Opnar Gallerí Gest jafnvel í jógatíma Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. janúar 2014 14:00 "Þeir listamenn sem eru vanir að vinna í stór form verða að gjöra svo vel að skala sig niður,“ segir Magnús sem hér sýnir verk G.ERLU. Fréttablaðið/GVA „Heimspeki gallerísins er sú að sýna reglulega list eftir breska og íslenska listamenn og síðan galleríið var opnað fyrir tveimur árum hafa um 30 sýningar verið í því. Flestar úti á Bretlandi. Þetta er hobbí hjá mér, meðfram fyrirlestrum, kennslu og umfjöllun um myndlist,“ segir Magnús Gestsson, doktor í safnafræði, um farandgallerí sitt, Gallerí Gest, sem rúmast í silfurlitri tösku. Alltaf er ný sýning opnuð á fjögurra vikna fresti og þá eru listamennirnir viðstaddir. „Nokkrar sýningar hafa verið opnaðar á veitingastaðnum Babalú á Skólavörðustíg,“ segir Magnús sem auglýsir aldrei heldur hefur viðburðinn óvæntan fyrir þá sem eru viðstaddir hverju sinni. Hann segir nóg framboð af listamönnum sem vilja sýna. „Þeir listamenn sem eru vanir að vinna í stór form verða að gjöra svo vel að skala sig niður, hugsa upp á nýtt og gera eitthvað sem rúmast í þessari tösku,“ lýsir hann. Magnús kveðst hafa verið í doktorsnámi í safnafræði í Leicester í fleiri ár og langað að gera eitthvað skemmtilegt þegar hann væri búinn. „Silfurlita taskan var á heimilinu að flækjast fyrir fótum manna og dýra en haustið 2011 fékk ég hugmyndina um að breyta henni í farandgallerí,“ upplýsir hann. „Það var í kringum afmæli föður míns og ég ákvað að nefna það Gest í höfuðið á honum. Mér fannst nafnið þýðast svo glæsilega yfir á ensku, Gallery Guest.“ Magnús býr í Leicester en hefur verið við kennslu í listfræði í Háskóla Íslands í haust. Hann segir Gallerí Gesti hafa verið vel tekið bæði ytra og hér á landi. „Fólki finnst þetta sniðugt. Ég opna galleríið hvenær sem er og hvar sem er, í búðum, á veitingastöðum, í partíum, á fundum og alls staðar. Ég hef meira að segja tekið það með mér í jóga. Þetta er eiginlega gjörningur í hvert sinn,“ segir hann glaðlega. „Listin á það skilið að vera sem víðast og sjást sem oftast.“ Menning Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira
„Heimspeki gallerísins er sú að sýna reglulega list eftir breska og íslenska listamenn og síðan galleríið var opnað fyrir tveimur árum hafa um 30 sýningar verið í því. Flestar úti á Bretlandi. Þetta er hobbí hjá mér, meðfram fyrirlestrum, kennslu og umfjöllun um myndlist,“ segir Magnús Gestsson, doktor í safnafræði, um farandgallerí sitt, Gallerí Gest, sem rúmast í silfurlitri tösku. Alltaf er ný sýning opnuð á fjögurra vikna fresti og þá eru listamennirnir viðstaddir. „Nokkrar sýningar hafa verið opnaðar á veitingastaðnum Babalú á Skólavörðustíg,“ segir Magnús sem auglýsir aldrei heldur hefur viðburðinn óvæntan fyrir þá sem eru viðstaddir hverju sinni. Hann segir nóg framboð af listamönnum sem vilja sýna. „Þeir listamenn sem eru vanir að vinna í stór form verða að gjöra svo vel að skala sig niður, hugsa upp á nýtt og gera eitthvað sem rúmast í þessari tösku,“ lýsir hann. Magnús kveðst hafa verið í doktorsnámi í safnafræði í Leicester í fleiri ár og langað að gera eitthvað skemmtilegt þegar hann væri búinn. „Silfurlita taskan var á heimilinu að flækjast fyrir fótum manna og dýra en haustið 2011 fékk ég hugmyndina um að breyta henni í farandgallerí,“ upplýsir hann. „Það var í kringum afmæli föður míns og ég ákvað að nefna það Gest í höfuðið á honum. Mér fannst nafnið þýðast svo glæsilega yfir á ensku, Gallery Guest.“ Magnús býr í Leicester en hefur verið við kennslu í listfræði í Háskóla Íslands í haust. Hann segir Gallerí Gesti hafa verið vel tekið bæði ytra og hér á landi. „Fólki finnst þetta sniðugt. Ég opna galleríið hvenær sem er og hvar sem er, í búðum, á veitingastöðum, í partíum, á fundum og alls staðar. Ég hef meira að segja tekið það með mér í jóga. Þetta er eiginlega gjörningur í hvert sinn,“ segir hann glaðlega. „Listin á það skilið að vera sem víðast og sjást sem oftast.“
Menning Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira