Vertu besta útgáfan af sjálfri þér Marín Manda skrifar 15. nóvember 2013 11:15 Helga Marín Bergsteinsdóttir. Sex fyrirlesarar halda námskeiðið Orka, hreysti og vellíðan fyrir konuna sem vill lifa lífinu til fullnustu. Ég hef unnið með konum frá öllum hornum heimsins og mér finnst áberandi hve íslenskar konur eru öflugri en flestar þær sem ég hef hitt annars staðar. Þær gera sér kannski ekki grein fyrir því sjálfar en eru með ótrúlegan kraft sem þær ná stundum ekki að virkja að fullu,“ segir Helga Marín Bergsteinsdóttir, sem er menntuð sem íþróttafræðingur og markþjálfi. Helga Marín býr í Dubai og rekur sitt eigið fyrirtæki, Health, Mind and Body. Í þessari heimsókn sinni til Íslands ákvað hún ásamt fimm öðrum reynsluríkum konum að halda námskeið til að efla konuna ásamt því að láta gott af sér leiða. Námskeiðið nefnist Orka, hreysti og vellíðan og er haldið til styrktar Ljósinu. „Ég lærði fyrir nokkrum árum að tengjast innsæi mínu en þá koma ótrúlegir hlutir upp í hendurnar á manni. Á yngri árum var ég með bæði brotna sjálfsmynd og lélegt sjálfstraust en með réttum verkfærum hefur það leitt mig í ýmis verkefni sem mig hafði aldrei grunað. Það er sorglegt hve mikil verðmæti fara til spillis þegar sjálfstraustið vantar,“ segir Helga Marín og heldur áfram: „Svörin gætu legið nær þér en þú heldur því flestar okkar eiga sér drauma en fæstar okkar láta þá rætast.“ Aðrir fyrirlesarar sjálfseflingarnámskeiðsins eru þær Guðrún Bergmann, Ingrid Kuhlman, Lukka Pálsdóttir, Bjargey Aðalsteinsdóttir og Edda Björgvins. Námskeiðið fer fram á Happi laugardaginn 16. nóvember frá kl. 10-16 en hægt að kaupa miða á midi.is Nánari upplýsingar er að finna á healthmindbody.net Heilsa Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Sjá meira
Sex fyrirlesarar halda námskeiðið Orka, hreysti og vellíðan fyrir konuna sem vill lifa lífinu til fullnustu. Ég hef unnið með konum frá öllum hornum heimsins og mér finnst áberandi hve íslenskar konur eru öflugri en flestar þær sem ég hef hitt annars staðar. Þær gera sér kannski ekki grein fyrir því sjálfar en eru með ótrúlegan kraft sem þær ná stundum ekki að virkja að fullu,“ segir Helga Marín Bergsteinsdóttir, sem er menntuð sem íþróttafræðingur og markþjálfi. Helga Marín býr í Dubai og rekur sitt eigið fyrirtæki, Health, Mind and Body. Í þessari heimsókn sinni til Íslands ákvað hún ásamt fimm öðrum reynsluríkum konum að halda námskeið til að efla konuna ásamt því að láta gott af sér leiða. Námskeiðið nefnist Orka, hreysti og vellíðan og er haldið til styrktar Ljósinu. „Ég lærði fyrir nokkrum árum að tengjast innsæi mínu en þá koma ótrúlegir hlutir upp í hendurnar á manni. Á yngri árum var ég með bæði brotna sjálfsmynd og lélegt sjálfstraust en með réttum verkfærum hefur það leitt mig í ýmis verkefni sem mig hafði aldrei grunað. Það er sorglegt hve mikil verðmæti fara til spillis þegar sjálfstraustið vantar,“ segir Helga Marín og heldur áfram: „Svörin gætu legið nær þér en þú heldur því flestar okkar eiga sér drauma en fæstar okkar láta þá rætast.“ Aðrir fyrirlesarar sjálfseflingarnámskeiðsins eru þær Guðrún Bergmann, Ingrid Kuhlman, Lukka Pálsdóttir, Bjargey Aðalsteinsdóttir og Edda Björgvins. Námskeiðið fer fram á Happi laugardaginn 16. nóvember frá kl. 10-16 en hægt að kaupa miða á midi.is Nánari upplýsingar er að finna á healthmindbody.net
Heilsa Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Sjá meira