Jeppi gæti alveg verið sósaður rokkari Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2013 12:00 Benedikt og Ingvar E. fara yfir textann á sviði Borgarleikhússins í gær. Fréttablaðið/GVA Borgarleikhúsið kynnir verkefni nýs leikárs í dag í litríku blaði. Jeppi á Fjalli verður fyrsta frumsýning haustsins. Þar er leikrit frá átjándu öld fært í nýjan búning eins og Benedikt Erlingsson leikstjóri lýsir. Jeppi er drykkjumaður en hann hefur líka góðar ástæður til að drekka! Hann er kúgaður kotbóndi, arðrændur og smáður, auk þess sem konan hans heldur fram hjá honum. Þannig hefst kynningin á Jeppa á Fjalli í nýjum bæklingi Borgarleikhússins. Jeppi er sem sagt maður en ekki bíll, enda var leikritið skrifað löngu áður en bílar komu til sögunnar og fyrst sett upp árið 1722. Höfundurinn er hinn danski Ludvig Holberg (1684-1754).Bragarháttur á þýðingunni Jeppi á Fjalli verður fyrsta frumsýning Borgarleikhússins á nýju leikári, áformuð í byrjun október, að sögn Benedikts. Hann segir um alveg nýja útgáfu á leikritinu að ræða, með tónlist og textum eftir Megas og Braga Valdimar Skúlason. „Þannig hefur orðið til ansi skemmtilegt leikrit með söngvum. Eða kannski frekar tónleikar með leiknum atriðum,“ segir hann. Bragi Valdimar hefur gert nýja þýðingu á verkinu. „Það er svona Braga(r)háttur á því,“ segir Benedikt og tekur líka fram að listamaðurinn Grétar Reynisson geri leikmyndina.Er þetta þá allt annað verk en hér var sett upp á 6. áratugunum í Þjóðleikhúsinu og síðar hjá ýmsum áhugaleikfélögum? „Gamli Jeppi fær að lifa góðu lífi,“ fullyrðir Benedikt. „En Jeppi gæti alveg verið svolítið sósaður rokkari. Hann er náttúrlega stjórnlaus fíkill og svo býr hann í ranglátum heimi og syngur um það, eins og rokkarar gera.“Fyrsti alki bókmenntanna Verk Holbergs er að sjálfsögðu grunnurinn, að sögn Benedikts. „Holberg er að meika það í Kaupmannahöfn sem rithöfundur og leikskáld um það bil á þeim tíma sem kviknar í Kaupmannahöfn og handritin okkar brenna. Það er stundum sagt að verk hans séu upphaf danskra bókmennta og þau verða til um það leyti sem okkar bókmenntir eru að brenna í safninu hans Árna. Þannig að ég tek upp þráðinn þar sem ég skildi við hann í Íslandsklukkunni.“ Benedikt segir fíkn alkóhólistans hvergi betur lýst í bókmenntasögunni en í Jeppa á Fjalli. „Jeppi er fyrsti frægi alki bókmenntasögunnar en hann er líka að berjast við óréttlætið. Hann verður fórnarlamb barónsins sem snýr upp á veröld hans og dómskerfið verður að leikriti. Þarna er ótrúlega margt sem á sér samsvörun í nútímanum,“ segir hann. „Það er svo gaman að láta gömul leikrit segja sér eitthvað nýtt og satt um eigin tíma.“Ingvar með nikkuna Ingvar E. Sigurðsson er í titilhlutverkinu. Hann syngur og spilar á harmóníku, að sögn Benedikts. „Það er eins og ég segi, þetta eru tónleikar. Bergþór Pálsson söngvari er baróninn og hún Ilmur Kristjánsdóttir er þarna kasólétt meðvirk eiginkona, aðstandandi alkóhólista og engin Al-Anon-samtök komin til sögunnar. Hún lemur Jeppa sinn áfram, brjáluð með vöndinn.“ Margir fleiri listamenn koma við sögu sýningarinnar sem verður spennandi að sjá. „Við setjum þetta á 3. október þótt annað standi í bæklingnum,“ segir Benedikt. „Þetta verk er leikið á hverju ári einhvers staðar á Norðurlöndunum en okkar uppsetning er íslensk 2013 útgáfa.“ Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Borgarleikhúsið kynnir verkefni nýs leikárs í dag í litríku blaði. Jeppi á Fjalli verður fyrsta frumsýning haustsins. Þar er leikrit frá átjándu öld fært í nýjan búning eins og Benedikt Erlingsson leikstjóri lýsir. Jeppi er drykkjumaður en hann hefur líka góðar ástæður til að drekka! Hann er kúgaður kotbóndi, arðrændur og smáður, auk þess sem konan hans heldur fram hjá honum. Þannig hefst kynningin á Jeppa á Fjalli í nýjum bæklingi Borgarleikhússins. Jeppi er sem sagt maður en ekki bíll, enda var leikritið skrifað löngu áður en bílar komu til sögunnar og fyrst sett upp árið 1722. Höfundurinn er hinn danski Ludvig Holberg (1684-1754).Bragarháttur á þýðingunni Jeppi á Fjalli verður fyrsta frumsýning Borgarleikhússins á nýju leikári, áformuð í byrjun október, að sögn Benedikts. Hann segir um alveg nýja útgáfu á leikritinu að ræða, með tónlist og textum eftir Megas og Braga Valdimar Skúlason. „Þannig hefur orðið til ansi skemmtilegt leikrit með söngvum. Eða kannski frekar tónleikar með leiknum atriðum,“ segir hann. Bragi Valdimar hefur gert nýja þýðingu á verkinu. „Það er svona Braga(r)háttur á því,“ segir Benedikt og tekur líka fram að listamaðurinn Grétar Reynisson geri leikmyndina.Er þetta þá allt annað verk en hér var sett upp á 6. áratugunum í Þjóðleikhúsinu og síðar hjá ýmsum áhugaleikfélögum? „Gamli Jeppi fær að lifa góðu lífi,“ fullyrðir Benedikt. „En Jeppi gæti alveg verið svolítið sósaður rokkari. Hann er náttúrlega stjórnlaus fíkill og svo býr hann í ranglátum heimi og syngur um það, eins og rokkarar gera.“Fyrsti alki bókmenntanna Verk Holbergs er að sjálfsögðu grunnurinn, að sögn Benedikts. „Holberg er að meika það í Kaupmannahöfn sem rithöfundur og leikskáld um það bil á þeim tíma sem kviknar í Kaupmannahöfn og handritin okkar brenna. Það er stundum sagt að verk hans séu upphaf danskra bókmennta og þau verða til um það leyti sem okkar bókmenntir eru að brenna í safninu hans Árna. Þannig að ég tek upp þráðinn þar sem ég skildi við hann í Íslandsklukkunni.“ Benedikt segir fíkn alkóhólistans hvergi betur lýst í bókmenntasögunni en í Jeppa á Fjalli. „Jeppi er fyrsti frægi alki bókmenntasögunnar en hann er líka að berjast við óréttlætið. Hann verður fórnarlamb barónsins sem snýr upp á veröld hans og dómskerfið verður að leikriti. Þarna er ótrúlega margt sem á sér samsvörun í nútímanum,“ segir hann. „Það er svo gaman að láta gömul leikrit segja sér eitthvað nýtt og satt um eigin tíma.“Ingvar með nikkuna Ingvar E. Sigurðsson er í titilhlutverkinu. Hann syngur og spilar á harmóníku, að sögn Benedikts. „Það er eins og ég segi, þetta eru tónleikar. Bergþór Pálsson söngvari er baróninn og hún Ilmur Kristjánsdóttir er þarna kasólétt meðvirk eiginkona, aðstandandi alkóhólista og engin Al-Anon-samtök komin til sögunnar. Hún lemur Jeppa sinn áfram, brjáluð með vöndinn.“ Margir fleiri listamenn koma við sögu sýningarinnar sem verður spennandi að sjá. „Við setjum þetta á 3. október þótt annað standi í bæklingnum,“ segir Benedikt. „Þetta verk er leikið á hverju ári einhvers staðar á Norðurlöndunum en okkar uppsetning er íslensk 2013 útgáfa.“
Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira