Hættir hjá Senu eftir 16 ára starf Freyr Bjarnason skrifar 31. október 2013 09:00 Eiður Arnarsson segir tímann hjá Senu hafa verið svakalega skemmtilegan. fréttablaðið/anton Eiði Arnarssyni hefur verið sagt upp sem útgáfustjóra stærstu plötuútgáfu landsins, Senu. „Það eru mjög miklar breytingar á tónlistarmörkuðum sem valda þessu. Þetta er gert í eins góðu og hægt er að gera og ég útiloka alls ekki að við eigum eftir að vinna með Eiði í framtíðinni,“ segir Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu. „Þetta er eitthvað sem menn í hans stöðu í löndunum í kringum okkur hafa verið að ganga í gegnum síðustu fimm til tíu árin. Sena er síður en svo hætt að gefa út músík og við munum kynna nýtt skipulag á næstunni.“ Eiður lætur af störfum um áramótin eftir sextán ára starf. Aðspurður segir hann tímann hjá Senu hafa verið svakalega skemmtilegan og starfið einstaklega líflegt. „Annars vegar eru endalaus forréttindi að vinna við tónlist og hins vegar að vinna við hjartans afkvæmi listamannanna, sem plöturnar gjarnan eru. Að vera treyst fyrir þessu starfi er búið að vera frábært.“ Eiður segist ætla að vinna „gjörsamlega á fullu“ til áramóta. „Auðvitað er fullt af hlutum sem maður á eftir að sakna. En að vera í sextán ár í þessu starfi er mjög langur tími. Ef markaðurinn væri stærri væri ég sennilega löngu hættur, ef það væri eðlileg „rótering“ í þessum bransa eins og gengur og gerist erlendis.“ Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Eiði Arnarssyni hefur verið sagt upp sem útgáfustjóra stærstu plötuútgáfu landsins, Senu. „Það eru mjög miklar breytingar á tónlistarmörkuðum sem valda þessu. Þetta er gert í eins góðu og hægt er að gera og ég útiloka alls ekki að við eigum eftir að vinna með Eiði í framtíðinni,“ segir Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu. „Þetta er eitthvað sem menn í hans stöðu í löndunum í kringum okkur hafa verið að ganga í gegnum síðustu fimm til tíu árin. Sena er síður en svo hætt að gefa út músík og við munum kynna nýtt skipulag á næstunni.“ Eiður lætur af störfum um áramótin eftir sextán ára starf. Aðspurður segir hann tímann hjá Senu hafa verið svakalega skemmtilegan og starfið einstaklega líflegt. „Annars vegar eru endalaus forréttindi að vinna við tónlist og hins vegar að vinna við hjartans afkvæmi listamannanna, sem plöturnar gjarnan eru. Að vera treyst fyrir þessu starfi er búið að vera frábært.“ Eiður segist ætla að vinna „gjörsamlega á fullu“ til áramóta. „Auðvitað er fullt af hlutum sem maður á eftir að sakna. En að vera í sextán ár í þessu starfi er mjög langur tími. Ef markaðurinn væri stærri væri ég sennilega löngu hættur, ef það væri eðlileg „rótering“ í þessum bransa eins og gengur og gerist erlendis.“
Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira