Matur

Jólaköku gotterí fyrir alla fjölskylduna

Marín Manda skrifar
Jólatrén er girnileg að narta í.
Jólatrén er girnileg að narta í.

 Á gotteri.is er að finna einfalda og litríka uppskrift af Rice Krispies jólatrjám og stjörnum fyrir gotterísdaga. Hjá Gotterí og Gersemum er einnig 3 fyrir 2 tilboð á gjafabréfum á köku námskeið fram til 24. desember.

Jólatré

3 msk smjör

1 poki sykurupúðar (um 40 stk)

6 bollar Rice Krispies

Grænn matarlitur

Skraut

Hvítt súkkulaði (um 100-150gr)

Kökuskraut að eigin vali/nammi

Íspinnaprik





Annað sem þarf

Bökunarpappír

Matarolía/sprey

Pikarkökumót (jólatré)





  • Bræðið smjör í stórum potti við lágan hita. 
  • Bætið sykurpúðunum útí og hrærið þar til þeir hafa bráðnað alveg saman við smjörið.
  • Setjið nokkra dropa af grænum matarlit í blönduna og hrærið vel, bætið við eftir því hversu dökk þið viljið hafa trén.
  • Bætið Rice Krispies útí, einum bolla í einu og hrærið vel.
  • Setjið bökunarpappír á plötu/bakka og hellið blöndunni þar á.
  • Spreyið/berið matarolíu á sleif og dreifið úr blöndunni á bökunarpappírnum. Notið þykktina á piparkökumótinu ykkar til á áætla þykktina (betra að hafa aðeins þykkari en þynnri til að koma prikinu í)
  • Þegar þykktin er um það bil sú sama er gott að leggja bökunarpappír ofaná blönduna og pressa létt með stórri bók til að trén muni verða sem sléttust þegar stungið er út.
  • Kælið, berið matarolíu á piparkökumótið (svo það klístrist ekki við) og stingið síðan út eins mörg jólatré og þið getið og stingið pinnanum svo í sé þess óskað.
  • Bræðið hvítt súkkulaði (má líka vera flórsykursblanda/icing), klippið lítið gat á zip-lock poka (eða notið brúsa með litlu gati/kökuskreytingarpoka m.stút) og skreytið að vild. 
  • Munið að setja kökuskrautið á hvert tré jafnóðum því súkklaðið harðnar fljótt.

Skraut

Hvítt súkkulaði (um 100-150gr)

Annað sem þarf

Bökunarpappír

Matarolía/sprey

Pikarkökumót (stjörnur)





  • Bræðið smjörlíki, súkkulaði og sýróp í stórum potti við lágan hita. 
  • Þegar allt hefur bráðnað saman er gott að hækka hitann og leyfa blöndunni að „sjóða“ í um 1-2 mínútur því þá festist hún betur saman þegar hún kólnar.
  • Bætið Rice Krispies útí blönduna, um einum bolla í einu og alls ekki of mikið því þá festist blandan ver saman.
  • Notið sömu aðferð við að móta þykktina og við gerð jólatrjánna.
  • Kælið og skerið út í stjörnur og notist við sömu tækni við að skreyta og gert er við jólatrén nema hér er ekki sett kökuskraut (nema þið óskið þess að sjálfsögðu). Nánar um uppskriftirnar á gotteri.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.