Íslensk raftónlist ómar í Berlín Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. nóvember 2013 11:00 Pan er hér til vinstri en hann kemur fram ásamt föður sínum, Óskari Thorarensen, til hægri. Íslenska raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival verður haldin í Berlín á næsta ári, en undanfarin fjögur ár hefur hún verið haldin í félagsheimilinu á Hellissandi. Í tengslum við hátíðina verða haldnir tónleikar í kvöld á skemmtistaðnum Urban Spree í miðbæ Berlínarborgar og munu íslenskir tónlistarmenn koma fram. „Til okkar koma Stereo Hypnosis og Futuregrapher. Þetta verður örugglega magnað kvöld, flottir tónlistarmenn og góður skemmtistaður sem er afar vinsæll á meðal listafólks hér í Berlín,“ segir Pan Thorarensen skipuleggjandi hátíðarinnar. Pan segir að hugmyndin um að færa hátíðina út fyrir landsteinana hafi kviknað í fyrra. „Við erum búin að vera á Hellissandi í fjögur ár og okkur langaði að halda upp á fimm ára afmælið með sérstökum hætti. Okkur langaði að kynna íslenska raftónlist í útlöndum og koma á samböndum milli íslenskra og erlendra raftónlistarmanna,“ segir Pan. Hann segir að ákvörðunin hafi vakið athygli á meðal fastagesta. „Einhverjir voru svekktir yfir að komast ekki á hátíðina, en allir sýndu þessu skilning. Ég hef heyrt af miklum áhuga fólks heima að koma út til Berlínar þegar hátíðin verður haldin í júlí á næsta ári.“ Auk þess að halda tónleika í kvöld mun Pan standa fyrir tónleikum í Berlín í janúar, mars og maí. Sem verða liður í kynningu fram að hátíðinni. Hátíðin verður svo aftur haldin á Hellissandi 2015. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Íslenska raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival verður haldin í Berlín á næsta ári, en undanfarin fjögur ár hefur hún verið haldin í félagsheimilinu á Hellissandi. Í tengslum við hátíðina verða haldnir tónleikar í kvöld á skemmtistaðnum Urban Spree í miðbæ Berlínarborgar og munu íslenskir tónlistarmenn koma fram. „Til okkar koma Stereo Hypnosis og Futuregrapher. Þetta verður örugglega magnað kvöld, flottir tónlistarmenn og góður skemmtistaður sem er afar vinsæll á meðal listafólks hér í Berlín,“ segir Pan Thorarensen skipuleggjandi hátíðarinnar. Pan segir að hugmyndin um að færa hátíðina út fyrir landsteinana hafi kviknað í fyrra. „Við erum búin að vera á Hellissandi í fjögur ár og okkur langaði að halda upp á fimm ára afmælið með sérstökum hætti. Okkur langaði að kynna íslenska raftónlist í útlöndum og koma á samböndum milli íslenskra og erlendra raftónlistarmanna,“ segir Pan. Hann segir að ákvörðunin hafi vakið athygli á meðal fastagesta. „Einhverjir voru svekktir yfir að komast ekki á hátíðina, en allir sýndu þessu skilning. Ég hef heyrt af miklum áhuga fólks heima að koma út til Berlínar þegar hátíðin verður haldin í júlí á næsta ári.“ Auk þess að halda tónleika í kvöld mun Pan standa fyrir tónleikum í Berlín í janúar, mars og maí. Sem verða liður í kynningu fram að hátíðinni. Hátíðin verður svo aftur haldin á Hellissandi 2015.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira