Takk fyrir árin tíu, tussan þín Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 16. nóvember 2013 06:00 Í ár eru akkúrat tíu ár síðan ég byrjaði að vinna á símanum á Fréttablaðinu. Ég var nýkomin heim úr reisu um Evrópu og vantaði vinnu. Tók í rauninni það fyrsta sem bauðst. Fékk svo lítið útborgað að það myndi varla duga fyrir einum poka í Bónus í dag. Sama dag og ég hóf störf byrjaði önnur stelpa líka á símanum. Við sátum hlið við hlið. Hún var sjúklega sæt, ljóshærð og alltaf brosandi. Hvers manns hugljúfi. Ég kannaðist svo við hana. Í marga daga reyndi ég að koma henni fyrir mig. Einn daginn fattaði ég hvar ég hafði séð hana áður. Ég var nefnilega sjúklega ástfangin af strák á þessum tíma. Hann vildi ekkert með mig hafa en ég sá varla sólina fyrir honum. Eina helgi á bar, áður en ég byrjaði á Fréttablaðinu, sá ég þennan ljóshærða samstarfsfélaga minn spjalla, hlæja og fíflast með manninum sem ég dýrkaði. Svo yfirgáfu þau staðinn saman. Þau hefðu pottþétt farið heim saman. Ég hataði hana strax. Brosti mínu falska brosi en bölvaði henni í hljóði í hvert skipti sem hún opnaði sinn óþolandi fullkomna munn. Helvítis tussan! Það reyndist mér erfiðara og erfiðara að hata hana því hún var eiginlega fáránlega frábær. Ég streittist á móti eins lengi og ég gat þangað til ég gafst upp og spurði hana hreint út hvort hún hefði sofið hjá stráknum sem ég tilbað. Ég gleymi aldrei ósvikna hlátrinum sem hún gaf frá sér. Hún hélt nú ekki! Hafði engan áhuga á honum! Þótt ótrúlegt megi virðast er þessi fyrrverandi tussa besta vinkona mín í dag. Sálufélagi sem ég gæti ekki lifað án. Ég, sem er meistari í að tala ekki um tilfinningar mínar, get alltaf leitað til hennar. Hún veit alltaf hvað hún á að segja og lætur mér alltaf líða betur. Hún gerir mig að betri manneskju. Hún fær mig til að brosa þegar mér fallast hendur. Tíu ár eru kannski ekki langur tími en ég vil ekki hugsa um hve lítilfjörlegt líf mitt væri ef ég hefði aldrei kynnst henni – helvítis tussunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun
Í ár eru akkúrat tíu ár síðan ég byrjaði að vinna á símanum á Fréttablaðinu. Ég var nýkomin heim úr reisu um Evrópu og vantaði vinnu. Tók í rauninni það fyrsta sem bauðst. Fékk svo lítið útborgað að það myndi varla duga fyrir einum poka í Bónus í dag. Sama dag og ég hóf störf byrjaði önnur stelpa líka á símanum. Við sátum hlið við hlið. Hún var sjúklega sæt, ljóshærð og alltaf brosandi. Hvers manns hugljúfi. Ég kannaðist svo við hana. Í marga daga reyndi ég að koma henni fyrir mig. Einn daginn fattaði ég hvar ég hafði séð hana áður. Ég var nefnilega sjúklega ástfangin af strák á þessum tíma. Hann vildi ekkert með mig hafa en ég sá varla sólina fyrir honum. Eina helgi á bar, áður en ég byrjaði á Fréttablaðinu, sá ég þennan ljóshærða samstarfsfélaga minn spjalla, hlæja og fíflast með manninum sem ég dýrkaði. Svo yfirgáfu þau staðinn saman. Þau hefðu pottþétt farið heim saman. Ég hataði hana strax. Brosti mínu falska brosi en bölvaði henni í hljóði í hvert skipti sem hún opnaði sinn óþolandi fullkomna munn. Helvítis tussan! Það reyndist mér erfiðara og erfiðara að hata hana því hún var eiginlega fáránlega frábær. Ég streittist á móti eins lengi og ég gat þangað til ég gafst upp og spurði hana hreint út hvort hún hefði sofið hjá stráknum sem ég tilbað. Ég gleymi aldrei ósvikna hlátrinum sem hún gaf frá sér. Hún hélt nú ekki! Hafði engan áhuga á honum! Þótt ótrúlegt megi virðast er þessi fyrrverandi tussa besta vinkona mín í dag. Sálufélagi sem ég gæti ekki lifað án. Ég, sem er meistari í að tala ekki um tilfinningar mínar, get alltaf leitað til hennar. Hún veit alltaf hvað hún á að segja og lætur mér alltaf líða betur. Hún gerir mig að betri manneskju. Hún fær mig til að brosa þegar mér fallast hendur. Tíu ár eru kannski ekki langur tími en ég vil ekki hugsa um hve lítilfjörlegt líf mitt væri ef ég hefði aldrei kynnst henni – helvítis tussunni.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun