Góð bók og nart 28. nóvember 2013 14:00 Örlygur Smári veit fátt skemmtilegra en að lesa góða bók um jólin.MYND/VALLI Örlygur Smári var áberandi á fyrri hluta ársins eftir að lagið hans Ég á líf og Eyþór Ingi Gunnlaugsson fóru til Svíþjóðar í Eurovision-keppnina. Örlygur á mörg áhugamál fyrir utan lagasmíðar, hann er áhugaljósmyndari, hlaupari og svo finnst honum skemmtilegt að lesa bækur um jólin. „Já, ég les yfirleitt mikið um jólin. Fátt finnst mér betra um jólin en að koma mér vel fyrir með góða bók og narta í afganga,“ segir hann.Hver er skemmtilegasta jólabók sem þú hefur lesið? „Þær eru svo margar. Hef reyndar alltaf haft meira gaman af ævisögum og sagnfræðibókum en skáldsögum. Mig minnir að ég hafi lesið Stasiland í fyrra eftir Önnu Funder og þótti hún mjög góð.Hvaða bók langar þig að fá í jólagjöf um þessi jól? „Ég hef ekki kynnt mér nógu vel hvað er að koma út fyrir þessi jól. Á reyndar helling eftir að lesa af bókum sem ég keypti á bókaútsölu í Svíþjóð. Væri alveg til í góðan reyfara þessi jól, verst að vera búinn að lesa allar Wallander-bækurnar.“ Það verða örugglega bókajól hjá Örlygi Smára en búast má við að hann fái líka gott að borða því kona hans, Svava Gunnarsdóttir, heldur úti vinsælu matarbloggi á netinu sem kallast Ljúfmeti og lekkerheit. Jólafréttir Mest lesið Vill rjúpu á jólaborðið Jól Jólanóttin Jól Jólaneglurnar verða vínrauðar Jól Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi Jól Gleðilegt jólaglögg frá matreiðslumanni í heimsklassa Jól DIY - Jólapakki í peysu Jólin Hoppandi glaður með eitthvað nördalegt Jól Dós sem spilar íslenskt lag Jól Gjafir ætlaðar þeim sem ekki hafa efni á jólagjöfum Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól
Örlygur Smári var áberandi á fyrri hluta ársins eftir að lagið hans Ég á líf og Eyþór Ingi Gunnlaugsson fóru til Svíþjóðar í Eurovision-keppnina. Örlygur á mörg áhugamál fyrir utan lagasmíðar, hann er áhugaljósmyndari, hlaupari og svo finnst honum skemmtilegt að lesa bækur um jólin. „Já, ég les yfirleitt mikið um jólin. Fátt finnst mér betra um jólin en að koma mér vel fyrir með góða bók og narta í afganga,“ segir hann.Hver er skemmtilegasta jólabók sem þú hefur lesið? „Þær eru svo margar. Hef reyndar alltaf haft meira gaman af ævisögum og sagnfræðibókum en skáldsögum. Mig minnir að ég hafi lesið Stasiland í fyrra eftir Önnu Funder og þótti hún mjög góð.Hvaða bók langar þig að fá í jólagjöf um þessi jól? „Ég hef ekki kynnt mér nógu vel hvað er að koma út fyrir þessi jól. Á reyndar helling eftir að lesa af bókum sem ég keypti á bókaútsölu í Svíþjóð. Væri alveg til í góðan reyfara þessi jól, verst að vera búinn að lesa allar Wallander-bækurnar.“ Það verða örugglega bókajól hjá Örlygi Smára en búast má við að hann fái líka gott að borða því kona hans, Svava Gunnarsdóttir, heldur úti vinsælu matarbloggi á netinu sem kallast Ljúfmeti og lekkerheit.
Jólafréttir Mest lesið Vill rjúpu á jólaborðið Jól Jólanóttin Jól Jólaneglurnar verða vínrauðar Jól Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi Jól Gleðilegt jólaglögg frá matreiðslumanni í heimsklassa Jól DIY - Jólapakki í peysu Jólin Hoppandi glaður með eitthvað nördalegt Jól Dós sem spilar íslenskt lag Jól Gjafir ætlaðar þeim sem ekki hafa efni á jólagjöfum Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól