp á nýtt og gera eitthvað sem rúmast í þessari tösku,“ lýsir hann. Magnús kveðst hafa verið í doktorsnámi í safnafræði í Leicester í fleiri ár og langað að gera eitthvað skemmtilegt þegar hann væri búinn. „Silfurlita taskan var á heimilinu að flækjast fyrir fótum manna og dýra en haustið 2011 fékk ég hugmyndina um að breyta henni í farandgallerí,“ upplýsir hann. „Það var í kringum afmæli föður míns og ég ákvað að nefna það Gest í höfuðið á honum. Mér fannst nafnið þýðast svo glæsilega yfir á ensku, Gallery Guest.“ Magnús býr í Leicester en hefur verið við kennslu í listfræði í Háskóla Íslands í haust. Hann segir Gallerí Gesti hafa verið vel tekið bæði ytra og hér á landi. „Fólki finnst þetta sniðugt. Ég opna galleríið hvenær sem er og hvar sem er, í búðum, á veitingastöðum, í partíum, á fundum og alls staðar. Ég hef meira að segja tekið það með mér í jóga. Þetta er eiginlega gjörningur í hvert sinn,“ segir hann glaðlega. „Listin á það skilið að vera sem víðast og sjást sem oftast.“ Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Heimspeki gallerísins er sú að sýna reglulega list eftir breska og íslenska listamenn og síðan galleríið var opnað fyrir tveimur árum hafa um 30 sýningar verið í því. Flestar úti á Bretlandi. Þetta er hobbí hjá mér, meðfram fyrirlestrum, kennslu og umfjöllun um myndlist,“ segir Magnús Gestsson, doktor í safnafræði, um farandgallerí sitt, Gallerí Gest, sem rúmast í silfurlitri tösku. Alltaf er ný sýning opnuð á fjögurra vikna fresti og þá eru listamennirnir viðstaddir. „Nokkrar sýningar hafa verið opnaðar á veitingastaðnum Babalú á Skólavörðustíg,“ segir Magnús sem auglýsir aldrei heldur hefur viðburðinn óvæntan fyrir þá sem eru viðstaddir hverju sinni. Hann segir nóg framboð af listamönnum sem vilja sýna. „Þeir listamenn sem eru vanir að vinna í stór form verða að gjöra svo vel að skala sig niður, hugsa upp á nýtt og gera eitthvað sem rúmast í þessari tösku,“ lýsir hann. Magnús kveðst hafa verið í doktorsnámi í safnafræði í Leicester í fleiri ár og langað að gera eitthvað skemmtilegt þegar hann væri búinn. „Silfurlita taskan var á heimilinu að flækjast fyrir fótum manna og dýra en haustið 2011 fékk ég hugmyndina um að breyta henni í farandgallerí,“ upplýsir hann. „Það var í kringum afmæli föður míns og ég ákvað að nefna það Gest í höfuðið á honum. Mér fannst nafnið þýðast svo glæsilega yfir á ensku, Gallery Guest.“ Magnús býr í Leicester en hefur verið við kennslu í listfræði í Háskóla Íslands í haust. Hann segir Gallerí Gesti hafa verið vel tekið bæði ytra og hér á landi. „Fólki finnst þetta sniðugt. Ég opna galleríið hvenær sem er og hvar sem er, í búðum, á veitingastöðum, í partíum, á fundum og alls staðar. Ég hef meira að segja tekið það með mér í jóga. Þetta er eiginlega gjörningur í hvert sinn,“ segir hann glaðlega. „Listin á það skilið að vera sem víðast og sjást sem oftast.“
Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira