Eðli rappsins: Að halda því alvöru Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. nóvember 2013 10:43 Gísli Pálmi Líklega er það okkur eðlislægt að sveipa fortíð okkar dýrðarljóma. Við eigum meira að segja fallegt orð yfir það: fortíðarþrá. Maður stendur sig oft að því að horfa til baka, rifja upp æskuna og sakna liðinna tíma. Nintendo-tölvuleikir, Turtles-kallar, bækur eftir Sigrúnu Eldjárn. Allt þetta vekur ljúfar minningar. Eitt sinn náði fortíðarþráin svo miklum tökum á mér að ég varð mér úti um Nintendo-tölvu og fór að spila gamla leiki. Ég hefði betur sleppt því. Því leikirnir voru ekki flottir. Og eiginlega hundleiðinlegir. Þetta skemmdi góðar minningar. Aðdáendur rapptónlistar glíma við svipað vandamál. Fortíðarþráin í rappmenningunni er ákaflega sterk. Gjarnan er talað um að „halda því alvöru“. Gamla rappið er þá notað sem viðmið fyrir nýja tónlist sem á að vera úrkynjuð. Að mínu mati er þessi frasi um „alvöru rapp“ þó algjörlega galinn. Sérstaklega þegar hann er tengdur við gamla tíma.Þetta má þó ekki misskilja sem svo að Tupac, Notorious B.I.G. og Wu-Tang séu ekki mikilvægir í sögunni. Og að maður geti ekki haft gaman af gamalli rapptónlist. Þetta snýst einfaldlega um eðli rapptónlistarinnar. Hip-hop-menningin er ögrandi í eðli sínu. Rappið er svipað og pönkið. Snýst um að vera vettvangur æskunnar til að tjá sig. Að þróa þetta listform. Rappið á ekki að vera staðnað, það á einmitt að vera andstaðan við stöðnun. Ferskleikinn knýr rappið áfram. Hér á landi eigum við fulltrúa þessarar nýju kynslóðar. Rapparinn Gísli Pálmi hefur þróað listformið. Hann ögrar, fer sínar eigin leiðir og vekur umtal. Svoleiðis listamenn eru umdeildir. Auðvelt er að mislíka eitthvað sem maður skilur ekki. En þeir sem kafa dýpra, undir yfirborðið, verða ekki sviknir. Rapparar eins og Gísli Pálmi eru eins og flottur Playstation 3-leikur við hliðina á gömlu Nintendo-leikjunum sem eru betur geymdir í minningunni. Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Líklega er það okkur eðlislægt að sveipa fortíð okkar dýrðarljóma. Við eigum meira að segja fallegt orð yfir það: fortíðarþrá. Maður stendur sig oft að því að horfa til baka, rifja upp æskuna og sakna liðinna tíma. Nintendo-tölvuleikir, Turtles-kallar, bækur eftir Sigrúnu Eldjárn. Allt þetta vekur ljúfar minningar. Eitt sinn náði fortíðarþráin svo miklum tökum á mér að ég varð mér úti um Nintendo-tölvu og fór að spila gamla leiki. Ég hefði betur sleppt því. Því leikirnir voru ekki flottir. Og eiginlega hundleiðinlegir. Þetta skemmdi góðar minningar. Aðdáendur rapptónlistar glíma við svipað vandamál. Fortíðarþráin í rappmenningunni er ákaflega sterk. Gjarnan er talað um að „halda því alvöru“. Gamla rappið er þá notað sem viðmið fyrir nýja tónlist sem á að vera úrkynjuð. Að mínu mati er þessi frasi um „alvöru rapp“ þó algjörlega galinn. Sérstaklega þegar hann er tengdur við gamla tíma.Þetta má þó ekki misskilja sem svo að Tupac, Notorious B.I.G. og Wu-Tang séu ekki mikilvægir í sögunni. Og að maður geti ekki haft gaman af gamalli rapptónlist. Þetta snýst einfaldlega um eðli rapptónlistarinnar. Hip-hop-menningin er ögrandi í eðli sínu. Rappið er svipað og pönkið. Snýst um að vera vettvangur æskunnar til að tjá sig. Að þróa þetta listform. Rappið á ekki að vera staðnað, það á einmitt að vera andstaðan við stöðnun. Ferskleikinn knýr rappið áfram. Hér á landi eigum við fulltrúa þessarar nýju kynslóðar. Rapparinn Gísli Pálmi hefur þróað listformið. Hann ögrar, fer sínar eigin leiðir og vekur umtal. Svoleiðis listamenn eru umdeildir. Auðvelt er að mislíka eitthvað sem maður skilur ekki. En þeir sem kafa dýpra, undir yfirborðið, verða ekki sviknir. Rapparar eins og Gísli Pálmi eru eins og flottur Playstation 3-leikur við hliðina á gömlu Nintendo-leikjunum sem eru betur geymdir í minningunni.
Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira