Þá eru jólin komin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2013 13:00 söngkonur Guðrún Matthildur og Jóna eru sammála um að mikill jólaandi ríki jafnan á Jólasöngvum Langholtskirkju. Fréttablaðið/Vilhelm Áratugalöng hefð er fyrir Jólasöngvum Kórs Langholtskirkju. Í ár verða tónleikarnir þrennir, dagana 20. til 22. desember, og þar munu Kór Langholtskirkju og Gradualekór Langholtskirkju syngja undir stjórn Jóns Stefánssonar. Þetta verða þrítugustu og sjöttu Jólasöngvarnir við kertaljós og að vanda er boðið upp á rjúkandi jólasúkkulaði og piparkökur í hléi. Einsöngvarar í ár með Kór Langholtskirkju eru Andri Björn Róbertsson, Davíð Ólafsson, Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir, Jóna G. Kolbrúnardóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Þóra Einarsdóttir. Einsöngvari á táknmáli er Kolbrún Völkudóttir og einnig koma nokkrir einsöngvarar fram úr röðum Gradualekórsins. Þær Guðrún Matthildur og Jóna G. eiga rætur í kórastarfi Langholtskirkju. Guðrún Matthildur kveðst hafa byrjað þar fimm ára gömul með Krúttakórnum. „Svo fór ég stig af stigi,“ segir hún brosandi og kveðst hafa sungið einsöng á Jólasöngvum í nokkur ár. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem Jóna syngur einsöng í Jólastundinni, en hún kveðst búin að vera í kórum í Langholtskirkju í nokkur ár, byrjað í Gradualekórnum og svo farið í Nobili. „Nobili eru eðal Gradlarar, þær bestu af þeim bestu,“ útskýrir Guðrún Matthildur. „Við hittum Jónu í Söngskóla Reykjavíkur og negldum hana,“ segir hún hlæjandi. „Nú erum við báðar í Kór Langholtskirkju.“ Þær stöllur upplýsa að þær syngi saman dúett með kórnum í einu lagi, það er Pie Jesu eftir Andrew Lloyd Webber. „Það lag er upphaflega skrifað fyrir sópransöngkonu og drengjasópran en ég tek að mér drenginn, eins og ekkert sé.“ segir Guðrún Matthildur glaðlega. Þær eru sammála um að mikill jólaandi ríki jafnan á Jólasöngvunum og segja marga varla getað hugsað sér upphaf jólahátíðarinnar án þess að mæta á þá. „Þetta eru mjög hefðbundnir tónleikar í ár en það eru alltaf einhverjir nýir einsöngvarar,“ segir Guðrún Matthildur. „Sumir eru þó alltaf, til dæmis Ólöf Kolbrún. Það er föst og falleg hefð að hún syngur Ó, helga nótt í lok tónleikanna. Þá eru jólin komin.“ Menning Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Áratugalöng hefð er fyrir Jólasöngvum Kórs Langholtskirkju. Í ár verða tónleikarnir þrennir, dagana 20. til 22. desember, og þar munu Kór Langholtskirkju og Gradualekór Langholtskirkju syngja undir stjórn Jóns Stefánssonar. Þetta verða þrítugustu og sjöttu Jólasöngvarnir við kertaljós og að vanda er boðið upp á rjúkandi jólasúkkulaði og piparkökur í hléi. Einsöngvarar í ár með Kór Langholtskirkju eru Andri Björn Róbertsson, Davíð Ólafsson, Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir, Jóna G. Kolbrúnardóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Þóra Einarsdóttir. Einsöngvari á táknmáli er Kolbrún Völkudóttir og einnig koma nokkrir einsöngvarar fram úr röðum Gradualekórsins. Þær Guðrún Matthildur og Jóna G. eiga rætur í kórastarfi Langholtskirkju. Guðrún Matthildur kveðst hafa byrjað þar fimm ára gömul með Krúttakórnum. „Svo fór ég stig af stigi,“ segir hún brosandi og kveðst hafa sungið einsöng á Jólasöngvum í nokkur ár. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem Jóna syngur einsöng í Jólastundinni, en hún kveðst búin að vera í kórum í Langholtskirkju í nokkur ár, byrjað í Gradualekórnum og svo farið í Nobili. „Nobili eru eðal Gradlarar, þær bestu af þeim bestu,“ útskýrir Guðrún Matthildur. „Við hittum Jónu í Söngskóla Reykjavíkur og negldum hana,“ segir hún hlæjandi. „Nú erum við báðar í Kór Langholtskirkju.“ Þær stöllur upplýsa að þær syngi saman dúett með kórnum í einu lagi, það er Pie Jesu eftir Andrew Lloyd Webber. „Það lag er upphaflega skrifað fyrir sópransöngkonu og drengjasópran en ég tek að mér drenginn, eins og ekkert sé.“ segir Guðrún Matthildur glaðlega. Þær eru sammála um að mikill jólaandi ríki jafnan á Jólasöngvunum og segja marga varla getað hugsað sér upphaf jólahátíðarinnar án þess að mæta á þá. „Þetta eru mjög hefðbundnir tónleikar í ár en það eru alltaf einhverjir nýir einsöngvarar,“ segir Guðrún Matthildur. „Sumir eru þó alltaf, til dæmis Ólöf Kolbrún. Það er föst og falleg hefð að hún syngur Ó, helga nótt í lok tónleikanna. Þá eru jólin komin.“
Menning Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira