Býður einmana fólki heim á aðfangadag Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2013 09:30 Pauline er mjög opin og elskar að hafa mikið af fólki í kringum sig. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég flutti hingað 19. desember fyrir 22 árum og það fyrsta sem ég lærði að segja var: Gleðileg jól. Ég giftist Íslendingi og hef búið hér síðan,“ segir Pauline McCarthy, skosk kona sem býður einmana fólki heim til sín á aðfangadag. „Ég hef boðið fólki heim til mín á aðfangadag í nítján ár, nema í fyrra þegar ég þurfti að fara til London. Ég byrjaði á þessu því ég vissi að það væru margir nemar sem væru einir á jólunum. Síðan varð ég formaður Félags nýrra Íslendinga og þá voru flestir þeir sem komu heim til mín á jólunum innflytjendur eða nemar. Ég flutti til Akraness fyrir sjö árum og varð sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Þá gerði ég mér grein fyrir því að það eru margir Íslendingar líka einir á jólunum. Ég hélt að allir ættu fjölskyldu sem þeir gætu leitað til. Núna er hópurinn sem kemur til mín mjög blandaður og það kemur meira að segja einn ferðamaður til mín í ár,“ segir Pauline. Mismunandi er hve margir heimsækja hana á aðfangadag en mest hafa verið sautján manns á heimilinu sem hún deilir með eiginmanni sínum og tveimur sonum, sextán og tuttugu ára. „Ég á tíu systkini og ég er vön því að hafa mikið af fólki í kringum mig. Mér finnst ekki vera jól nema húsið sé fullt af fólki. Eiginmaður minn og synir styðja mig í þessu og ég gæti þetta ekki án þeirra.“ Aðfangadagskvöld er annars frekar hefðbundið á heimilinu og Pauline segir alla velkomna í heimsókn. „Stemningin er yndisleg. Sumir eru pínulítið feimnir en þeir eru það ekki lengi því ég fíla það ekki. Við fáum okkur góðan kvöldmat en maturinn er ekki alltaf kominn á borðið klukkan sex því ég er með ADHD. Eftir matinn setjumst við í stofuna og fáum okkur eftirrétt og svo er alltaf eitthvað undir trénu. Við hjónin eigum ekki mikinn pening en sjáum til þess að allir fái litla gjöf,“ segir Pauline. Hún bendir fólki á að strætó til Akraness gangi snemma á aðfangadagsmorgun og býður fólki að gista hjá sér í svefnpokum. Þá getur hún líka séð til þess að fólk sé sótt og skilað aftur eftir hátíðarhöldin. Pauline er margt til lista lagt og rekur fyrirtækið Ísland Treasures sem framleiðir minjagripasælgæti. Þá tók hún þátt í raunveruleikaþættinum Ísland Got Talent sem fer í loftið eftir áramót. Hún er þögul sem gröfin um þá reynslu og því verða áhorfendur að bíða þangað til í janúar til að sjá hvernig henni gekk. Ísland Got Talent Mest lesið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
„Ég flutti hingað 19. desember fyrir 22 árum og það fyrsta sem ég lærði að segja var: Gleðileg jól. Ég giftist Íslendingi og hef búið hér síðan,“ segir Pauline McCarthy, skosk kona sem býður einmana fólki heim til sín á aðfangadag. „Ég hef boðið fólki heim til mín á aðfangadag í nítján ár, nema í fyrra þegar ég þurfti að fara til London. Ég byrjaði á þessu því ég vissi að það væru margir nemar sem væru einir á jólunum. Síðan varð ég formaður Félags nýrra Íslendinga og þá voru flestir þeir sem komu heim til mín á jólunum innflytjendur eða nemar. Ég flutti til Akraness fyrir sjö árum og varð sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Þá gerði ég mér grein fyrir því að það eru margir Íslendingar líka einir á jólunum. Ég hélt að allir ættu fjölskyldu sem þeir gætu leitað til. Núna er hópurinn sem kemur til mín mjög blandaður og það kemur meira að segja einn ferðamaður til mín í ár,“ segir Pauline. Mismunandi er hve margir heimsækja hana á aðfangadag en mest hafa verið sautján manns á heimilinu sem hún deilir með eiginmanni sínum og tveimur sonum, sextán og tuttugu ára. „Ég á tíu systkini og ég er vön því að hafa mikið af fólki í kringum mig. Mér finnst ekki vera jól nema húsið sé fullt af fólki. Eiginmaður minn og synir styðja mig í þessu og ég gæti þetta ekki án þeirra.“ Aðfangadagskvöld er annars frekar hefðbundið á heimilinu og Pauline segir alla velkomna í heimsókn. „Stemningin er yndisleg. Sumir eru pínulítið feimnir en þeir eru það ekki lengi því ég fíla það ekki. Við fáum okkur góðan kvöldmat en maturinn er ekki alltaf kominn á borðið klukkan sex því ég er með ADHD. Eftir matinn setjumst við í stofuna og fáum okkur eftirrétt og svo er alltaf eitthvað undir trénu. Við hjónin eigum ekki mikinn pening en sjáum til þess að allir fái litla gjöf,“ segir Pauline. Hún bendir fólki á að strætó til Akraness gangi snemma á aðfangadagsmorgun og býður fólki að gista hjá sér í svefnpokum. Þá getur hún líka séð til þess að fólk sé sótt og skilað aftur eftir hátíðarhöldin. Pauline er margt til lista lagt og rekur fyrirtækið Ísland Treasures sem framleiðir minjagripasælgæti. Þá tók hún þátt í raunveruleikaþættinum Ísland Got Talent sem fer í loftið eftir áramót. Hún er þögul sem gröfin um þá reynslu og því verða áhorfendur að bíða þangað til í janúar til að sjá hvernig henni gekk.
Ísland Got Talent Mest lesið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira