Dansverkið Coming Up valið á Aerowaves Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. nóvember 2013 11:00 Dansverkið Coming Up hefur verið valið í hóp þeirra verka sem evrópska sviðslistanetið Aerowaves mun setja í forgang árið 2014. „Það er auðvitað gaman fyrir unga danshöfunda að fá tækifæri til að sýna verkin sín erlendis,“ segir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, annar höfunda verksins. Verkið var frumsýnt í Tjarnarbíói í mars síðastliðnum en það eru þær Melkorka og Katrín Gunnarsdóttir sem eru höfundar og flytjendur. Sýningin fékk lofsamlegar viðtökur og hlaut Grímuverðlaun í flokknum Danshöfundur ársins 2013. Aerowaves-netið samanstendur af meira en 70 hátíðum, leikhúsum og sýningarstöðum vítt og breitt um Evrópu. Það er mikill heiður að komast í hóp útvalinna en í ár bárust rúmlega 400 umsóknir frá 34 löndum en einungis tuttugu verk voru valin. „Það er óskaplega mikils virði að komast inn í þetta tengslanet og fá þennan lykil að evrópsku danssenunni,“ segir Melkorka. „Þetta kom okkur mjög skemmtilega á óvart og við erum mjög þakklátar fyrir þetta tækifæri.“ Coming Up hefur sem sagt möguleika á að ferðast á dans- og leiklistarhátíðir víðs vegar á næsta ári, meðal annars Spring Forward-hátíðina sem haldin verður í Svíþjóð í apríl 2014. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Dansverkið Coming Up hefur verið valið í hóp þeirra verka sem evrópska sviðslistanetið Aerowaves mun setja í forgang árið 2014. „Það er auðvitað gaman fyrir unga danshöfunda að fá tækifæri til að sýna verkin sín erlendis,“ segir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, annar höfunda verksins. Verkið var frumsýnt í Tjarnarbíói í mars síðastliðnum en það eru þær Melkorka og Katrín Gunnarsdóttir sem eru höfundar og flytjendur. Sýningin fékk lofsamlegar viðtökur og hlaut Grímuverðlaun í flokknum Danshöfundur ársins 2013. Aerowaves-netið samanstendur af meira en 70 hátíðum, leikhúsum og sýningarstöðum vítt og breitt um Evrópu. Það er mikill heiður að komast í hóp útvalinna en í ár bárust rúmlega 400 umsóknir frá 34 löndum en einungis tuttugu verk voru valin. „Það er óskaplega mikils virði að komast inn í þetta tengslanet og fá þennan lykil að evrópsku danssenunni,“ segir Melkorka. „Þetta kom okkur mjög skemmtilega á óvart og við erum mjög þakklátar fyrir þetta tækifæri.“ Coming Up hefur sem sagt möguleika á að ferðast á dans- og leiklistarhátíðir víðs vegar á næsta ári, meðal annars Spring Forward-hátíðina sem haldin verður í Svíþjóð í apríl 2014.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira