Köttur og krans Sólveig Gísladóttir skrifar 4. desember 2013 09:00 Kötturinn og kransinn eru æði fín á jólatréð en gætu einnig hentað sem pakkaskraut. Mynd/Daníel Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds er verkfræðingur með brennandi prjónaáhuga. Hún hannaði tvenns konar prjónað jólaskraut, jólakött og jólakrans fyrir Jólablaðið. Mér finnst fátt jólalegra en jólakötturinn. Hugmyndin um hann er svo skemmtileg og séríslensk,“ segir Arndís Ósk sem alltaf hefur gaman af að segja útlendingum frá kettinum illskeytta. „Reyndar varð hann mun krúttlegri hjá mér en ég ætlaði,“ segir hún og hlær. Jólakransinn hugsar Arndís Ósk fremur sem grunnuppskrift sem síðan er hægt leika sér með áfram. „Það mætti til dæmis setja á hann perlur, litlar jólakúlur og jafnvel ljós eða hafa hann stærri,“ lýsir verkfræðingurinn sem lærði að prjóna af ömmu sinni þegar hún var krakki og er forfallin prjónaáhugamanneskja í dag. Hún hefur gaman af því að hanna prjónaflíkur og á tvær útgefnar uppskriftir. Önnur þeirra, falleg peysa, var gefin út í virtu erlendu prjónatímariti. En er erfitt að gera jólaskrautið? „Nei, mjög auðvelt. Maður er sirka hálftíma að gera kransinn og klukkutíma að prjóna köttinn,“ segir hún og mælir með kettinum og kransinum sem pakkaskrauti eða á jólatréð.Jólakötturinn Lítill jólaköttur sem hægt er að nota sem skraut eða leikfang Prjónafesta: um það bil 23 lykkjur og 40 umferðir = 10 x 10 cm.Efni Ístex Kambgarn 0059 - svartur. Hægt er að gera nokkrar kisur úr einni dokku Prjónamerki Hvítur (veiðihár), bleikur (nef) og blár (augu) þráður (fínt að nýta afganga) Bómull eða annað troðFitjið upp á 40 lykkjur og skiptið þeim á tvo prjóna, 20 lykkjur á hvorn prjón. Tengið í hring og setjið prjónamerki við upphaf umferðar og prjónið þar til stykkið mælist 7 cm. Prjónið tvær lykkjur saman út umferðina (20 lykkjur eftir). Prjónið eina umferð. Endurtakið síðustu tvær umferðirnar (10 lykkjur eftir). Slítið garnið frá, þræðið garnið upp á nál og dragið nálina í gegnum lykkjurnar. Togið í garnið til þess að loka gatinu alveg. Fyllið köttinn með bómull eða öðru troði og saumið fyrir toppinn (uppfitið). Nef og eyru: Saumið saman með bleikum þræði miðlykkjuna í umferðum 8 og 18. Sjá mynd. Þegar búið er að sauma nefið er hægt að móta eyrun betur. Augu: Staðsetjið augun, með bláum þræði, 3 umferðum og þrem lykkjum báðum megin fyrir ofan nefið.Veiðihár: Saumið með hvítum þræði út frá neðri hluta nefsins, 3 lykkjur í hvort í sína áttina. Heklið hanka með loftlykkjum og saumið í kisuna. Gangið frá endum.Afar auðvelt er að útbúa kransinn.Jólakrans Einfalt og mjög fljótlegt jólaskraut. Tilvalið til þess að skreyta pakkana, glugga, tréð eða bara hvar sem er. Erfiðleikastig: Mjög auðvelt. Prjónafesta: Hún skiptir í raun engu máli í þessu tilfelli. Efni Ístex Plötulopi 0078 – rauður. 1 plata nægir í þónokkra kransa Satínborði Sokkaprjónar: 2,5 mm Stoppunál (til þess að ganga frá endum) Búðu til þrjár snúrur með eftirfarandi hætti: Fitjaðu upp á tvær lykkjur með sokkaprjónum. Prjónið lykkjurnar tvær. Hér ættu lykkjurnar að vera á vinstri prjóninum og garnið fast við vinstri lykkjuna. Færið bandið yfir á hægri enda prjónsins og prjónið hægri lykkjuna og svo þá vinstri. Endurtakið þar til bandið mælist 20 cm. Prjónið lykkjurnar tvær saman og slítið bandið frá og dragið í gegnum lykkjuna til þess að loka henni. Ef snúrugerðin er óljós er hægt að finna prýðismyndbönd á Youtube með því að slá inn orðið i-cord í leitarvélina. Þegar búið er að prjóna allar þrjár snúrurnar eru þær festar saman með hnúti við einn endann og fléttaðar saman. Sjá mynd. Lokið hringnum með því að sauma endana saman. Gangið frá endum. Bindið slaufur utan um kransinn til þess að fela samskeytin. Hægt er að skreyta kransinn á ýmsa vegu og um að gera að láta ímyndunaraflið ráða för. Til dæmis er hægt að skreyta með perlum, glimmer eða greinum. Jólafréttir Mest lesið Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Gyðingakökur Jól Óskalagatónleikar, aðventu- kvöld og fjölbreytt listalíf Jólin Svona gerirðu graflax Jól Endurgerð á ömmusalati Jól Frá ljósanna hásal Jól Mömmukökur bestar Jólin Loftkökur Jól Hakkabuff með eggi á jólunum Jól
Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds er verkfræðingur með brennandi prjónaáhuga. Hún hannaði tvenns konar prjónað jólaskraut, jólakött og jólakrans fyrir Jólablaðið. Mér finnst fátt jólalegra en jólakötturinn. Hugmyndin um hann er svo skemmtileg og séríslensk,“ segir Arndís Ósk sem alltaf hefur gaman af að segja útlendingum frá kettinum illskeytta. „Reyndar varð hann mun krúttlegri hjá mér en ég ætlaði,“ segir hún og hlær. Jólakransinn hugsar Arndís Ósk fremur sem grunnuppskrift sem síðan er hægt leika sér með áfram. „Það mætti til dæmis setja á hann perlur, litlar jólakúlur og jafnvel ljós eða hafa hann stærri,“ lýsir verkfræðingurinn sem lærði að prjóna af ömmu sinni þegar hún var krakki og er forfallin prjónaáhugamanneskja í dag. Hún hefur gaman af því að hanna prjónaflíkur og á tvær útgefnar uppskriftir. Önnur þeirra, falleg peysa, var gefin út í virtu erlendu prjónatímariti. En er erfitt að gera jólaskrautið? „Nei, mjög auðvelt. Maður er sirka hálftíma að gera kransinn og klukkutíma að prjóna köttinn,“ segir hún og mælir með kettinum og kransinum sem pakkaskrauti eða á jólatréð.Jólakötturinn Lítill jólaköttur sem hægt er að nota sem skraut eða leikfang Prjónafesta: um það bil 23 lykkjur og 40 umferðir = 10 x 10 cm.Efni Ístex Kambgarn 0059 - svartur. Hægt er að gera nokkrar kisur úr einni dokku Prjónamerki Hvítur (veiðihár), bleikur (nef) og blár (augu) þráður (fínt að nýta afganga) Bómull eða annað troðFitjið upp á 40 lykkjur og skiptið þeim á tvo prjóna, 20 lykkjur á hvorn prjón. Tengið í hring og setjið prjónamerki við upphaf umferðar og prjónið þar til stykkið mælist 7 cm. Prjónið tvær lykkjur saman út umferðina (20 lykkjur eftir). Prjónið eina umferð. Endurtakið síðustu tvær umferðirnar (10 lykkjur eftir). Slítið garnið frá, þræðið garnið upp á nál og dragið nálina í gegnum lykkjurnar. Togið í garnið til þess að loka gatinu alveg. Fyllið köttinn með bómull eða öðru troði og saumið fyrir toppinn (uppfitið). Nef og eyru: Saumið saman með bleikum þræði miðlykkjuna í umferðum 8 og 18. Sjá mynd. Þegar búið er að sauma nefið er hægt að móta eyrun betur. Augu: Staðsetjið augun, með bláum þræði, 3 umferðum og þrem lykkjum báðum megin fyrir ofan nefið.Veiðihár: Saumið með hvítum þræði út frá neðri hluta nefsins, 3 lykkjur í hvort í sína áttina. Heklið hanka með loftlykkjum og saumið í kisuna. Gangið frá endum.Afar auðvelt er að útbúa kransinn.Jólakrans Einfalt og mjög fljótlegt jólaskraut. Tilvalið til þess að skreyta pakkana, glugga, tréð eða bara hvar sem er. Erfiðleikastig: Mjög auðvelt. Prjónafesta: Hún skiptir í raun engu máli í þessu tilfelli. Efni Ístex Plötulopi 0078 – rauður. 1 plata nægir í þónokkra kransa Satínborði Sokkaprjónar: 2,5 mm Stoppunál (til þess að ganga frá endum) Búðu til þrjár snúrur með eftirfarandi hætti: Fitjaðu upp á tvær lykkjur með sokkaprjónum. Prjónið lykkjurnar tvær. Hér ættu lykkjurnar að vera á vinstri prjóninum og garnið fast við vinstri lykkjuna. Færið bandið yfir á hægri enda prjónsins og prjónið hægri lykkjuna og svo þá vinstri. Endurtakið þar til bandið mælist 20 cm. Prjónið lykkjurnar tvær saman og slítið bandið frá og dragið í gegnum lykkjuna til þess að loka henni. Ef snúrugerðin er óljós er hægt að finna prýðismyndbönd á Youtube með því að slá inn orðið i-cord í leitarvélina. Þegar búið er að prjóna allar þrjár snúrurnar eru þær festar saman með hnúti við einn endann og fléttaðar saman. Sjá mynd. Lokið hringnum með því að sauma endana saman. Gangið frá endum. Bindið slaufur utan um kransinn til þess að fela samskeytin. Hægt er að skreyta kransinn á ýmsa vegu og um að gera að láta ímyndunaraflið ráða för. Til dæmis er hægt að skreyta með perlum, glimmer eða greinum.
Jólafréttir Mest lesið Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Gyðingakökur Jól Óskalagatónleikar, aðventu- kvöld og fjölbreytt listalíf Jólin Svona gerirðu graflax Jól Endurgerð á ömmusalati Jól Frá ljósanna hásal Jól Mömmukökur bestar Jólin Loftkökur Jól Hakkabuff með eggi á jólunum Jól