Ætluðu að ná sér niðri á skólameistara Friðrika Benónýsdóttir skrifar 21. nóvember 2013 13:00 Fræbbblarnir 1981 "…og svo fannst okkur þetta bara svo gaman að við ákváðum að halda áfram.“ Mynd: FH Hin goðsagnakennda hljómsveit Fræbbblarnir fagnar 35 ára afmæli sínu annað kvöld. „Afmælið sjálft er reyndar á mánudaginn, 25. nóvember, en þar sem mánudagar henta illa til partíhalds ákváðum við að halda upp á þetta á föstudaginn í staðinn,“ segir Valgarður Guðjónsson, söngvari Fræbbblanna, sem spiluðu í fyrsta sinn fyrir þrjátíu og fimm árum á menningarhátíð Menntaskólans í Kópavogi, Myrkramessu. „Þessi menningarhátíð MK var svona aðallega kórsöngur og ljóðalestur, allt hámenningarlegt,“ útskýrir Valgarður. „Einn okkar hafði lent upp á kant við skólameistarann og við ákváðum að krassa partíið með smálátum og gera grín að skólameistara til að ná okkur niðri á honum. Það gekk nú ekki átakalaust að fá að spila þarna, en okkur tókst að þjösna því í gegn að við fengjum að koma fram.“Valgarður GuðjónssonMarkmiðið var ekki að hljómsveitin héldi áfram eftir þá uppákomu en örlögin gripu í taumana og hún er í fullu fjöri enn í dag. „Það komu tveir strákar sem voru að gera sjónvarpsþætti um menntaskólalíf og vildu fá okkur í sjónvarpið,“ útskýrir Valgarður. „Þá náttúrulega urðum við að halda okkur gangandi fram yfir upptökur á þættinum og svo fannst okkur þetta bara svo gaman að við ákváðum að halda áfram.“ Fræbbblarnir hafa gengið í gegnum alls konar breytingar á ferlinum, en upphaflegir meðlimir eru margir „komnir aftur heim" og er liðsskipan nánast sú sama í dag og hún var á Myrkramessunni um árið. Þorsteinn Hallgrímsson spilaði á bassa, Valgarður Guðjónsson söng og til aðstoðar við undirbúning voru þeir Arnór Snorrason og Ríkharður H. Friðriksson. Arnór og Ríkharður gengu báðir fljótlega til liðs við hljómsveitina. Þeir eru allir meðlimir í dag auk þess sem Guðmundur Gunnarsson trommar, Helgi Briem spilar á bassa og Iðunn Magnúsdóttir syngur. Í tilefni af afmælinu verður opið hús, frítt inn og „gamaldags“ partí á Gamla Gauknum annað kvöld. Fræbbblarnir spila rétt um fimmtíu lög, nýtt efni, lög af „Viltu nammi væna?“ og „Bjór“, öll lögin frá Myrkramessunni og talsvert af annarra hljómsveita efni, lög sem mótuðu hljómsveitina á sínum tíma, að sögn Valgarðs. Gleðin hefst klukkan 23 og stendur fram eftir nóttu. Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Hin goðsagnakennda hljómsveit Fræbbblarnir fagnar 35 ára afmæli sínu annað kvöld. „Afmælið sjálft er reyndar á mánudaginn, 25. nóvember, en þar sem mánudagar henta illa til partíhalds ákváðum við að halda upp á þetta á föstudaginn í staðinn,“ segir Valgarður Guðjónsson, söngvari Fræbbblanna, sem spiluðu í fyrsta sinn fyrir þrjátíu og fimm árum á menningarhátíð Menntaskólans í Kópavogi, Myrkramessu. „Þessi menningarhátíð MK var svona aðallega kórsöngur og ljóðalestur, allt hámenningarlegt,“ útskýrir Valgarður. „Einn okkar hafði lent upp á kant við skólameistarann og við ákváðum að krassa partíið með smálátum og gera grín að skólameistara til að ná okkur niðri á honum. Það gekk nú ekki átakalaust að fá að spila þarna, en okkur tókst að þjösna því í gegn að við fengjum að koma fram.“Valgarður GuðjónssonMarkmiðið var ekki að hljómsveitin héldi áfram eftir þá uppákomu en örlögin gripu í taumana og hún er í fullu fjöri enn í dag. „Það komu tveir strákar sem voru að gera sjónvarpsþætti um menntaskólalíf og vildu fá okkur í sjónvarpið,“ útskýrir Valgarður. „Þá náttúrulega urðum við að halda okkur gangandi fram yfir upptökur á þættinum og svo fannst okkur þetta bara svo gaman að við ákváðum að halda áfram.“ Fræbbblarnir hafa gengið í gegnum alls konar breytingar á ferlinum, en upphaflegir meðlimir eru margir „komnir aftur heim" og er liðsskipan nánast sú sama í dag og hún var á Myrkramessunni um árið. Þorsteinn Hallgrímsson spilaði á bassa, Valgarður Guðjónsson söng og til aðstoðar við undirbúning voru þeir Arnór Snorrason og Ríkharður H. Friðriksson. Arnór og Ríkharður gengu báðir fljótlega til liðs við hljómsveitina. Þeir eru allir meðlimir í dag auk þess sem Guðmundur Gunnarsson trommar, Helgi Briem spilar á bassa og Iðunn Magnúsdóttir syngur. Í tilefni af afmælinu verður opið hús, frítt inn og „gamaldags“ partí á Gamla Gauknum annað kvöld. Fræbbblarnir spila rétt um fimmtíu lög, nýtt efni, lög af „Viltu nammi væna?“ og „Bjór“, öll lögin frá Myrkramessunni og talsvert af annarra hljómsveita efni, lög sem mótuðu hljómsveitina á sínum tíma, að sögn Valgarðs. Gleðin hefst klukkan 23 og stendur fram eftir nóttu.
Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira