Velkominn heim, Hannes Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2013 06:00 Á sínum tíma var mikill sjónarsviptir að Hannesi Smárasyni úr íslenskri fjölmiðlaumfjöllun. Hann hafði um árabil haldið okkur uppi með fréttum af alls kyns viðskiptabrellum og snúningum, flestum nefndum eftir erlendum félögum, sem allar virtust þeim eiginleikum gæddar að því ótrúverðugri sem þær voru þeim mun meira græddi Hannes á þeim. Við, sem erum einungis dauðlegar verur, horfðum full lotningar á hann leggja fjármálaheiminn að fótum sér. En stundum myndast vík milli vina. Í kjölfar hrunsins sinnaðist Hannesi lítillega við okkur og kaus útlegð í anda Napóleons á St. Helenu. Þessi ákvörðun reyndist afdrifarík því óhætt er að segja að Hannes hafi skilið eftir sig tómarúm í þjóðarsálinni. Fréttirnar urðu einfaldlega minna krassandi, tilveran litlausari og fjarvera þessarar miklu fyrirmyndar neyddi okkur til að líta í spegilinn og horfast í augu við eigin ófullkomleika. Þetta ófremdarástand varði um árabil. En öll él birtir upp um síðir og í síðustu viku fengum við loksins þær gleðifregnir að Hannes væri á leiðinni heim í viðskipti. Og hann olli svo sannarlega ekki vonbrigðum. Á einungis tveimur vikum á íslenskri viðskiptagrund náði Hannes að taka við forstjórastöðu, fara í opnuviðtal þar sem hann sagði að yfirvofandi ákæra hefði engin áhrif á nýja starfið, fá á sig ákæru og þurfa í kjölfarið að segja starfi sínu lausu. Þetta verður ekki toppað í bráð. En við skulum ekki dvelja við fortíðina. Stóra spurningin er: Hvað gerir Hannes í næstu viku? Við bíðum með öndina í hálsinum. Mun hann sækja um sem næsti forstjóri Landspítalans? Eða hellir hann sér í borgarmálin? Enginn veit neitt – nema að sama hvað gerist þá verður það eitthvað stórkostlegt. Hannes, við höfum saknað þín. Velkominn heim og vertu hjá okkur sem lengst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun
Á sínum tíma var mikill sjónarsviptir að Hannesi Smárasyni úr íslenskri fjölmiðlaumfjöllun. Hann hafði um árabil haldið okkur uppi með fréttum af alls kyns viðskiptabrellum og snúningum, flestum nefndum eftir erlendum félögum, sem allar virtust þeim eiginleikum gæddar að því ótrúverðugri sem þær voru þeim mun meira græddi Hannes á þeim. Við, sem erum einungis dauðlegar verur, horfðum full lotningar á hann leggja fjármálaheiminn að fótum sér. En stundum myndast vík milli vina. Í kjölfar hrunsins sinnaðist Hannesi lítillega við okkur og kaus útlegð í anda Napóleons á St. Helenu. Þessi ákvörðun reyndist afdrifarík því óhætt er að segja að Hannes hafi skilið eftir sig tómarúm í þjóðarsálinni. Fréttirnar urðu einfaldlega minna krassandi, tilveran litlausari og fjarvera þessarar miklu fyrirmyndar neyddi okkur til að líta í spegilinn og horfast í augu við eigin ófullkomleika. Þetta ófremdarástand varði um árabil. En öll él birtir upp um síðir og í síðustu viku fengum við loksins þær gleðifregnir að Hannes væri á leiðinni heim í viðskipti. Og hann olli svo sannarlega ekki vonbrigðum. Á einungis tveimur vikum á íslenskri viðskiptagrund náði Hannes að taka við forstjórastöðu, fara í opnuviðtal þar sem hann sagði að yfirvofandi ákæra hefði engin áhrif á nýja starfið, fá á sig ákæru og þurfa í kjölfarið að segja starfi sínu lausu. Þetta verður ekki toppað í bráð. En við skulum ekki dvelja við fortíðina. Stóra spurningin er: Hvað gerir Hannes í næstu viku? Við bíðum með öndina í hálsinum. Mun hann sækja um sem næsti forstjóri Landspítalans? Eða hellir hann sér í borgarmálin? Enginn veit neitt – nema að sama hvað gerist þá verður það eitthvað stórkostlegt. Hannes, við höfum saknað þín. Velkominn heim og vertu hjá okkur sem lengst.
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun