Sýna unglingum heimildarmyndina um Pussy Riot Ólöf Skaftadóttir skrifar 14. nóvember 2013 07:00 Hrönn Sveinsdóttir segir jafnmikilvægt að læra að lesa myndmál og texta „Við höfum mikið pælt í þessu. Það væri áhugavert að taka það upp að Bechdel-meta allar myndirnar okkar, en það myndi seint stjórna dagskránni,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastýra Bíó Paradísar, um að taka upp Bechdel-mat á nýjum myndum á dagskrá kvikmyndahússins. Mikil umræða hefur spunnist í kringum Bechdel-prófið eftir að fjögur kvikmyndahús í Svíþjóð tóku sig saman um að innleiða Bechdel-prófið svo nefnda í kynningu nýrra mynda nú á dögunum. Bechdel-prófið er notað til þess að greina kynjahalla í skáldverkum. Til þess að standast prófið þurfa að minnsta kosti tvær kvenpersónur að vera í verkinu og þær þurfa að eiga samræður um eitthvað annað en karlviðfangsefni. Prófið er nefnt eftir teiknimyndahöfundinum Alison Bechdel. Bechdel-prófið er því ekki gagnrýni á myndirnar sem slíkar, en í sögu Alison Bechdel er reglan sett fram sem grín á augljósa fyrirferð karla innan söguheims kvikmyndanna. „Við erum svo undirmönnuð í Bíó Paradís og þetta myndi fela í sér mikla vinnu, en við tökum því fagnandi ef einhver gæti aðstoðað okkur. Við tökum eftir því ef hallar hræðilega á annað kynið í myndum sem við erum að sýna,“ segir Hrönn jafnframt. „Þetta skiptir auðvitað mestu máli í sýningum fyrir börn, en þar höfum við skýra stefnu í þessum efnum,“ bætir Hrönn við. „Við höfum síðastliðin þrjú ár haft skólasýningar, bæði fyrir grunn- og framhaldsskóla. Þar er markmiðið að kenna kvikmyndalæsi og að þekkja staðalímyndir í kvikmyndum,“ segir Hrönn. „Það er farið að skipta jafn miklu máli að geta lesið myndmál og að lesa. Til dæmis sýnum við unglingum heimildarmyndina um Pussy Riot og tölum um tjáningarfrelsi, félagslega samstöðu, mannréttindi og kynjahlutverk um víða veröld. Að sama skapi sýnum við börnum Blancanieves, sem er spænsk útgáfa af Mjallhvíti þar sem hún slæst í för með sjö dvergum sem allir eru nautabanar og gerist nautabani sjálf,“ segir Hrönn og imprar á mikilvægi kvikmyndalæsis. „Það þarf að geta gert greinarmun á morði í kvikmynd og morði í fréttunum,“ útskýrir Hrönn. Stór hluti kvikmynda fellur á hinu einfalda Bechdel-prófi. Má þar nefna margar vinsælustu myndir síðustu ára, til að mynda Avatar, Stjörnustríðsmyndirnar og Hringadróttinssögu. Andóf Pussy Riot Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira
„Við höfum mikið pælt í þessu. Það væri áhugavert að taka það upp að Bechdel-meta allar myndirnar okkar, en það myndi seint stjórna dagskránni,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastýra Bíó Paradísar, um að taka upp Bechdel-mat á nýjum myndum á dagskrá kvikmyndahússins. Mikil umræða hefur spunnist í kringum Bechdel-prófið eftir að fjögur kvikmyndahús í Svíþjóð tóku sig saman um að innleiða Bechdel-prófið svo nefnda í kynningu nýrra mynda nú á dögunum. Bechdel-prófið er notað til þess að greina kynjahalla í skáldverkum. Til þess að standast prófið þurfa að minnsta kosti tvær kvenpersónur að vera í verkinu og þær þurfa að eiga samræður um eitthvað annað en karlviðfangsefni. Prófið er nefnt eftir teiknimyndahöfundinum Alison Bechdel. Bechdel-prófið er því ekki gagnrýni á myndirnar sem slíkar, en í sögu Alison Bechdel er reglan sett fram sem grín á augljósa fyrirferð karla innan söguheims kvikmyndanna. „Við erum svo undirmönnuð í Bíó Paradís og þetta myndi fela í sér mikla vinnu, en við tökum því fagnandi ef einhver gæti aðstoðað okkur. Við tökum eftir því ef hallar hræðilega á annað kynið í myndum sem við erum að sýna,“ segir Hrönn jafnframt. „Þetta skiptir auðvitað mestu máli í sýningum fyrir börn, en þar höfum við skýra stefnu í þessum efnum,“ bætir Hrönn við. „Við höfum síðastliðin þrjú ár haft skólasýningar, bæði fyrir grunn- og framhaldsskóla. Þar er markmiðið að kenna kvikmyndalæsi og að þekkja staðalímyndir í kvikmyndum,“ segir Hrönn. „Það er farið að skipta jafn miklu máli að geta lesið myndmál og að lesa. Til dæmis sýnum við unglingum heimildarmyndina um Pussy Riot og tölum um tjáningarfrelsi, félagslega samstöðu, mannréttindi og kynjahlutverk um víða veröld. Að sama skapi sýnum við börnum Blancanieves, sem er spænsk útgáfa af Mjallhvíti þar sem hún slæst í för með sjö dvergum sem allir eru nautabanar og gerist nautabani sjálf,“ segir Hrönn og imprar á mikilvægi kvikmyndalæsis. „Það þarf að geta gert greinarmun á morði í kvikmynd og morði í fréttunum,“ útskýrir Hrönn. Stór hluti kvikmynda fellur á hinu einfalda Bechdel-prófi. Má þar nefna margar vinsælustu myndir síðustu ára, til að mynda Avatar, Stjörnustríðsmyndirnar og Hringadróttinssögu.
Andóf Pussy Riot Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira