Þetta verður helg stund Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2013 13:00 Fjölskylda tónskáldsins John Tavener ætlar öll að mæta á tónleika Kammerkórs Suðurlands í Southwark. „Við munum flytja prógrammið okkar en flutningurinn verður dýpri vegna andláts okkar kæra Johns Tavener,“ segir Hilmar Örn Agnarsson, stjórnandi Kammerkórs Suðurlands, um tónleika kórsins í dómkirkjunni í Southwark í London á föstudag. Þar frumflytur kórinn meðal annars Three Shakespeare Sonnets eftir sir John Tavener, eitt fremsta tónskáld Breta sem lést í fyrradag 69 ára að aldri. „Við Tavener vorum miklir vinir og hann samdi fyrir okkur sérstaklega,“ heldur Hilmar Örn áfram. „Við buðumst til að fresta tónleikunum en vorum hvött til að halda áfram með þá og fengum bréf í kjölfarið þess efnis að fjölskyldan ætlaði öll að mæta. Þetta verður helg stund og það er svo merkilegt að allt sem valið var fyrir þessa tónleika er líkast sálumessu.“ Samstarf Tavener við Kammerkór Suðurlands hefur staðið í um áratug eða frá 2004. Verkið Three Shakespeare Sonnets samdi hann þegar hann dvaldi hér á landi í kjölfar veikinda. Fleiri verk eftir hann verða flutt á tónleikunum í London. Nokkur íslensk verk verða á tónleikunum, þar á meðal kórverk eftir Kjartan Sveinsson, kenndan við Sigur Rós, einnig Báru Grímsdóttur, Völu Gestsdóttur og Örlyg Benediktsson. Einnig er á efnisskránni nýtt lag eftir Jack White, eitt efnilegasta ungtónskáld Breta í dag. Hluti textans er byggður á ljóði eftir Sjón. Það er viðeigandi að frumflytja Three Shakespeare Sonnets í sóknarkirkju Shakespears í Southwark sem skartar kirkjuglugga eftir Leif Breiðfjörð, sá gluggi var vígður á 50 ára krýningarafmæli Elísabetar drottningar á síðasta ári. Menning Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við munum flytja prógrammið okkar en flutningurinn verður dýpri vegna andláts okkar kæra Johns Tavener,“ segir Hilmar Örn Agnarsson, stjórnandi Kammerkórs Suðurlands, um tónleika kórsins í dómkirkjunni í Southwark í London á föstudag. Þar frumflytur kórinn meðal annars Three Shakespeare Sonnets eftir sir John Tavener, eitt fremsta tónskáld Breta sem lést í fyrradag 69 ára að aldri. „Við Tavener vorum miklir vinir og hann samdi fyrir okkur sérstaklega,“ heldur Hilmar Örn áfram. „Við buðumst til að fresta tónleikunum en vorum hvött til að halda áfram með þá og fengum bréf í kjölfarið þess efnis að fjölskyldan ætlaði öll að mæta. Þetta verður helg stund og það er svo merkilegt að allt sem valið var fyrir þessa tónleika er líkast sálumessu.“ Samstarf Tavener við Kammerkór Suðurlands hefur staðið í um áratug eða frá 2004. Verkið Three Shakespeare Sonnets samdi hann þegar hann dvaldi hér á landi í kjölfar veikinda. Fleiri verk eftir hann verða flutt á tónleikunum í London. Nokkur íslensk verk verða á tónleikunum, þar á meðal kórverk eftir Kjartan Sveinsson, kenndan við Sigur Rós, einnig Báru Grímsdóttur, Völu Gestsdóttur og Örlyg Benediktsson. Einnig er á efnisskránni nýtt lag eftir Jack White, eitt efnilegasta ungtónskáld Breta í dag. Hluti textans er byggður á ljóði eftir Sjón. Það er viðeigandi að frumflytja Three Shakespeare Sonnets í sóknarkirkju Shakespears í Southwark sem skartar kirkjuglugga eftir Leif Breiðfjörð, sá gluggi var vígður á 50 ára krýningarafmæli Elísabetar drottningar á síðasta ári.
Menning Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira