Sjötíu ár í vinnslu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. desember 2013 09:20 Frozen hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Teiknimyndin Frozen frá Walt Disney verður frumsýnd á Íslandi á föstudaginn. Hún er að hluta til byggð á ævintýrinu Snædrottningunni eftir Hans Christian Andersen og fjallar í grunninn um baráttuna milli góðs og ills. Aðalpersónurnar eru ungur maður og kona, Anna og Kristján, sem leggja upp í ævintýri til að finna systur Önnu, snædrottninguna Elsu, sem er bundin þeim álögum að allt sem hún snertir verður að snjó og ís. Hugmyndin að Frozen kviknaði í raun fyrst árið 1943. Þá íhuguðu Walt Disney og Samuel Goldwyn að vinna saman að mynd um Hans Christian Andersen sem myndi innihalda stuttar teiknimyndir byggðar á sögum hans, þar á meðal mynd um Snædrottninguna. Walt og teiknarar hans lentu hins vegar í vandræðum því að þeir fundu ekki leið til að útfæra ævintýrið. Þetta, ásamt öðru, leiddi til þess að hætt var við verkefnið. Walt Disney Feature Animation byrjaði aftur á útfærslu af Snædrottningunni seint á tíunda áratugnum eftir velgengni flestra teiknimynda fyrirtækisins. Hins vegar var hætt við verkefnið seint á árinu 2002. Margir reyndu að blása lífi í ævintýrið en Michael Eisner, þá forstjóri og stjórnarformaður hjá Walt Disney, bauð fram stuðning sinn og stakk upp á að verkefnið yrði unnið með John Lasseter hjá Pixar Animation Studios. Verkefnið var tekið upp aftur árið 2008 en gekk þá undir nafninu Anna and the Snow Queen en aftur var Snædrottningin blásin af árið 2010 þegar aðstandendurnir gátu með engu móti útfært persónu drottningarinnar. Eftir að teiknimyndin Tangled sló í gegn árið 2010 tilkynnti Disney nýjan titil á Snædrottningunni. Hún skyldi heita Frozen og yrði frumsýnd 27. nóvember árið 2013. Þetta var tilkynnt í desember árið 2011 og mánuði seinna var staðfest að myndin yrði tölvugerð í stereóskópískri þrívídd en ekki handteiknuð eins og hugmyndin hafði verið. Í mars í fyrra kom svo í ljós að Chris Buck, sem leikstýrði Tarzan og Surf‘s Up, myndi leikstýra og John Lasseter og Peter Del Vecho settust í framleiðandasætið. Sem betur fer náði verkefnið loksins að verða að veruleika því myndin hefur farið sigurför um heiminn og hafa gagnrýnendur líkt henni við goðsagnakenndar teiknimyndir á borð við The Little Mermaid, Beauty and the Beast og The Lion King. Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Teiknimyndin Frozen frá Walt Disney verður frumsýnd á Íslandi á föstudaginn. Hún er að hluta til byggð á ævintýrinu Snædrottningunni eftir Hans Christian Andersen og fjallar í grunninn um baráttuna milli góðs og ills. Aðalpersónurnar eru ungur maður og kona, Anna og Kristján, sem leggja upp í ævintýri til að finna systur Önnu, snædrottninguna Elsu, sem er bundin þeim álögum að allt sem hún snertir verður að snjó og ís. Hugmyndin að Frozen kviknaði í raun fyrst árið 1943. Þá íhuguðu Walt Disney og Samuel Goldwyn að vinna saman að mynd um Hans Christian Andersen sem myndi innihalda stuttar teiknimyndir byggðar á sögum hans, þar á meðal mynd um Snædrottninguna. Walt og teiknarar hans lentu hins vegar í vandræðum því að þeir fundu ekki leið til að útfæra ævintýrið. Þetta, ásamt öðru, leiddi til þess að hætt var við verkefnið. Walt Disney Feature Animation byrjaði aftur á útfærslu af Snædrottningunni seint á tíunda áratugnum eftir velgengni flestra teiknimynda fyrirtækisins. Hins vegar var hætt við verkefnið seint á árinu 2002. Margir reyndu að blása lífi í ævintýrið en Michael Eisner, þá forstjóri og stjórnarformaður hjá Walt Disney, bauð fram stuðning sinn og stakk upp á að verkefnið yrði unnið með John Lasseter hjá Pixar Animation Studios. Verkefnið var tekið upp aftur árið 2008 en gekk þá undir nafninu Anna and the Snow Queen en aftur var Snædrottningin blásin af árið 2010 þegar aðstandendurnir gátu með engu móti útfært persónu drottningarinnar. Eftir að teiknimyndin Tangled sló í gegn árið 2010 tilkynnti Disney nýjan titil á Snædrottningunni. Hún skyldi heita Frozen og yrði frumsýnd 27. nóvember árið 2013. Þetta var tilkynnt í desember árið 2011 og mánuði seinna var staðfest að myndin yrði tölvugerð í stereóskópískri þrívídd en ekki handteiknuð eins og hugmyndin hafði verið. Í mars í fyrra kom svo í ljós að Chris Buck, sem leikstýrði Tarzan og Surf‘s Up, myndi leikstýra og John Lasseter og Peter Del Vecho settust í framleiðandasætið. Sem betur fer náði verkefnið loksins að verða að veruleika því myndin hefur farið sigurför um heiminn og hafa gagnrýnendur líkt henni við goðsagnakenndar teiknimyndir á borð við The Little Mermaid, Beauty and the Beast og The Lion King.
Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira