Fjölskyldan með 70 manna gospelkór bak við sig Gunnar Leó Pálsson skrifar 20. desember 2013 10:45 Regína Ósk Óskarsdóttir kemur fram ásamt fjölskyldu sinni í kvöld. fréttablaðið/vilhelm „Við fjölskyldan syngjum öll saman og verðum með sjötíu manna kór á bak við okkur,“ segir tónlistarkonan Regína Ósk Óskarsdóttir sem stendur fyrir jólatónleikum í kvöld í Lindakirkju. Þetta er í fimmta skiptið sem tónleikarnir fara fram í hverfiskirkju fjölskyldunnar og hafa þeir stækkað að umfangi frá ári til árs. „Ég var nýbúin að eignast barn árið 2009 og langaði til að gera eitthvað jólalegt, þannig að þetta byrjaði sem hálfgert fjölskylduverkefni,“ segir Regína Ósk. Eiginmaður hennar, Svenni Þór, leikur á gítar, slagverk og syngur á tónleikunum og þá munu dæturnar tvær Aníta Daðadóttir ellefu ára og Aldís María Sigursveinsdóttir fjögurra ára syngja. Ásamt fjölskyldunni koma fram bæði gospelkór og unglingagospel kór Lindakirkju undir leiðsögn Óskars Einarssonar. Kristján Grétarsson leikur á gítar og þá mun stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason koma fram sem sérstakur heiðursgestur. „Ég gaf út jólaplötuna Um gleðileg jól og við flytjum lög af henni, ásamt því að syngja jólalög úr öllum áttum sem flestir ættu að kannast við.“ Miðasala á tónleikana fer fram á midi.is en einnig er hægt að fá aðgöngumiða við innganginn. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00. Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við fjölskyldan syngjum öll saman og verðum með sjötíu manna kór á bak við okkur,“ segir tónlistarkonan Regína Ósk Óskarsdóttir sem stendur fyrir jólatónleikum í kvöld í Lindakirkju. Þetta er í fimmta skiptið sem tónleikarnir fara fram í hverfiskirkju fjölskyldunnar og hafa þeir stækkað að umfangi frá ári til árs. „Ég var nýbúin að eignast barn árið 2009 og langaði til að gera eitthvað jólalegt, þannig að þetta byrjaði sem hálfgert fjölskylduverkefni,“ segir Regína Ósk. Eiginmaður hennar, Svenni Þór, leikur á gítar, slagverk og syngur á tónleikunum og þá munu dæturnar tvær Aníta Daðadóttir ellefu ára og Aldís María Sigursveinsdóttir fjögurra ára syngja. Ásamt fjölskyldunni koma fram bæði gospelkór og unglingagospel kór Lindakirkju undir leiðsögn Óskars Einarssonar. Kristján Grétarsson leikur á gítar og þá mun stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason koma fram sem sérstakur heiðursgestur. „Ég gaf út jólaplötuna Um gleðileg jól og við flytjum lög af henni, ásamt því að syngja jólalög úr öllum áttum sem flestir ættu að kannast við.“ Miðasala á tónleikana fer fram á midi.is en einnig er hægt að fá aðgöngumiða við innganginn. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00.
Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira