Engin jól án Mahaliu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. desember 2013 11:00 Esther hefur sungið eiginlega allar tegundir tónlistar, er klassískt menntuð í söng, en blúsinn og gospelið eiga þó hjarta hennar. „Ég ólst upp við það austur á Héraði að klukkan sex á aðfangadag var Mahalia Jackson sett á fóninn og þá voru jólin komin,“ segir Esther Jökulsdóttir söngkona, sem sjöunda árið í röð efnir til tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem hún syngur lög sem Mahalia Jackson hljóðritaði. „Ég syng aðallega lög af plötunni Silent Night,“ segir Esther. „En svo eru líka nokkur lög af I believe og You‘ll never walk alone.“ Esther segir tónleikana tvískipta, fyrrihlutinn sé almennt gospel en í seinnihlutanum sé svifið inn í jólin. „Þetta byrjaði nú bara vegna þess að Silent Night er mín uppáhaldsplata og Mahalia á svo stóran sess í hjarta mér,“ svarar hún spurð hvað hafi ýtt verkefninu af stað. „Ég hef lengi verið viðloðandi gospel en hef samt aðallega sungið blús. Þetta tvennt er náttúrulega mjög líkt og þótt ég hafi menntað mig í klassískum söng hafa blúsinn og gospelið eiginlega alveg tekið yfir.“ Esther hefur reyndar líka sungið rokk, folk-músík og kántrí og byrjaði meira að segja í pönkhljómsveit fimmtán ára. „Það entist í tvö ár,“ segir hún og hlær. „Þá fann blúsinn mig og það var eiginlega hann sem leiddi mig út í klassískt söngnám.“ Á tónleikunum á mánudagskvöldið hefur hún stuðning kvartetts sem í syngja Björn Thorarensen tenór, Gísli Magna tenór, Skarphéðinn Hjartarson tenór og Örn Arnarson bassi. Meðspil er í höndum einvala liðs hljómlistarmanna þar sem Aðalheiður Þorsteinsdóttir spilar á píanó, Scott McLemore á trommur, Gunnar Gunnarsson á Hammondorgel og Gunnar Hrafnsson á kontrabassa. Esther segir tónleikana vera orðna fastan lið í undirbúningi jólanna hjá mörgum. „Það eru engin jól án Mahaliu og jólin byrja sem sagt í Fríkirkjunni klukkan 20.30 á mánudagskvöld.“ Menning Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég ólst upp við það austur á Héraði að klukkan sex á aðfangadag var Mahalia Jackson sett á fóninn og þá voru jólin komin,“ segir Esther Jökulsdóttir söngkona, sem sjöunda árið í röð efnir til tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem hún syngur lög sem Mahalia Jackson hljóðritaði. „Ég syng aðallega lög af plötunni Silent Night,“ segir Esther. „En svo eru líka nokkur lög af I believe og You‘ll never walk alone.“ Esther segir tónleikana tvískipta, fyrrihlutinn sé almennt gospel en í seinnihlutanum sé svifið inn í jólin. „Þetta byrjaði nú bara vegna þess að Silent Night er mín uppáhaldsplata og Mahalia á svo stóran sess í hjarta mér,“ svarar hún spurð hvað hafi ýtt verkefninu af stað. „Ég hef lengi verið viðloðandi gospel en hef samt aðallega sungið blús. Þetta tvennt er náttúrulega mjög líkt og þótt ég hafi menntað mig í klassískum söng hafa blúsinn og gospelið eiginlega alveg tekið yfir.“ Esther hefur reyndar líka sungið rokk, folk-músík og kántrí og byrjaði meira að segja í pönkhljómsveit fimmtán ára. „Það entist í tvö ár,“ segir hún og hlær. „Þá fann blúsinn mig og það var eiginlega hann sem leiddi mig út í klassískt söngnám.“ Á tónleikunum á mánudagskvöldið hefur hún stuðning kvartetts sem í syngja Björn Thorarensen tenór, Gísli Magna tenór, Skarphéðinn Hjartarson tenór og Örn Arnarson bassi. Meðspil er í höndum einvala liðs hljómlistarmanna þar sem Aðalheiður Þorsteinsdóttir spilar á píanó, Scott McLemore á trommur, Gunnar Gunnarsson á Hammondorgel og Gunnar Hrafnsson á kontrabassa. Esther segir tónleikana vera orðna fastan lið í undirbúningi jólanna hjá mörgum. „Það eru engin jól án Mahaliu og jólin byrja sem sagt í Fríkirkjunni klukkan 20.30 á mánudagskvöld.“
Menning Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira