Dómkórinn flytur Magnificat eftir Hildigunni Rúnarsdóttur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 8. nóvember 2013 12:00 Hildigunnur segist hafa haft sérlega gaman af því að takast á við Magnificat sem fjölmörg önnur tónskáld hafa samið tónlist við. Tónlistardögum Dómkirkjunnar lýkur á laugardaginn þegar Dómkórinn frumflytur glænýtt kórverk í tólf köflum eftir Hildigunni Rúnarsdóttur á tónleikum í Dómkirkjunni. Einnig verða flutt nokkur íslensk lög eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur, Báru Grímsdóttur og fleiri. „Þetta er Magnificat með texta beint úr Biblíunni og snýst um boðun Maríu,“ útskýrir Hildigunnur. „Þau komu til mín frá Dómkórnum fyrir um ári síðan og báðu mig að gera þetta og ég varð að sjálfsögðu við því. Þetta er kórverk án undirleiks og hægt að flytja kaflana hvern í sínu lagi þannig að þetta eru í raun tólf ný kirkjuleg verk.“ Hildigunnur segist oft hafa samið kirkjuleg tónverk áður, sem sé raunar dálítið skrítið þar sem hún sé trúlaus. „En það skiptir engu, ég vinn að þessu af heilindum og með opnum hug og fannst sérlega gaman að takast á við þetta verkefni. Það hafa mjög margir samið Magnificat og frægast er að sjálfsögðu verk Bachs. Þetta er nú ekki alveg jafnlangt og það en næstum því,“ segir Hildigunnur og hlær. Dómkórinn hefur í um 30 ár staðið fyrir tónlistardögum kirkjunnar undir heitinu Soli Deo Gloria, Guði einum dýrð og af því tilefni hafa á hverju ári verið frumflutt ný tónverk sem samin eru sérstaklega fyrir kórinn eða organistann. Kórstjóri á tónleikunum er Kári Þormar dómorganisti. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Tónlistardögum Dómkirkjunnar lýkur á laugardaginn þegar Dómkórinn frumflytur glænýtt kórverk í tólf köflum eftir Hildigunni Rúnarsdóttur á tónleikum í Dómkirkjunni. Einnig verða flutt nokkur íslensk lög eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur, Báru Grímsdóttur og fleiri. „Þetta er Magnificat með texta beint úr Biblíunni og snýst um boðun Maríu,“ útskýrir Hildigunnur. „Þau komu til mín frá Dómkórnum fyrir um ári síðan og báðu mig að gera þetta og ég varð að sjálfsögðu við því. Þetta er kórverk án undirleiks og hægt að flytja kaflana hvern í sínu lagi þannig að þetta eru í raun tólf ný kirkjuleg verk.“ Hildigunnur segist oft hafa samið kirkjuleg tónverk áður, sem sé raunar dálítið skrítið þar sem hún sé trúlaus. „En það skiptir engu, ég vinn að þessu af heilindum og með opnum hug og fannst sérlega gaman að takast á við þetta verkefni. Það hafa mjög margir samið Magnificat og frægast er að sjálfsögðu verk Bachs. Þetta er nú ekki alveg jafnlangt og það en næstum því,“ segir Hildigunnur og hlær. Dómkórinn hefur í um 30 ár staðið fyrir tónlistardögum kirkjunnar undir heitinu Soli Deo Gloria, Guði einum dýrð og af því tilefni hafa á hverju ári verið frumflutt ný tónverk sem samin eru sérstaklega fyrir kórinn eða organistann. Kórstjóri á tónleikunum er Kári Þormar dómorganisti.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira