Rara-áhrif hjá Arcade Fire Freyr Bjarnason skrifar 31. október 2013 08:30 Hjónin Win Butler og Régina Chassange á styrktartónleikum í Kaliforníu fyrir skömmu. nordicphotos/getty Fjórða hljóðversplata kanadísku indírokksveitarinnar Arcade Fire, hin tvöfalda Reflektor, er komin út. Þrjú ár eru liðin frá útgáfu The Suburbs sem hlaut Grammy-verðlaunin árið eftir sem plata ársins. Fyrrverandi forsprakki danssveitarinnar LCD Soundsystem, James Murphy sem spilaði sem plötusnúður á Airwaves-hátíðinni fyrir tveimur árum, stjórnaði upptökum á Reflektor, ásamt hljómsveitinni sjálfri og Markus Dravs sem hefur áður unnið með sveitinni. Eins og oft áður var kynningarherferð plötunnar óvenjuleg. Fyrsta smáskífulagið, Reflektor með David Bowie sem gestasöngvara, var gefið út í takmörkuðu upplagi undir merkjum skálduðu hljómsveitarinnar The Reflektors og skömmu fyrir útgáfudag var platan svo í heild sinni sett í spilun á YouTube. Reflektor var samin undir áhrifum frá svokallaðri rara-hátíðartónlist frá Haítí. Þangað fór söngvarinn og gítarleikarinn Win Butler í heimsókn ásamt eiginkonu sinni úr Arcade Fire, Régine Chassange, en foreldrar hennar fæddust þar í landi. Heilluðust þau mjög af tónlistinni á Haítí og sagði Butler í viðtali við Rolling Stone að ferðalagið hefði breytt lífi hans. Við textagerðina var Butler undir áhrifum frá kvikmyndinni Black Orpheus frá árinu 1959 eftir franska leikstjórann Marcel Camus. Hún er ein af uppáhaldsmyndum Butlers og gerist á kjötkveðjuhátíð í Brasilíu. Einnig voru textar hans undir áhrifum frá ritgerð eftir danska heimspekinginn Søren Kierkegaard, sem hefur verið kallaður faðir tilvistarstefnunnar. Upptökur hófust í Louisiana í Bandaríkjunum árið 2011 en árið eftir héldu þær áfram á Jamaíku með Dravs. Þar samdi sveitin og tók upp efni í yfirgefnum kasatala. Að því ævintýri loknu hóf sveitin samstarf við Murphy, sem hafði lengi verið á óskalista hennar yfir samstarfsmenn. Að sögn Butlers átti Reflektor upphaflega að vera stutt plata en varð á endanum tvöföld langloka. „Við ætluðum að gera stutta plötu en á endanum vorum við með átján lög sem voru öll sex til átta mínútna löng. Við hugsuðum með okkur, æ, æ, við klúðruðum því að búa til stutta plötu,“ sagði hann við Rolling Stone. Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Fjórða hljóðversplata kanadísku indírokksveitarinnar Arcade Fire, hin tvöfalda Reflektor, er komin út. Þrjú ár eru liðin frá útgáfu The Suburbs sem hlaut Grammy-verðlaunin árið eftir sem plata ársins. Fyrrverandi forsprakki danssveitarinnar LCD Soundsystem, James Murphy sem spilaði sem plötusnúður á Airwaves-hátíðinni fyrir tveimur árum, stjórnaði upptökum á Reflektor, ásamt hljómsveitinni sjálfri og Markus Dravs sem hefur áður unnið með sveitinni. Eins og oft áður var kynningarherferð plötunnar óvenjuleg. Fyrsta smáskífulagið, Reflektor með David Bowie sem gestasöngvara, var gefið út í takmörkuðu upplagi undir merkjum skálduðu hljómsveitarinnar The Reflektors og skömmu fyrir útgáfudag var platan svo í heild sinni sett í spilun á YouTube. Reflektor var samin undir áhrifum frá svokallaðri rara-hátíðartónlist frá Haítí. Þangað fór söngvarinn og gítarleikarinn Win Butler í heimsókn ásamt eiginkonu sinni úr Arcade Fire, Régine Chassange, en foreldrar hennar fæddust þar í landi. Heilluðust þau mjög af tónlistinni á Haítí og sagði Butler í viðtali við Rolling Stone að ferðalagið hefði breytt lífi hans. Við textagerðina var Butler undir áhrifum frá kvikmyndinni Black Orpheus frá árinu 1959 eftir franska leikstjórann Marcel Camus. Hún er ein af uppáhaldsmyndum Butlers og gerist á kjötkveðjuhátíð í Brasilíu. Einnig voru textar hans undir áhrifum frá ritgerð eftir danska heimspekinginn Søren Kierkegaard, sem hefur verið kallaður faðir tilvistarstefnunnar. Upptökur hófust í Louisiana í Bandaríkjunum árið 2011 en árið eftir héldu þær áfram á Jamaíku með Dravs. Þar samdi sveitin og tók upp efni í yfirgefnum kasatala. Að því ævintýri loknu hóf sveitin samstarf við Murphy, sem hafði lengi verið á óskalista hennar yfir samstarfsmenn. Að sögn Butlers átti Reflektor upphaflega að vera stutt plata en varð á endanum tvöföld langloka. „Við ætluðum að gera stutta plötu en á endanum vorum við með átján lög sem voru öll sex til átta mínútna löng. Við hugsuðum með okkur, æ, æ, við klúðruðum því að búa til stutta plötu,“ sagði hann við Rolling Stone.
Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira