Gefur gjöfunum meira gildi Vera Einarsdóttir skrifar 9. desember 2013 10:00 Fallega skreyttir pakkar segja meira en mörg orð. Að baki þeim liggur falleg hugsun og hlýja. Vöruhönnuðurinn Anna Þórunn Hauksdóttir reynir eftir fremsta megni að gera þá pakka sem hún gefur persónulega. Hún tók vel í það þegar til hennar var leitað um að gefa hugmyndir að sniðugu pakkaskrauti. „Mér finnst voða gaman að gera hvern einasta pakka persónulegan og finnst það gefa gjöfunum meira gildi. Ég verð þó að viðurkenna að ég næ því ekki alltaf. Anna Þórunn notar aðallega hluti sem hún á til. „En það er líka hægt að kaupa ýmislegt sniðugt í verslunum á borð við Tiger og Söstrene Grene.“1. Anna Þórunn er afar hrifin af basti og ber þessi pakki merki þess. „Ég klippti umbúðapappír niður í þriggja sentímetra ræmur og saumaði hvít spor hvorum megin í hverja fyrir sig. Það er líka hægt að stytta sér leið með því að strika þykjustuspor með penna. Síðan fléttaði ég ræmurnar saman og límdi niður með límbandi á bakhlið pakkans.“ Perluð stjarna kemur svo í stað merkimiða en Anna Þórunn segir sniðugt að líma pappír með orðsendingu eða nafni viðtakandans á bakhliðina. „Ég geri þetta gjarnan og er um að gera að virkja börnin í perlið.“2. Þessi pakki er sannarlega mjúkur. „Ég prjóna aldrei en fékk móður mína til að fitja upp fyrir mig. Ég kláraði svo þennan litla bút og saumaði saman utan um pakkann. Prjónið lagðist svona ljómandi vel utan um hliðarnar en það væri sniðugt að útfæra þetta frekar með hnappagati og tölu öðrum megin. Annars þarf eiginlega að fylgja sprettunál með pakkanum,“ segir Anna Þórunn og hlær. Hún notar svo köflóttan borða og piparköku til frekara skrauts.3. Oregami-kúlurnar sem prýða þennan pakka keypti Anna Þórunn í Söstrene Grene. „Ég man hvað mér fannst svona pappírsskraut ótrúlega spennandi þegar ég var lítil og féll kylliflöt fyrir þessu. Piparkökuna hafði ég extra þykka og stakk tannstöngli neðan í hana áður en hún fór í ofninn. Ég þræddi svo perlur upp á stöngulinn og stakk honum ofan í pakkann. Merkimiðinn er einlitur úr Tiger en ég skreytti hann með eldgömlum skrautborða sem ég átti til.“4. Þessi pakki hæfir glysgjörnum viðtakanda. Skrautið er keypt í Megastore og límt ofan á pakkann. „Hreindýrið er úr Söstrene Grene en ég hef líka tekið plastdýr og úðað þau með málningarúða. Ég sting tannstönglum upp í dýrin og sting þeim svo ofan í pakkana.“MYND/STEFÁN Jólafréttir Mest lesið Vill rjúpu á jólaborðið Jól Jólaneglurnar verða vínrauðar Jól Jólanóttin Jól Töskur og óvenjulegar klukkur Jól Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi Jól Gleðilegt jólaglögg frá matreiðslumanni í heimsklassa Jól DIY - Jólapakki í peysu Jólin Hoppandi glaður með eitthvað nördalegt Jól Dós sem spilar íslenskt lag Jól Gjafir ætlaðar þeim sem ekki hafa efni á jólagjöfum Jól
Fallega skreyttir pakkar segja meira en mörg orð. Að baki þeim liggur falleg hugsun og hlýja. Vöruhönnuðurinn Anna Þórunn Hauksdóttir reynir eftir fremsta megni að gera þá pakka sem hún gefur persónulega. Hún tók vel í það þegar til hennar var leitað um að gefa hugmyndir að sniðugu pakkaskrauti. „Mér finnst voða gaman að gera hvern einasta pakka persónulegan og finnst það gefa gjöfunum meira gildi. Ég verð þó að viðurkenna að ég næ því ekki alltaf. Anna Þórunn notar aðallega hluti sem hún á til. „En það er líka hægt að kaupa ýmislegt sniðugt í verslunum á borð við Tiger og Söstrene Grene.“1. Anna Þórunn er afar hrifin af basti og ber þessi pakki merki þess. „Ég klippti umbúðapappír niður í þriggja sentímetra ræmur og saumaði hvít spor hvorum megin í hverja fyrir sig. Það er líka hægt að stytta sér leið með því að strika þykjustuspor með penna. Síðan fléttaði ég ræmurnar saman og límdi niður með límbandi á bakhlið pakkans.“ Perluð stjarna kemur svo í stað merkimiða en Anna Þórunn segir sniðugt að líma pappír með orðsendingu eða nafni viðtakandans á bakhliðina. „Ég geri þetta gjarnan og er um að gera að virkja börnin í perlið.“2. Þessi pakki er sannarlega mjúkur. „Ég prjóna aldrei en fékk móður mína til að fitja upp fyrir mig. Ég kláraði svo þennan litla bút og saumaði saman utan um pakkann. Prjónið lagðist svona ljómandi vel utan um hliðarnar en það væri sniðugt að útfæra þetta frekar með hnappagati og tölu öðrum megin. Annars þarf eiginlega að fylgja sprettunál með pakkanum,“ segir Anna Þórunn og hlær. Hún notar svo köflóttan borða og piparköku til frekara skrauts.3. Oregami-kúlurnar sem prýða þennan pakka keypti Anna Þórunn í Söstrene Grene. „Ég man hvað mér fannst svona pappírsskraut ótrúlega spennandi þegar ég var lítil og féll kylliflöt fyrir þessu. Piparkökuna hafði ég extra þykka og stakk tannstöngli neðan í hana áður en hún fór í ofninn. Ég þræddi svo perlur upp á stöngulinn og stakk honum ofan í pakkann. Merkimiðinn er einlitur úr Tiger en ég skreytti hann með eldgömlum skrautborða sem ég átti til.“4. Þessi pakki hæfir glysgjörnum viðtakanda. Skrautið er keypt í Megastore og límt ofan á pakkann. „Hreindýrið er úr Söstrene Grene en ég hef líka tekið plastdýr og úðað þau með málningarúða. Ég sting tannstönglum upp í dýrin og sting þeim svo ofan í pakkana.“MYND/STEFÁN
Jólafréttir Mest lesið Vill rjúpu á jólaborðið Jól Jólaneglurnar verða vínrauðar Jól Jólanóttin Jól Töskur og óvenjulegar klukkur Jól Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi Jól Gleðilegt jólaglögg frá matreiðslumanni í heimsklassa Jól DIY - Jólapakki í peysu Jólin Hoppandi glaður með eitthvað nördalegt Jól Dós sem spilar íslenskt lag Jól Gjafir ætlaðar þeim sem ekki hafa efni á jólagjöfum Jól