Óþreyjufulli eigandinn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 15. nóvember 2013 06:00 Segja má að áherzlumunur varðandi hlutverk Landsvirkjunar hafi komið fram í máli forstjóra fyrirtækisins og iðnaðarráðherra á ársfundi Landsvirkjunar í fyrradag. Hörður Arnarson forstjóri ítrekaði stefnu sem stjórn fyrirtækisins hefur markað; „að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra rifjaði hins vegar upp að við stofnun Landsvirkjunar hefði fyrirtækinu verið falið að „framfylgja þeirri stefnu eigenda sinna að nýta orkuauðlindir landsins til atvinnuuppbyggingar og aukins hagvaxtar.“ Þessa skilgreiningu á hlutverki Landsvirkjunar setti ráðherrann síðan í samhengi við það sem ekki verður skilið öðruvísi en sem gagnrýni á stjórnendur fyrirtækisins; að ekki hafi gengið nógu hratt að gera raforkusamninga við erlend stóriðjufyrirtæki sem leitað hafa hófanna um að reisa hér verksmiðjur. „Ég veit að mörg þessara fjárfestingaverkefna rata inn á borð Landsvirkjunar og sum eru þar til umfjöllunar. Í ljósi þess sem hér var sagt um brýna nauðsyn aukinnar fjárfestingar verð ég að viðurkenna að ég er orðin óþreyjufull og vil fara að sjá árangur og að verkefnin verði að veruleika,“ sagði Ragnheiður Elín. Hún nefndi sérstaklega álver Norðuráls í Helguvík og að aðkoma Landsvirkjunar að samningum um það gæti „haft mikilvæga þýðingu, jafnvel úrslitaáhrif“. Flestir sem vilja hraða því að íslenzkt atvinnulíf rétti úr kútnum vilja sjá meiri fjárfestingar í landinu, ekki sízt erlendar. En stjórnmálamenn verða samt að standast þá freistingu að beita orkufyrirtæki í opinberri eigu þrýstingi að setja orkuna á útsölu til að tryggja framkvæmdir og atvinnuuppbyggingu til skemmri tíma litið. Þetta þarf að fara hönd í hönd; atvinnuuppbyggingin og langtímaarðsemi orkufyrirtækjanna. Fram hefur komið að Landsvirkjun sé í samningaviðræðum við ýmis iðnfyrirtæki. Fyrirtækið telur sig bjóða vel samkeppnishæft raforkuverð, þannig að það standi ekki í vegi fyrir því að þessi fyrirtæki taki ákvörðun. Við skulum hafa í huga að efnahagslífið er í lægð í flestum heimshlutum og alþjóðleg fyrirtæki varkárari en ella. Það borgar sig ekki að grípa til neinna örþrifaráða til að fá þau til að ákveða sig. Svo er hollt fyrir fulltrúa ríkisvaldsins að rifja upp að undanfarin ár hafa stjórnvöld ekki beinlínis unnið nein afrek í að skapa erlendri fjárfestingu aðlaðandi umhverfi á Íslandi. Það hefur ekki breytzt með stjórnarskiptum. Vonandi beitir ríkið ekki eigendavaldi sínu til að fá Landsvirkjun til að taka ákvarðanir sem væru óskynsamlegar út frá langtímaarðsemi fyrirtækisins. Þessi umræða ýtir þó við þeirri spurningu, sem stundum hefur verið spurt, hvort ríkið sé endilega bezti eigandi Landsvirkjunar. Væri jafnvel betra að skammtímasjónarmið stjórnmálamanna og sjónarmið um langtímaarðsemi væru skilin alveg í sundur og inn í Landsvirkjun kæmi þolinmótt fjármagn, til dæmis frá lífeyrissjóðunum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að mása sig hása til að tefja Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun
Segja má að áherzlumunur varðandi hlutverk Landsvirkjunar hafi komið fram í máli forstjóra fyrirtækisins og iðnaðarráðherra á ársfundi Landsvirkjunar í fyrradag. Hörður Arnarson forstjóri ítrekaði stefnu sem stjórn fyrirtækisins hefur markað; „að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra rifjaði hins vegar upp að við stofnun Landsvirkjunar hefði fyrirtækinu verið falið að „framfylgja þeirri stefnu eigenda sinna að nýta orkuauðlindir landsins til atvinnuuppbyggingar og aukins hagvaxtar.“ Þessa skilgreiningu á hlutverki Landsvirkjunar setti ráðherrann síðan í samhengi við það sem ekki verður skilið öðruvísi en sem gagnrýni á stjórnendur fyrirtækisins; að ekki hafi gengið nógu hratt að gera raforkusamninga við erlend stóriðjufyrirtæki sem leitað hafa hófanna um að reisa hér verksmiðjur. „Ég veit að mörg þessara fjárfestingaverkefna rata inn á borð Landsvirkjunar og sum eru þar til umfjöllunar. Í ljósi þess sem hér var sagt um brýna nauðsyn aukinnar fjárfestingar verð ég að viðurkenna að ég er orðin óþreyjufull og vil fara að sjá árangur og að verkefnin verði að veruleika,“ sagði Ragnheiður Elín. Hún nefndi sérstaklega álver Norðuráls í Helguvík og að aðkoma Landsvirkjunar að samningum um það gæti „haft mikilvæga þýðingu, jafnvel úrslitaáhrif“. Flestir sem vilja hraða því að íslenzkt atvinnulíf rétti úr kútnum vilja sjá meiri fjárfestingar í landinu, ekki sízt erlendar. En stjórnmálamenn verða samt að standast þá freistingu að beita orkufyrirtæki í opinberri eigu þrýstingi að setja orkuna á útsölu til að tryggja framkvæmdir og atvinnuuppbyggingu til skemmri tíma litið. Þetta þarf að fara hönd í hönd; atvinnuuppbyggingin og langtímaarðsemi orkufyrirtækjanna. Fram hefur komið að Landsvirkjun sé í samningaviðræðum við ýmis iðnfyrirtæki. Fyrirtækið telur sig bjóða vel samkeppnishæft raforkuverð, þannig að það standi ekki í vegi fyrir því að þessi fyrirtæki taki ákvörðun. Við skulum hafa í huga að efnahagslífið er í lægð í flestum heimshlutum og alþjóðleg fyrirtæki varkárari en ella. Það borgar sig ekki að grípa til neinna örþrifaráða til að fá þau til að ákveða sig. Svo er hollt fyrir fulltrúa ríkisvaldsins að rifja upp að undanfarin ár hafa stjórnvöld ekki beinlínis unnið nein afrek í að skapa erlendri fjárfestingu aðlaðandi umhverfi á Íslandi. Það hefur ekki breytzt með stjórnarskiptum. Vonandi beitir ríkið ekki eigendavaldi sínu til að fá Landsvirkjun til að taka ákvarðanir sem væru óskynsamlegar út frá langtímaarðsemi fyrirtækisins. Þessi umræða ýtir þó við þeirri spurningu, sem stundum hefur verið spurt, hvort ríkið sé endilega bezti eigandi Landsvirkjunar. Væri jafnvel betra að skammtímasjónarmið stjórnmálamanna og sjónarmið um langtímaarðsemi væru skilin alveg í sundur og inn í Landsvirkjun kæmi þolinmótt fjármagn, til dæmis frá lífeyrissjóðunum?
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun