Grínast með að þær ætli að falsa brasilískt vegabréf fyrir mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2013 09:00 Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark Íslands á EM í Svíþjóð og hefur staðið sig vel á sínu fyrsta tímabili í norsku deildinni. Mynd/NordicPhotos/Getty Þrjár íslenskar landsliðskonur geta orðið norskir bikarmeistarar í dag þegar fjölþjóðalið Avaldsnes reynir að vinna fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir á möguleika á því að lyfta bikarnum í leikslok en hún er fyrirliði liðsins. „Það fór 0-0 þegar við mættum þeim síðast en þær voru töluvert betri í leiknum. Við erum eiginlega litla liðið því þær eru nýorðnar norskir meistarar. Þetta er samt bikarúrslitaleikur og það getur allt gerst,“ segir Guðbjörg. „Við náum alltaf að skapa okkur færi og skora mörk en varnarleikurinn verður að smella saman ef að við ætlum að vinna þennan leik. Ef ég held hreinu þá hljótum við að vinna, annars klárast ekki leikurinn,“ segir Guðbjörg létt.Mynd/NordicPhotos/GettyÞarf að eiga toppleik „Ég geri mér grein fyrir því að ef við ætlum að vinna þennan leik þá þarf ég að eiga toppleik. Það yrði einstök upplifun á ferlinum að taka við bikar utan landsteinanna. Ég hef líka spilað úrslitaleik í Svíþjóð þegar við í Djurgården töpuðum fyrir Örebro þegar Edda (Garðarsdóttir) og Ólína (Guðbjörg Viðarsdóttir) unnu. Ég hef tapað einu sinni úti og það er kominn tími á að vinna,“ segir Guðbjörg. „Þetta er allt öðru vísi leikur og fyrsta markið er ótrúlega mikilvægt. Það er draumur að geta gefið eitthvað til baka til eigandans sem hefur fjárfest svona mikið í þessu liði. Það væri líka geggjað fyrir bæinn ef við tækjum bikarinn. Þetta er lítið bæjarfélag og það væri gaman að geta gefið þeim titil.“ Undirbúningur liðsins hefur staðið í tæpar þrjár vikur og síðustu vikuna hefur áreitið verið töluvert. „Allt liðið fékk fría klippingu og litun frá einum styrktaraðila og þar voru tvær sjónvarpsstöðvar að taka viðtöl við okkur. Svo var NRK með okkur allan þriðjudaginn,“ segir Guðbjörg, en fékk allt liðið sér nokkuð sömu klippingu? „Nei. Ég litaði hárið aðeins dekkra, en Brassarnir eru alltaf að reyna að breyta mér í Brassa því þær vilja að ég spili fyrir Brasilíu. Þær vilja gefa mér brasilískt vegabréf þannig að ég var að grínast við þær að ég ætlaði að fá mér brasilíska klippingu,“ segir Guðbjörg.Mynd/NordicPhotos/GettyBrasilísku leikmennirnir Debinha og Rosana eru ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur og norska landsliðsframherjanum Cecilie Pedersen í stórum hlutverkum í sókn liðsins. „Þær eru alltaf að grínast við mig að þær ætli að falsa vegabréf fyrir mig. Ég er náttúrulega búin að spila fyrir Ísland en ég held að þær eigi ekkert sérstakan markmann. Þær eru ótrúlega góðar og bestu leikmenn liðsins,“ segir Guðbjörg. Avaldsnes endaði í fjórða sæti í norsku úrvalsdeildinni sem nýliði í deildinni en liðið var þó með 22 stigum færra en Stabæk. „Við áttum mjög góða seinni umferð og erum búnar að vera á uppleið. Vonandi toppum við bara á laugardaginn (í dag) og vinnum,“ segir Guðbjörg en Stabæk getur unnið bikarinn þriðja árið í röð. „Pressan er algjörlega á þeim og við höfum allt að vinna en auðvitað er pressan sem maður setur á sjálfa sig alltaf mest. Ég er klárlega að fara inn í þennan leik til þess að vinna hann. Það væri ótrúlega gaman að taka við bikarnum,“ sagði Guðbjörg. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Sjá meira
Þrjár íslenskar landsliðskonur geta orðið norskir bikarmeistarar í dag þegar fjölþjóðalið Avaldsnes reynir að vinna fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir á möguleika á því að lyfta bikarnum í leikslok en hún er fyrirliði liðsins. „Það fór 0-0 þegar við mættum þeim síðast en þær voru töluvert betri í leiknum. Við erum eiginlega litla liðið því þær eru nýorðnar norskir meistarar. Þetta er samt bikarúrslitaleikur og það getur allt gerst,“ segir Guðbjörg. „Við náum alltaf að skapa okkur færi og skora mörk en varnarleikurinn verður að smella saman ef að við ætlum að vinna þennan leik. Ef ég held hreinu þá hljótum við að vinna, annars klárast ekki leikurinn,“ segir Guðbjörg létt.Mynd/NordicPhotos/GettyÞarf að eiga toppleik „Ég geri mér grein fyrir því að ef við ætlum að vinna þennan leik þá þarf ég að eiga toppleik. Það yrði einstök upplifun á ferlinum að taka við bikar utan landsteinanna. Ég hef líka spilað úrslitaleik í Svíþjóð þegar við í Djurgården töpuðum fyrir Örebro þegar Edda (Garðarsdóttir) og Ólína (Guðbjörg Viðarsdóttir) unnu. Ég hef tapað einu sinni úti og það er kominn tími á að vinna,“ segir Guðbjörg. „Þetta er allt öðru vísi leikur og fyrsta markið er ótrúlega mikilvægt. Það er draumur að geta gefið eitthvað til baka til eigandans sem hefur fjárfest svona mikið í þessu liði. Það væri líka geggjað fyrir bæinn ef við tækjum bikarinn. Þetta er lítið bæjarfélag og það væri gaman að geta gefið þeim titil.“ Undirbúningur liðsins hefur staðið í tæpar þrjár vikur og síðustu vikuna hefur áreitið verið töluvert. „Allt liðið fékk fría klippingu og litun frá einum styrktaraðila og þar voru tvær sjónvarpsstöðvar að taka viðtöl við okkur. Svo var NRK með okkur allan þriðjudaginn,“ segir Guðbjörg, en fékk allt liðið sér nokkuð sömu klippingu? „Nei. Ég litaði hárið aðeins dekkra, en Brassarnir eru alltaf að reyna að breyta mér í Brassa því þær vilja að ég spili fyrir Brasilíu. Þær vilja gefa mér brasilískt vegabréf þannig að ég var að grínast við þær að ég ætlaði að fá mér brasilíska klippingu,“ segir Guðbjörg.Mynd/NordicPhotos/GettyBrasilísku leikmennirnir Debinha og Rosana eru ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur og norska landsliðsframherjanum Cecilie Pedersen í stórum hlutverkum í sókn liðsins. „Þær eru alltaf að grínast við mig að þær ætli að falsa vegabréf fyrir mig. Ég er náttúrulega búin að spila fyrir Ísland en ég held að þær eigi ekkert sérstakan markmann. Þær eru ótrúlega góðar og bestu leikmenn liðsins,“ segir Guðbjörg. Avaldsnes endaði í fjórða sæti í norsku úrvalsdeildinni sem nýliði í deildinni en liðið var þó með 22 stigum færra en Stabæk. „Við áttum mjög góða seinni umferð og erum búnar að vera á uppleið. Vonandi toppum við bara á laugardaginn (í dag) og vinnum,“ segir Guðbjörg en Stabæk getur unnið bikarinn þriðja árið í röð. „Pressan er algjörlega á þeim og við höfum allt að vinna en auðvitað er pressan sem maður setur á sjálfa sig alltaf mest. Ég er klárlega að fara inn í þennan leik til þess að vinna hann. Það væri ótrúlega gaman að taka við bikarnum,“ sagði Guðbjörg.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Sjá meira