Þetta er svekkjandi fyrir alla Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. nóvember 2013 06:00 Ágúst vildi ná Playstation 4 inn fyrir jólin. Fréttablaðið/Daníel Rúnarsson „Okkur finnst rosalega svekkjandi, við vildum ná tölvunni inn fyrir jólin,“ segir Ágúst Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Geimstöðvarinnar og Skífunnar um þá ákvörðun stjórnarmanna Sony í Evrópu að nýja Playstation 4 tölvan komi til Íslands þann 29. janúar næstkomandi. „Ég hef mikla samúð með Senu [umboðsaðila Playstation á Íslandi], allir vilja ná jólatraffíkinni. Við verðum að horfa á þetta í stærra samhengi, Ísland er lítill markaður og þessi ákvörðun er byggð á stærð markaðssvæða,“ bætir Ágúst við. Vélarnar eru komnar í sölu í Bandaríkjunum og koma í verslanir víða í Evrópu í vikunni. Hann segist búast við því að einhverjir munu ná sér í tölvur erlendis frá. „Það eru alltaf einhverjir sem fá vélar, einhverjir sem panta sér eða fara sjálfir út.“ Ágúst varar við því að kaupa vélar frá Bandaríkjunum. „Við höfum séð einhverja lenda í vandræðum með vélar sem þeir kaupa í Bandaríkjunum, ef fólk ætlar á annað borð að kaupa sér vélar erlendis er öruggara að gera það í Evrópu, þó svo að við mælum sterklega með því að fólk kaupi þær á Íslandi þegar þær koma, það er öruggast, sérstaklega með ábyrgð og fleira slíkt að gera,“ segir Ágúst. Hann segir ákvörðun ráðamanna Sony þó ekki vera alslæma fyrir Íslendinga. „Við höfum heyrt af einhverjum bilunum í fyrstu sendingum í Bandaríkjunum, eins og gengur og gerist. Öll þessi vandamál ættu að vera á bak og burt þegar vélarnar fara í sölu á Íslandi,“ segir Ágúst. Hann býst við því að sýningareintak komi í Geimstöðina í Smáralind í desemberbyrjun og að Playstation 4 leikir verði til sölu fyrir jólin. Leikjavísir Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
„Okkur finnst rosalega svekkjandi, við vildum ná tölvunni inn fyrir jólin,“ segir Ágúst Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Geimstöðvarinnar og Skífunnar um þá ákvörðun stjórnarmanna Sony í Evrópu að nýja Playstation 4 tölvan komi til Íslands þann 29. janúar næstkomandi. „Ég hef mikla samúð með Senu [umboðsaðila Playstation á Íslandi], allir vilja ná jólatraffíkinni. Við verðum að horfa á þetta í stærra samhengi, Ísland er lítill markaður og þessi ákvörðun er byggð á stærð markaðssvæða,“ bætir Ágúst við. Vélarnar eru komnar í sölu í Bandaríkjunum og koma í verslanir víða í Evrópu í vikunni. Hann segist búast við því að einhverjir munu ná sér í tölvur erlendis frá. „Það eru alltaf einhverjir sem fá vélar, einhverjir sem panta sér eða fara sjálfir út.“ Ágúst varar við því að kaupa vélar frá Bandaríkjunum. „Við höfum séð einhverja lenda í vandræðum með vélar sem þeir kaupa í Bandaríkjunum, ef fólk ætlar á annað borð að kaupa sér vélar erlendis er öruggara að gera það í Evrópu, þó svo að við mælum sterklega með því að fólk kaupi þær á Íslandi þegar þær koma, það er öruggast, sérstaklega með ábyrgð og fleira slíkt að gera,“ segir Ágúst. Hann segir ákvörðun ráðamanna Sony þó ekki vera alslæma fyrir Íslendinga. „Við höfum heyrt af einhverjum bilunum í fyrstu sendingum í Bandaríkjunum, eins og gengur og gerist. Öll þessi vandamál ættu að vera á bak og burt þegar vélarnar fara í sölu á Íslandi,“ segir Ágúst. Hann býst við því að sýningareintak komi í Geimstöðina í Smáralind í desemberbyrjun og að Playstation 4 leikir verði til sölu fyrir jólin.
Leikjavísir Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið