Sísý Ey á Sónar í Stokkhólmi Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. desember 2013 10:00 Systrabandið Sísý Ey kom meðal annars fram á Sónar í Barselóna í sumar. mynd/einkasafn „Þetta er frábært, við hlökkum mikið til og það er mikill heiður fyrir okkur að fá að koma fram þarna,“ segir Elísabet Eyþórsdóttir tónlistarkona og meðlimur í hljómsveitinni Sísý Ey, sem spila á Sónar-hátíðinni í Stokkhólmi dagana fjórtánda og fimmtánda febrúar á næsta ári. Hljómsveitina skipa þrjár systur, þær Elísabet, Sigríður og Elín Eyþórsdætur, ásamt Friðfinni Oculus. Áður hafa listamenn á borð við Jon Hopkins, Paul Kalkbrenner og James Holden staðfest komu sína á hátíðina. Red Bull er stærsti styrktaraðili Sónar Stockholm og hluti af því samkomulagi er að bjóða íslenskri hljómsveit að koma fram á hátíðinni. „Sísý Ey kom fram á Sónar í Barselóna og fékk frábærar viðtökur og ekki voru viðtökurnar síðri á Sónar í Reykjavík. Það er líka frábært að Sónar Reykjavík geti stutt íslenskar hljómsveitir við það að koma fram erlendis,“ segir Björn Steinbekk, framkvæmdastjóri Sónar Reykjavík. Aðspurð um móralinn í hljómsveitinni segir Elísabet hann með eindæmum góðan. „Það er enginn rígur á milli okkar systra og það gengur allt rosalega vel,“ segir Elísabet, sem hefur þá komið fram á þremur Sónar-hátíðum á einu ári. Sveitin vinnur nú að nýju efni en stefnt er á plötuútgáfu á nýju ári. Þá mun sveitin meðal annars koma fram á tónlistarhátíðunum Eurosonic í Hollandi og Bylarm í Noregi á næsti ári. Sónar Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta er frábært, við hlökkum mikið til og það er mikill heiður fyrir okkur að fá að koma fram þarna,“ segir Elísabet Eyþórsdóttir tónlistarkona og meðlimur í hljómsveitinni Sísý Ey, sem spila á Sónar-hátíðinni í Stokkhólmi dagana fjórtánda og fimmtánda febrúar á næsta ári. Hljómsveitina skipa þrjár systur, þær Elísabet, Sigríður og Elín Eyþórsdætur, ásamt Friðfinni Oculus. Áður hafa listamenn á borð við Jon Hopkins, Paul Kalkbrenner og James Holden staðfest komu sína á hátíðina. Red Bull er stærsti styrktaraðili Sónar Stockholm og hluti af því samkomulagi er að bjóða íslenskri hljómsveit að koma fram á hátíðinni. „Sísý Ey kom fram á Sónar í Barselóna og fékk frábærar viðtökur og ekki voru viðtökurnar síðri á Sónar í Reykjavík. Það er líka frábært að Sónar Reykjavík geti stutt íslenskar hljómsveitir við það að koma fram erlendis,“ segir Björn Steinbekk, framkvæmdastjóri Sónar Reykjavík. Aðspurð um móralinn í hljómsveitinni segir Elísabet hann með eindæmum góðan. „Það er enginn rígur á milli okkar systra og það gengur allt rosalega vel,“ segir Elísabet, sem hefur þá komið fram á þremur Sónar-hátíðum á einu ári. Sveitin vinnur nú að nýju efni en stefnt er á plötuútgáfu á nýju ári. Þá mun sveitin meðal annars koma fram á tónlistarhátíðunum Eurosonic í Hollandi og Bylarm í Noregi á næsti ári.
Sónar Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira