Dökk og ágeng mynd sem snertir við áhorfendum Símon Birgisson skrifar 28. nóvember 2013 11:04 Hunger Games 2: Catching Fire. Leikstjóri: Francis LawrenceLeikarar: Jennifer Lawrence, Josh Hutcherson, Liam Hemsworth, Donald Sutherland, Woody Harrelson. Fyrsta myndin í þríleiknum um Hungurleikana sló rækilega í gegn og gerði Jennifer Lawrence að stórstjörnu. Nú er framhaldið komið í bíó og veldur svo sannarlega ekki vonbrigðum. Hungurleikarnir 2 er dökk og ágeng og snertir við áhorfendum. Myndin hefst um ári eftir að þeirri fyrri lýkur. Það er ólga í umdæmunum tólf þar sem almenningur lifir í fátækt ólíkt hinum ofurríku í höfuðborginni Kapítól. Vísanirnar í Rómaveldi eru margar, gestir í veislu forsetans drekka kokteila sem fá þá til að kasta upp til að þeir geti borðað meira meðan almenningur sveltur. Og Hungurleikarnir eru ópíum fólksins – brauð og leikar þar sem aðeins einn stendur eftir á lífi. Katniss Everdeen og Peeta Mellark þurfa aftur að berjast fyrir lífi sínu á leikvelli Hungurleikanna, nú á sérstökum hátíðarleikum, en það er meira undir – byltingin bíður handan hornsins, hinn raunverulegi óvinur er ríkið sjálft. Það var til marks um áhrifamátt myndarinnar að áhorfendur í fullum sal í Háskólabíói um helgina klöppuðu undir lok hennar. Þrátt fyrir að vera ævintýramynd, vísindaskáldsaga, hefur myndin alvarlegan undirtón. Hér er enginn Hollywood-afsláttur. Atriði þar sem gamall maður er tekinn af lífi á torgi af stormsveitum Snows forseta í upphafi myndarinnar slær tóninn. Jennifer Lawrence fer aftur á kostum sem Katniss. Woody Harrelson stelur senunni eins og hann er vanur. Og Donald Sutherland í hlutverki Snows er réttur maður á réttum stað. Hungurleikarnir 2 gæti komist á lista með flottustu vísindaskáldsögum allra tíma. Myndin er stórkostleg blanda af Star Wars, Battle Royal og American Idol. Hún er kröftug ádeila á misskiptingu, vald, kapítalismann og eftirlitssamfélagið. En fyrst og fremst frábær skemmtun, rússíbanareið frá upphafi til enda.Símon BirgissonNiðurstaða: Það besta sem hefur komið frá Hollywood í langan tíma. Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Lífið Fleiri fréttir Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Hunger Games 2: Catching Fire. Leikstjóri: Francis LawrenceLeikarar: Jennifer Lawrence, Josh Hutcherson, Liam Hemsworth, Donald Sutherland, Woody Harrelson. Fyrsta myndin í þríleiknum um Hungurleikana sló rækilega í gegn og gerði Jennifer Lawrence að stórstjörnu. Nú er framhaldið komið í bíó og veldur svo sannarlega ekki vonbrigðum. Hungurleikarnir 2 er dökk og ágeng og snertir við áhorfendum. Myndin hefst um ári eftir að þeirri fyrri lýkur. Það er ólga í umdæmunum tólf þar sem almenningur lifir í fátækt ólíkt hinum ofurríku í höfuðborginni Kapítól. Vísanirnar í Rómaveldi eru margar, gestir í veislu forsetans drekka kokteila sem fá þá til að kasta upp til að þeir geti borðað meira meðan almenningur sveltur. Og Hungurleikarnir eru ópíum fólksins – brauð og leikar þar sem aðeins einn stendur eftir á lífi. Katniss Everdeen og Peeta Mellark þurfa aftur að berjast fyrir lífi sínu á leikvelli Hungurleikanna, nú á sérstökum hátíðarleikum, en það er meira undir – byltingin bíður handan hornsins, hinn raunverulegi óvinur er ríkið sjálft. Það var til marks um áhrifamátt myndarinnar að áhorfendur í fullum sal í Háskólabíói um helgina klöppuðu undir lok hennar. Þrátt fyrir að vera ævintýramynd, vísindaskáldsaga, hefur myndin alvarlegan undirtón. Hér er enginn Hollywood-afsláttur. Atriði þar sem gamall maður er tekinn af lífi á torgi af stormsveitum Snows forseta í upphafi myndarinnar slær tóninn. Jennifer Lawrence fer aftur á kostum sem Katniss. Woody Harrelson stelur senunni eins og hann er vanur. Og Donald Sutherland í hlutverki Snows er réttur maður á réttum stað. Hungurleikarnir 2 gæti komist á lista með flottustu vísindaskáldsögum allra tíma. Myndin er stórkostleg blanda af Star Wars, Battle Royal og American Idol. Hún er kröftug ádeila á misskiptingu, vald, kapítalismann og eftirlitssamfélagið. En fyrst og fremst frábær skemmtun, rússíbanareið frá upphafi til enda.Símon BirgissonNiðurstaða: Það besta sem hefur komið frá Hollywood í langan tíma.
Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Lífið Fleiri fréttir Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira