Trentemöller ekki einn að þessu sinni Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. desember 2013 11:00 Anders Trentemöller kemur fram á Sónar-hátíðinni í febrúar, ásamt hljómsveit. nordicphotos/getty „Ég elska Ísland en verð því miður bara á landinu í einn sólarhring,“ segir danski raftónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Anders Trentemöller. Hann kemur fram á Sónar-hátíðinni í Reykjavík sem fram fer í febrúar. Trentemöller kom fram á Sónar-hátíðinni í fyrra en hann hefur heldur betur skipt um gír síðan þá. „Ég verð með heila hljómsveit með mér núna. Ég er með tvo gítarleikara, trommara, söngkonu og einn þúsundþjalasmið sem spilar meðal annars á bassa,“ útskýrir Trentemöller. Hann semur tónlistina þó einn og æfir svo efnið með hljómsveitinni. Hann hefur komið hingað til lands nokkrum sinnum og er heillaður af landi og þjóð. „Mér þykir mjög leiðinlegt að geta ekki stoppað lengur hérna, ég hefði viljað sýna hljómsveitinni minni landið,“ og einnig fór hann fögrum orðum um sinn uppáhaldsskemmtistað á fróni, sem ku vera Kaffibarinn. „Kaffibarinn er frábær, ég á góðar minningar þaðan.“ Sá danski er sjálflærður í tónlistinni og spilar á ýmis hljóðfæri. „Ég fór aldrei í tónlistarskóla og það er kannski gott því þá upplifir maður hljóðfærið líklega öðru vísi. Ég er mjög hrifinn af gítarnum og eiginleikum hans en ég spila samt mest á hljómborð,“ segir Trentemöller spurður út í hljóðfærakunnáttuna. Nú þegar jólin nálgast óðfluga ákvað blaðamaður Fréttablaðsins að forvitnast um viðhorf Trentemöllers til jólanna. „Ég er mjög mikið jólabarn og elska þennan árstíma.“ Þá segir hann að A Christmas Gift for You from Phil Spector sé uppáhaldsjólaplata sín. „Ég elska Phil Spector. Hann nær að galdra fram einstakan hljóm og ég er mjög hrifinn af upptökum hans og tækni.“ Trentemöller sendi frá sér plötuna Lost á árinu og fékk til liðs við sig listamenn á borð við Mimi Parker úr hljómsveitinni Low og Kazu Makino úr hljómsveitinni Blonde Redhead. Sónar Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Lífið Rúrik mætti með kærustuna í brúðkaupið Lífið Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Lífið samstarf Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Lífið samstarf „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Ég elska Ísland en verð því miður bara á landinu í einn sólarhring,“ segir danski raftónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Anders Trentemöller. Hann kemur fram á Sónar-hátíðinni í Reykjavík sem fram fer í febrúar. Trentemöller kom fram á Sónar-hátíðinni í fyrra en hann hefur heldur betur skipt um gír síðan þá. „Ég verð með heila hljómsveit með mér núna. Ég er með tvo gítarleikara, trommara, söngkonu og einn þúsundþjalasmið sem spilar meðal annars á bassa,“ útskýrir Trentemöller. Hann semur tónlistina þó einn og æfir svo efnið með hljómsveitinni. Hann hefur komið hingað til lands nokkrum sinnum og er heillaður af landi og þjóð. „Mér þykir mjög leiðinlegt að geta ekki stoppað lengur hérna, ég hefði viljað sýna hljómsveitinni minni landið,“ og einnig fór hann fögrum orðum um sinn uppáhaldsskemmtistað á fróni, sem ku vera Kaffibarinn. „Kaffibarinn er frábær, ég á góðar minningar þaðan.“ Sá danski er sjálflærður í tónlistinni og spilar á ýmis hljóðfæri. „Ég fór aldrei í tónlistarskóla og það er kannski gott því þá upplifir maður hljóðfærið líklega öðru vísi. Ég er mjög hrifinn af gítarnum og eiginleikum hans en ég spila samt mest á hljómborð,“ segir Trentemöller spurður út í hljóðfærakunnáttuna. Nú þegar jólin nálgast óðfluga ákvað blaðamaður Fréttablaðsins að forvitnast um viðhorf Trentemöllers til jólanna. „Ég er mjög mikið jólabarn og elska þennan árstíma.“ Þá segir hann að A Christmas Gift for You from Phil Spector sé uppáhaldsjólaplata sín. „Ég elska Phil Spector. Hann nær að galdra fram einstakan hljóm og ég er mjög hrifinn af upptökum hans og tækni.“ Trentemöller sendi frá sér plötuna Lost á árinu og fékk til liðs við sig listamenn á borð við Mimi Parker úr hljómsveitinni Low og Kazu Makino úr hljómsveitinni Blonde Redhead.
Sónar Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Lífið Rúrik mætti með kærustuna í brúðkaupið Lífið Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Lífið samstarf Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Lífið samstarf „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira